Fleiri fréttir Eimskip rauk upp um tæp 55 prósent Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu rauk upp um 54,55 prósent í Kauphöllinni í dag. Aðeins tvö viðskipti standa á bak við hækkunina en gengi bréfa skipaflutningafélagsins standa nú í 85 aurum á hlut. 5.2.2009 16:52 Óskar í fjögurra manna hópi Árvakurs Óskar Magnússon hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi forstjóri Tryggingarmiðstöðvarinnar staðfestir í samtali við Vísi að hann fari fyrir hópi sem gert hefur tilboð í Árvakur, Útgáfufélag Morgunblaðsins. Óskar hefur ekki viljað gefa upp hverjir það eru sem standa að baki tilboðinu með sér en nú fær hópurinn aðgang að frekari gögnum frá Nýja Glitni sem er stærsti lánadrottinn útgáfufélagsins. Opnað verður fyrir þau gögn á morgun. 5.2.2009 15:41 Ráðgjafar fjármálaráðuneytis Bretlands vissu um aðgerðina Lárus Finnbogason formaður skilanefndar Landsbankans furðar sig á fréttum um að bresk stjórnvöld séu æf af reiði vegna beiðni um greiðslustöðvun hjá BG Holding ehf. „Ráðgjafar breska fjármálaráðuneytisins vissu af því sem til stóð og að við ætluðum í þessa aðgerð," segir Lárus. 5.2.2009 13:22 Eignir Baugs nema um þriðjungi af skuldum félagsins Blaðið Telegraph hefur eftir heimildarmönnum sínum að eignir Baugs í Bretlandi nemi í besta falli um þriðjungi af skuldum félagsins. Eignirnar eru metnar á um 400 milljónir punda en skuldir Baugs við íslensku bankanna nemi um 1,3 milljarði punda eða um 200 milljörðum kr.. 5.2.2009 13:07 Stýrivextir í Bretlandi aldrei lægri Englandsbanki lækkaði stýrivextir um 50 punkta í dag og fara þeir við það úr 1,5 prósentum í eitt prósent. Þeir hafa aldrei verið lægri. 5.2.2009 12:56 Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 2,0 prósentum. Þetta er í samræmi við væntingar en bankinn hefur lækkað vextina hratt síðastliðna fjóra mánuði. 5.2.2009 12:49 Héraðsdómur tekur ósk Baugs fyrir á morgun Héraðsdómur Reykjavíkur mun á morgun taka fyrir ósk Baugs Group og nokkurra dótturfélaga þess að þeim verði veitt heimild til greiðslustöðvunar. 5.2.2009 12:43 Íslenskt vinnuafl orðið með því ódýrasta í V-Evrópu Raungengi íslensku krónunnar er nú afar lágt, hvort sem miðað er við verðlag eða launakostnað. Hefur hlutfallslegur launakostnaður fallið enn hraðar en verðlag undanfarið og má segja að íslenskt vinnuafl sé orðið með því ódýrasta í Vestur-Evrópu í kjölfar gengishruns krónu á síðasta ári. 5.2.2009 12:34 Breytingar á stjórn Seðlabankans auka trúverðugleika bankans Greining Glitnis telur að breytingar á stjórn Seðlabankans séu til þess fallnar að auka trúverðugleika Seðlabankans innan lands sem utan, en aukinn trúverðugleiki á íslensku fjármálakerfi er afar mikil vægur þáttur í endurreisn efnahagslífsins á komandi misserum. 5.2.2009 12:20 Nokkuð fæst upp í kröfur hjá Kaupþingi Skilanefnd Kaupþings hefur birt mat á eignum bankans. Matið er framkvæmt af nefndinni og sérfræðingum innan bankans sem hafa þekkingu á eignunum. Niðurstaðan er sú að eignirnar eru metnar á ríflega 618 milljarða kr. og eru að mestu lán til viðskiptavina að fjárhæð 250 milljarða kr. 5.2.2009 12:13 Birtíngur eignast ekki Árvakur Hreinn Loftsson stjórnarformaður Birtíngs segist ekki hafa gert tilboð í Árvakur, Útgáfufélag Morgunblaðsins, en frestur til þess rann út í gær. Fjórir hópar fá að gera skuldbindandi tilboð í útgáfuna en það er fyrirtækjaráðgjöf Nýja Glitnis sem sér um söluferlið á útboði hlutafés í félaginu. Tilboðum skal skilað inn eigi síðar en 17.febrúar. 