Viðskipti innlent

Seðlabankastjóri segir þörfina á lánum hugsanlega ofmetna

Már Guðmundsson
Már Guðmundsson Mynd/GVA
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að íslenska ríkið þurfi ekki nauðsynlega á öllum þeim erlendu lánum að halda sem eru í boði. Það myndi lækka skuldastöðu ríkisins um hundruð milljarða og minnka vaxtakostnað verulega ef einungis hluti lánanna yrði þeginn. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.

„Ég held að það sé mjög líklegt að við þurfum þetta ekki allt. Mjög fljótlega eftir að ég tók við embætti hér þá komst ég að þessari niðurstöðu. Ég hef rætt það við ráðherra í ríkisstjórninni og fleiri og ég hef sett í gang ákveðna vinna hér í bankanum til að kanna hvort það sé ekki," sagði Már.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×