Viðskipti innlent

Alveg gáttaður á ummælum Jóns Ásgeirs um aðkomu Davíðs

"Ég er eiginlega alveg gáttaður á þessum orðum Jóns Ásgeirs enda eru þau fjarstæða," segir Lárus Finnbogasonm formaður skilanefndar Landsbankans um þau ummæli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar um að greiðslustöðvun Baugs sé runnin undan rifjum Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra.

Jón Ásgeir lét þessi ummæli falla í samtali við fréttastofu RUV fyrr í dag. Sagði þar að Davíð hefði sett það skilyrði fyrir brottför sinni úr Seðlabankanum að Baugur yrði settur í þrot.

Lárus Finnbogason segir að hann skilji ekki hvernig menn geti haft hugmyndarflug til að setja svona nokkuð fram opinberlega.

"Staðreyndin er að ég hef aldrei rætt við Davíð Oddson, hvorki um þetta eða önnur mál," segir Lárus.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×