5.2.2009 12:01 Landsbankamenn boðaðir á fund í breska fjármálaráðuneytinu Forráðamenn skilanefndar Landsbankans hafa verið boðaðir á fund í breska fjármálaráðuneytinu í dag en formaður nefndarinnar, Lárus Finnbogason, er nú staddur í London. 5.2.2009 11:04 Seldi skuldabréf fyrir einn milljarð fyrir Byggðastofnun Saga Capital Fjárfestingarbanki hefur lokið við að selja skuldabréf Byggðastofnunar. Skuldabréfin voru seld í lokuðu skuldabréfaútboði og nam útgáfufjárhæðin einum milljarði króna. 5.2.2009 11:00 Eignir Kaupþings hafa hingað til skilað 10 milljörðum kr. í sölu Samanlagt bókfært virði eigna sem seldar hafa verið af skilanefnd Kaupþings í frjálsri sölu af bankanum og útibúum hans nemur minna en 65 milljónum evra eða tæpum 10 milljörðum kr.. 5.2.2009 10:39 Bakkavör rýkur upp um þrettán prósent Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur hækkað um 12,97 prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í morgun. Fyrirtækið greindi frá því fyrr í dag að það hefði innleyst 104 milljónir punda, um 17 milljarða króna, af reikningi Nýja Kaupþings. 5.2.2009 10:22 Lögsókn hafin gegn gamla Glitni í Noregi Fjórir af fyrrum viðskiptavinum Glitnis í Noregi, sem nú heitir BNbank, telja sig hlunnfarna af bankanum og ætla í mál gegn honum. 5.2.2009 09:52 Bresk stjórnvöld æf af reiði út í skilanefnd Landsbankans Bresk stjórnvöld munu vera æf af reiði út í skilanefnd Landsbankans sökum áforma þeirra um að setja Baug í greiðslustöðvun. Þetta kemur fram í grein sem viðskiptafréttastjóri blaðsins The Times skrifar í dag. 5.2.2009 09:18 Bakkavör fær 104 milljónir punda frá Kaupþingi Bakkavör hefur nú innleyst 104 milljónir punda, eða um 17 milljarða kr., af reikningi félagsins hjá Nýja Kaupþingi banka en upphafleg fjárhæð nam 150 milljónum punda. Þetta kemur fram í bráðabirgðauppgjöri félagsins sem birt var í morgun. 5.2.2009 09:00 Össur hf. hagnaðist um rúma 3 milljarða kr í fyrra Hagnaður Össurar hf. á síðasta ári nam 28,5 milljónum dollara eða rúmlega 3 milljörðum kr. samanborið við 7,6 milljónir dollara á sama tímabili árið 2007. Verður að telja þetta mjög góðan árangur. 5.2.2009 08:47 Glitnir gjaldfellir öll lán Baugs Skilanefnd Gamla Glitnis ákvað í dag að gjaldfella öll lán Baugs Group og tengdra félaga, segir í tilkynningu sem send var fjölmiðlum. Þar kemur fram að þetta hafi verið gert í framhaldi af ákvörðun skilanefndar Landsbanka Íslands hf. um að óska eftir greiðslustöðvun hjá BG Holding ehf., 4.2.2009 21:47 Vaxtaákvarðanir verða teknar af peningastefnunefnd Vaxtaákvarðanir Seðlabankans og aðrar ákvarðanir í peningamálum verða teknar af peningastefnunefnd, samkvæmt nýju frumvarpi sem hefur 4.2.2009 22:17 Fréttaskýring: Stefnuræðan var stund Steingríms Það er óhætt að segja að stefnuræða Jóhönnu Sigurðardóttur á alþingi í kvöld hafi verið stund Steingríms J. Sigfússonar formanns VG. Hann einfaldlega brilleraði í ræðu sinni og maður hálf vorkenndi Framsóknarkappanum að koma fram á sviðið í framhaldinu. 4.2.2009 22:57 Berghildur Erla verður upplýsingafulltrúi Kaupþings Berghildur Erla Bernharðsdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Nýja Kaupþings. Berghildur lauk M.A. prófi í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands árið 2008, prófi í hagnýtri fjölmiðlun 1995 og B.A. prófi í félags- og viðskiptafræði 1994 frá sama skóla. 