Viðskipti innlent

Baugur óskar eftir greiðslustöðvun

Höfuðstöðvar Baugs eru á Túngötu í Reykjavík.
Höfuðstöðvar Baugs eru á Túngötu í Reykjavík. MYND/GVA

Baugur Group hf. og nokkur dótturfélög þess fóru fram á það við Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun að félögunum yrði veitt heimild til greiðslustöðvunar.

„Þetta er gert til að vernda eignir fyrirtækjanna sem og allra lánardrottna þeirra. Stjórn Baugs ákvað samhljóða að fara þessa leið í kjölfar ákvörðunar Landsbankans í gær að hætta viðræðum um mögulega endurskipulagningu Baugs," segir í tilkynningu frá Baugi.

Á meðal dótturfélaga Baugs sem einnig hafa óskað eftir greiðslustöðvun er BG Holding ehf.















Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×