4.2.2009 19:32 Óvíst um afstöðu Kaupþings til greiðslustöðvunarbeiðni Baugs Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Kaupþings, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um það hvort bankinn muni samþykkja ósk Baugs um greiðslustöðvun. 4.2.2009 19:02 Fjórir fá að bjóða í Árvakur Fjórum fjárfestum hefur verið boðið að leggja fram skuldbindandi tilboð í Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, en tilboðin eiga að berast í síðasta lagi 17. febrúar næstkomandi. 4.2.2009 17:54 Vörukarfa ASÍ ódýrust í Bónus Um 8,1 % verðmunur reyndist á matvörukörfu ASÍ þegar verð var kannað í lágvöruverðsverslunum í gær. Vörukarfan var ódýrust í Bónus þar sem hún kostaði kr. 12.421 en dýrust í Nettó kr. 13.422. 4.2.2009 17:46 Eimskip féll um rúm 45 prósent Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu féll um 45,55 prósent í Kauphöllinni í dag og stendur það nú í 55 aurum á hlut. Markaðsverðmæti skipaflutningafélagsins miðað við stöðuna er rétt rúmur einn milljarður króna. 4.2.2009 17:09 Aðstoðarmaðurinn vissi um það sem ráðherra neitar Það er athyglisvert að Jón Þór Sturluson aðstoðarmaður Björgvins G. Sigurðssonar viðskiparáðherra virðist hafa verið betur upplýstur en ráðherrann um tilboð Breta um að koma Icesave í breska lögsögu. 4.2.2009 16:55 Orð Björgólfs Thors um Icesave ábyrgðir standa enn Ásgeir Friðgeirsson ráðgjafi fyrrum stjórnar Landsbankans segir að orð Björgólfs Thors Björgólfssonar um að hægt hefði verið að koma Icesave reikningum í breska lögsögu standi enn. 4.2.2009 15:41 Alveg gáttaður á ummælum Jóns Ásgeirs um aðkomu Davíðs "Ég er eiginlega alveg gáttaður á þessum orðum Jóns Ásgeirs enda eru þau fjarstæða," segir Lárus Finnbogasonm formaður skilanefndar Landsbankans um þau ummæli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar um að greiðslustöðvun Baugs sé runnin undan rifjum Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra. 4.2.2009 14:30 Lárus segir að ekkert verði selt frá Baugi í Bretlandi Lárus Finnbogason formaður skilanefndar Landsbankans segir að ekki standi til að selja neinar af verslunum eða eigum Baugs í Bretlandi meðan á greiðslustöðvun félagsins stendur og hún gæti staðið árum saman. 4.2.2009 13:19 Afar sterk eiginfjárstaða bjargaði Straumi í umrótinu William Fall, forstjóri Straums segir að afar sterk eiginfjárstaða hefur hjálpað Straumi gegnum umrótið á síðasta ári. Eins og fram hefur komið í fréttum nam tap Straums á síðasta ári 105 milljörðum kr. sem er Íslandsmet. 4.2.2009 12:48 Samkeppniseftirlitið beitir Teymi dagsektum Samkeppniseftirlitið hefur með ákvörðun í dag lagt þriggja milljóna króna dagsektir á Teymi hf. þar sem fyrirtækið hefur ekki farið að fyrirmælum Samkeppniseftirlitsins um breytingar á stjórn IP-fjarskipta (Tals), sem mælt var fyrir um í ákvörðun til bráðabirgða frá 26. janúar sl. 4.2.2009 12:30 Ekkert lát á hópuppsögnum Enn er nokkuð um hópuppsagnir en alls misstu 167 manns vinnuna í janúar mánuði í slíkum uppsögnum. Hópuppsagnirnar voru samtals 10 talsins í mánuðinum og voru 4 þeirra í mannvirkjagerð. 4.2.2009 11:43 Baugur og Straumur leita að kaupanda að Magasin du Nord Carsten Fensholt fjármálastjóri Magasin du Nord í Kaupmannahöfn segir að greiðslustöðvun Baugs hafi ekki bein áhrif á rekstur verslunarinnar. Hinsvegar leiti Baugur í samvinnu við Straum nú ákaft að kaupenda að versluninni. 4.2.2009 10:49 Einnig farið fram á greiðslustöðvun Baugs í Englandi Skilanefnd Landsbanka Íslands hf. lagði í gær fram beiðni um greiðslustöðvun BG Holding ehf. fyrir enskan dómstól. BG Holding ehf. er dótturfélag Baugs Group hf. og meginstarfsemi þess er tengd fjárfestingum Baugs Group hf. í Bretlandi. Meðal fjárfestinga BG Holding ehf. eru matvöruverslanirnar Iceland Foods, verslunarmiðstöðvar House of Fraser og leikfangaverslanir Hamleys. 4.2.2009 10:29 Aðeins viðskipti með Straum og Century í morgun Við opnun markaðarins í kauphöllinni í morgun voru aðeins viðskipti með bréf í Straumi og Century Aluminium í gangi. Straumur lækkaði um 4,5% en Century hækkað um 0,6%. 4.2.2009 10:29 Jón Ásgeir: Pungspark frá Landsbankanum „Þetta var eina leiðin fyrir okkur til að verja hagsmuni fyrirtækja okkar og annarra lánadrottna. Landsbankinn gaf okkur ekki annan kost,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs, um ástæður þess að félagið hefur farið fram á greiðslustöðvun. 4.2.2009 10:13 Mikil óvissa um eignir Baugs í Bretlandi og Danmörku Beiðni Baugs um greiðslustöðvun hefur vakið mikla athygli í breskum og dönskum fjölmiðlum og greina helstu blöð þessara landa frá málinu á vefsíðum sínum. Þar er m.a. tekið fram að mikil óvssa ríki nú um eignir Baugs í þessum löndum. 4.2.2009 10:06 ILVA í Danmörku og Svíþjóð selt til IDdesign Lagerinn, sem m.a. rekur verslanir Rúmfatalagersins á Íslandi, hefur gert samning um sölu á húsgagnaverslununum ILVA í Danmörku og Svíþjóð til danska félagsins IDdesign. 4.2.2009 09:38 Baugur óskar eftir greiðslustöðvun Baugur Group hf. og nokkur dótturfélög þess fóru fram á það við Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun að félögunum yrði veitt heimild til greiðslustöðvunar. 4.2.2009 09:35 "Viðvörunarljósin gegn ESB-aðild Íslands loga skært" „Viðvörunarljósin gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu loga skært. Ímyndið ykkur stöðu ykkar innan ESB ef sambandið ákvæði einn daginn að nýta fiskistofnana ykkar í þágu aðildarríkjanna allra," segir Daniel Hannan, þingmaður breska Íhaldsflokksins á Evrópuþinginu, í samtali við Útveginn. 4.2.2009 09:28 Vöruskiptin í jafnvægi í janúar Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir janúar 2009 nam útflutningur 33,6 milljörðum króna og innflutningur 33,3 milljörðum króna. 4.2.2009 09:23 Kaupþing flutti 90 milljarða kr. frá Mön til London fyrir hrunið Forstjóri fjármálaeftirlitsins á Mön segir að skömmu fyrir hrun íslensku bankanna hafi Kaupþing flutt 550 milljónir punda eða rúmlega 90 milljarða kr.úr útibúi sínu á eyjunni og yfir til London. Þetta gerðist skömmu fyrir hrun íslensku bankanna og frystingu eigna þeirra á Bretlandi í kjölfarið. 4.2.2009 08:57 Óska tilboða í Actavis Eignarhaldsfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, Novator, hefur óskað eftir tilboðum í lyfjafyrirtækið Actavis. Bloomberg-fréttavefurinn greinir frá þessu og segir kaupverðið geta orðið allt að sex milljarða evra en skuldir fyrirtækisins séu fimm milljarðar evra. Novator óskar að sögn Bloomberg eftir því að tilboð berist í þessum mánuði. 4.2.2009 08:30 Sjá næstu 50 fréttir
Eimskip rauk upp um tæp 55 prósent Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu rauk upp um 54,55 prósent í Kauphöllinni í dag. Aðeins tvö viðskipti standa á bak við hækkunina en gengi bréfa skipaflutningafélagsins standa nú í 85 aurum á hlut. 5.2.2009 16:52
Óskar í fjögurra manna hópi Árvakurs Óskar Magnússon hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi forstjóri Tryggingarmiðstöðvarinnar staðfestir í samtali við Vísi að hann fari fyrir hópi sem gert hefur tilboð í Árvakur, Útgáfufélag Morgunblaðsins. Óskar hefur ekki viljað gefa upp hverjir það eru sem standa að baki tilboðinu með sér en nú fær hópurinn aðgang að frekari gögnum frá Nýja Glitni sem er stærsti lánadrottinn útgáfufélagsins. Opnað verður fyrir þau gögn á morgun. 5.2.2009 15:41
Ráðgjafar fjármálaráðuneytis Bretlands vissu um aðgerðina Lárus Finnbogason formaður skilanefndar Landsbankans furðar sig á fréttum um að bresk stjórnvöld séu æf af reiði vegna beiðni um greiðslustöðvun hjá BG Holding ehf. „Ráðgjafar breska fjármálaráðuneytisins vissu af því sem til stóð og að við ætluðum í þessa aðgerð," segir Lárus. 5.2.2009 13:22
Eignir Baugs nema um þriðjungi af skuldum félagsins Blaðið Telegraph hefur eftir heimildarmönnum sínum að eignir Baugs í Bretlandi nemi í besta falli um þriðjungi af skuldum félagsins. Eignirnar eru metnar á um 400 milljónir punda en skuldir Baugs við íslensku bankanna nemi um 1,3 milljarði punda eða um 200 milljörðum kr.. 5.2.2009 13:07
Stýrivextir í Bretlandi aldrei lægri Englandsbanki lækkaði stýrivextir um 50 punkta í dag og fara þeir við það úr 1,5 prósentum í eitt prósent. Þeir hafa aldrei verið lægri. 5.2.2009 12:56
Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 2,0 prósentum. Þetta er í samræmi við væntingar en bankinn hefur lækkað vextina hratt síðastliðna fjóra mánuði. 5.2.2009 12:49
Héraðsdómur tekur ósk Baugs fyrir á morgun Héraðsdómur Reykjavíkur mun á morgun taka fyrir ósk Baugs Group og nokkurra dótturfélaga þess að þeim verði veitt heimild til greiðslustöðvunar. 5.2.2009 12:43
Íslenskt vinnuafl orðið með því ódýrasta í V-Evrópu Raungengi íslensku krónunnar er nú afar lágt, hvort sem miðað er við verðlag eða launakostnað. Hefur hlutfallslegur launakostnaður fallið enn hraðar en verðlag undanfarið og má segja að íslenskt vinnuafl sé orðið með því ódýrasta í Vestur-Evrópu í kjölfar gengishruns krónu á síðasta ári. 5.2.2009 12:34
Breytingar á stjórn Seðlabankans auka trúverðugleika bankans Greining Glitnis telur að breytingar á stjórn Seðlabankans séu til þess fallnar að auka trúverðugleika Seðlabankans innan lands sem utan, en aukinn trúverðugleiki á íslensku fjármálakerfi er afar mikil vægur þáttur í endurreisn efnahagslífsins á komandi misserum. 5.2.2009 12:20
Nokkuð fæst upp í kröfur hjá Kaupþingi Skilanefnd Kaupþings hefur birt mat á eignum bankans. Matið er framkvæmt af nefndinni og sérfræðingum innan bankans sem hafa þekkingu á eignunum. Niðurstaðan er sú að eignirnar eru metnar á ríflega 618 milljarða kr. og eru að mestu lán til viðskiptavina að fjárhæð 250 milljarða kr. 5.2.2009 12:13
Birtíngur eignast ekki Árvakur Hreinn Loftsson stjórnarformaður Birtíngs segist ekki hafa gert tilboð í Árvakur, Útgáfufélag Morgunblaðsins, en frestur til þess rann út í gær. Fjórir hópar fá að gera skuldbindandi tilboð í útgáfuna en það er fyrirtækjaráðgjöf Nýja Glitnis sem sér um söluferlið á útboði hlutafés í félaginu. Tilboðum skal skilað inn eigi síðar en 17.febrúar. 5.2.2009 12:01
Landsbankamenn boðaðir á fund í breska fjármálaráðuneytinu Forráðamenn skilanefndar Landsbankans hafa verið boðaðir á fund í breska fjármálaráðuneytinu í dag en formaður nefndarinnar, Lárus Finnbogason, er nú staddur í London. 5.2.2009 11:04
Seldi skuldabréf fyrir einn milljarð fyrir Byggðastofnun Saga Capital Fjárfestingarbanki hefur lokið við að selja skuldabréf Byggðastofnunar. Skuldabréfin voru seld í lokuðu skuldabréfaútboði og nam útgáfufjárhæðin einum milljarði króna. 5.2.2009 11:00
Eignir Kaupþings hafa hingað til skilað 10 milljörðum kr. í sölu Samanlagt bókfært virði eigna sem seldar hafa verið af skilanefnd Kaupþings í frjálsri sölu af bankanum og útibúum hans nemur minna en 65 milljónum evra eða tæpum 10 milljörðum kr.. 5.2.2009 10:39
Bakkavör rýkur upp um þrettán prósent Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur hækkað um 12,97 prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í morgun. Fyrirtækið greindi frá því fyrr í dag að það hefði innleyst 104 milljónir punda, um 17 milljarða króna, af reikningi Nýja Kaupþings. 5.2.2009 10:22
Lögsókn hafin gegn gamla Glitni í Noregi Fjórir af fyrrum viðskiptavinum Glitnis í Noregi, sem nú heitir BNbank, telja sig hlunnfarna af bankanum og ætla í mál gegn honum. 5.2.2009 09:52
Bresk stjórnvöld æf af reiði út í skilanefnd Landsbankans Bresk stjórnvöld munu vera æf af reiði út í skilanefnd Landsbankans sökum áforma þeirra um að setja Baug í greiðslustöðvun. Þetta kemur fram í grein sem viðskiptafréttastjóri blaðsins The Times skrifar í dag. 5.2.2009 09:18
Bakkavör fær 104 milljónir punda frá Kaupþingi Bakkavör hefur nú innleyst 104 milljónir punda, eða um 17 milljarða kr., af reikningi félagsins hjá Nýja Kaupþingi banka en upphafleg fjárhæð nam 150 milljónum punda. Þetta kemur fram í bráðabirgðauppgjöri félagsins sem birt var í morgun. 5.2.2009 09:00
Össur hf. hagnaðist um rúma 3 milljarða kr í fyrra Hagnaður Össurar hf. á síðasta ári nam 28,5 milljónum dollara eða rúmlega 3 milljörðum kr. samanborið við 7,6 milljónir dollara á sama tímabili árið 2007. Verður að telja þetta mjög góðan árangur. 5.2.2009 08:47
Glitnir gjaldfellir öll lán Baugs Skilanefnd Gamla Glitnis ákvað í dag að gjaldfella öll lán Baugs Group og tengdra félaga, segir í tilkynningu sem send var fjölmiðlum. Þar kemur fram að þetta hafi verið gert í framhaldi af ákvörðun skilanefndar Landsbanka Íslands hf. um að óska eftir greiðslustöðvun hjá BG Holding ehf., 4.2.2009 21:47
Vaxtaákvarðanir verða teknar af peningastefnunefnd Vaxtaákvarðanir Seðlabankans og aðrar ákvarðanir í peningamálum verða teknar af peningastefnunefnd, samkvæmt nýju frumvarpi sem hefur 4.2.2009 22:17
Fréttaskýring: Stefnuræðan var stund Steingríms Það er óhætt að segja að stefnuræða Jóhönnu Sigurðardóttur á alþingi í kvöld hafi verið stund Steingríms J. Sigfússonar formanns VG. Hann einfaldlega brilleraði í ræðu sinni og maður hálf vorkenndi Framsóknarkappanum að koma fram á sviðið í framhaldinu. 4.2.2009 22:57
Berghildur Erla verður upplýsingafulltrúi Kaupþings Berghildur Erla Bernharðsdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Nýja Kaupþings. Berghildur lauk M.A. prófi í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands árið 2008, prófi í hagnýtri fjölmiðlun 1995 og B.A. prófi í félags- og viðskiptafræði 1994 frá sama skóla. 4.2.2009 19:32
Óvíst um afstöðu Kaupþings til greiðslustöðvunarbeiðni Baugs Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Kaupþings, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um það hvort bankinn muni samþykkja ósk Baugs um greiðslustöðvun. 4.2.2009 19:02
Fjórir fá að bjóða í Árvakur Fjórum fjárfestum hefur verið boðið að leggja fram skuldbindandi tilboð í Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, en tilboðin eiga að berast í síðasta lagi 17. febrúar næstkomandi. 4.2.2009 17:54
Vörukarfa ASÍ ódýrust í Bónus Um 8,1 % verðmunur reyndist á matvörukörfu ASÍ þegar verð var kannað í lágvöruverðsverslunum í gær. Vörukarfan var ódýrust í Bónus þar sem hún kostaði kr. 12.421 en dýrust í Nettó kr. 13.422. 4.2.2009 17:46
Eimskip féll um rúm 45 prósent Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu féll um 45,55 prósent í Kauphöllinni í dag og stendur það nú í 55 aurum á hlut. Markaðsverðmæti skipaflutningafélagsins miðað við stöðuna er rétt rúmur einn milljarður króna. 4.2.2009 17:09
Aðstoðarmaðurinn vissi um það sem ráðherra neitar Það er athyglisvert að Jón Þór Sturluson aðstoðarmaður Björgvins G. Sigurðssonar viðskiparáðherra virðist hafa verið betur upplýstur en ráðherrann um tilboð Breta um að koma Icesave í breska lögsögu. 4.2.2009 16:55
Orð Björgólfs Thors um Icesave ábyrgðir standa enn Ásgeir Friðgeirsson ráðgjafi fyrrum stjórnar Landsbankans segir að orð Björgólfs Thors Björgólfssonar um að hægt hefði verið að koma Icesave reikningum í breska lögsögu standi enn. 4.2.2009 15:41
Alveg gáttaður á ummælum Jóns Ásgeirs um aðkomu Davíðs "Ég er eiginlega alveg gáttaður á þessum orðum Jóns Ásgeirs enda eru þau fjarstæða," segir Lárus Finnbogasonm formaður skilanefndar Landsbankans um þau ummæli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar um að greiðslustöðvun Baugs sé runnin undan rifjum Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra. 4.2.2009 14:30
Lárus segir að ekkert verði selt frá Baugi í Bretlandi Lárus Finnbogason formaður skilanefndar Landsbankans segir að ekki standi til að selja neinar af verslunum eða eigum Baugs í Bretlandi meðan á greiðslustöðvun félagsins stendur og hún gæti staðið árum saman. 4.2.2009 13:19
Afar sterk eiginfjárstaða bjargaði Straumi í umrótinu William Fall, forstjóri Straums segir að afar sterk eiginfjárstaða hefur hjálpað Straumi gegnum umrótið á síðasta ári. Eins og fram hefur komið í fréttum nam tap Straums á síðasta ári 105 milljörðum kr. sem er Íslandsmet. 4.2.2009 12:48
Samkeppniseftirlitið beitir Teymi dagsektum Samkeppniseftirlitið hefur með ákvörðun í dag lagt þriggja milljóna króna dagsektir á Teymi hf. þar sem fyrirtækið hefur ekki farið að fyrirmælum Samkeppniseftirlitsins um breytingar á stjórn IP-fjarskipta (Tals), sem mælt var fyrir um í ákvörðun til bráðabirgða frá 26. janúar sl. 4.2.2009 12:30
Ekkert lát á hópuppsögnum Enn er nokkuð um hópuppsagnir en alls misstu 167 manns vinnuna í janúar mánuði í slíkum uppsögnum. Hópuppsagnirnar voru samtals 10 talsins í mánuðinum og voru 4 þeirra í mannvirkjagerð. 4.2.2009 11:43
Baugur og Straumur leita að kaupanda að Magasin du Nord Carsten Fensholt fjármálastjóri Magasin du Nord í Kaupmannahöfn segir að greiðslustöðvun Baugs hafi ekki bein áhrif á rekstur verslunarinnar. Hinsvegar leiti Baugur í samvinnu við Straum nú ákaft að kaupenda að versluninni. 4.2.2009 10:49
Einnig farið fram á greiðslustöðvun Baugs í Englandi Skilanefnd Landsbanka Íslands hf. lagði í gær fram beiðni um greiðslustöðvun BG Holding ehf. fyrir enskan dómstól. BG Holding ehf. er dótturfélag Baugs Group hf. og meginstarfsemi þess er tengd fjárfestingum Baugs Group hf. í Bretlandi. Meðal fjárfestinga BG Holding ehf. eru matvöruverslanirnar Iceland Foods, verslunarmiðstöðvar House of Fraser og leikfangaverslanir Hamleys. 4.2.2009 10:29
Aðeins viðskipti með Straum og Century í morgun Við opnun markaðarins í kauphöllinni í morgun voru aðeins viðskipti með bréf í Straumi og Century Aluminium í gangi. Straumur lækkaði um 4,5% en Century hækkað um 0,6%. 4.2.2009 10:29
Jón Ásgeir: Pungspark frá Landsbankanum „Þetta var eina leiðin fyrir okkur til að verja hagsmuni fyrirtækja okkar og annarra lánadrottna. Landsbankinn gaf okkur ekki annan kost,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs, um ástæður þess að félagið hefur farið fram á greiðslustöðvun. 4.2.2009 10:13
Mikil óvissa um eignir Baugs í Bretlandi og Danmörku Beiðni Baugs um greiðslustöðvun hefur vakið mikla athygli í breskum og dönskum fjölmiðlum og greina helstu blöð þessara landa frá málinu á vefsíðum sínum. Þar er m.a. tekið fram að mikil óvssa ríki nú um eignir Baugs í þessum löndum. 4.2.2009 10:06
ILVA í Danmörku og Svíþjóð selt til IDdesign Lagerinn, sem m.a. rekur verslanir Rúmfatalagersins á Íslandi, hefur gert samning um sölu á húsgagnaverslununum ILVA í Danmörku og Svíþjóð til danska félagsins IDdesign. 4.2.2009 09:38
Baugur óskar eftir greiðslustöðvun Baugur Group hf. og nokkur dótturfélög þess fóru fram á það við Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun að félögunum yrði veitt heimild til greiðslustöðvunar. 4.2.2009 09:35
"Viðvörunarljósin gegn ESB-aðild Íslands loga skært" „Viðvörunarljósin gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu loga skært. Ímyndið ykkur stöðu ykkar innan ESB ef sambandið ákvæði einn daginn að nýta fiskistofnana ykkar í þágu aðildarríkjanna allra," segir Daniel Hannan, þingmaður breska Íhaldsflokksins á Evrópuþinginu, í samtali við Útveginn. 4.2.2009 09:28
Vöruskiptin í jafnvægi í janúar Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir janúar 2009 nam útflutningur 33,6 milljörðum króna og innflutningur 33,3 milljörðum króna. 4.2.2009 09:23
Kaupþing flutti 90 milljarða kr. frá Mön til London fyrir hrunið Forstjóri fjármálaeftirlitsins á Mön segir að skömmu fyrir hrun íslensku bankanna hafi Kaupþing flutt 550 milljónir punda eða rúmlega 90 milljarða kr.úr útibúi sínu á eyjunni og yfir til London. Þetta gerðist skömmu fyrir hrun íslensku bankanna og frystingu eigna þeirra á Bretlandi í kjölfarið. 4.2.2009 08:57
Óska tilboða í Actavis Eignarhaldsfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, Novator, hefur óskað eftir tilboðum í lyfjafyrirtækið Actavis. Bloomberg-fréttavefurinn greinir frá þessu og segir kaupverðið geta orðið allt að sex milljarða evra en skuldir fyrirtækisins séu fimm milljarðar evra. Novator óskar að sögn Bloomberg eftir því að tilboð berist í þessum mánuði. 4.2.2009 08:30