Jón Ásgeir: Pungspark frá Landsbankanum 4. febrúar 2009 10:13 Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs. „Þetta var eina leiðin fyrir okkur til að verja hagsmuni fyrirtækja okkar og annarra lánadrottna. Landsbankinn gaf okkur ekki annan kost," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs, um ástæður þess að félagið hefur farið fram á greiðslustöðvun. „Þetta er pungspark frá Landsbankanum sem hefur það í för með sér að Bretar munu eignast nokkur af bestu fyrirtækjum í eigu Íslendinga á spottprís. Á meðan við ætlum að borga Icesave upp í topp þá gefum við á sama tíma Bretum fyrirtækin okkar. Ég er viss um að Philip Green dansar stríðsdans í stofunni heima hjá sér núna því hann á eftir að eignast stóran hluta af fyrirtækjum okkar nær ókeypis," segir Jón Ásgeir í samtali við Vísi. Aðspurður hvort hann viti hver ástæða Landsbankans fyrir þessum aðgerðum sé svarar hann: „Þú verður að spyrja skilanefnd Sjálfstæðisflokksins að því." Spurður nánar út í það segir Jón það varla tilviljun að þetta komi á sama tíma og Davíð Oddssyni sé sagt upp í Seðlabankanum. Hann segir að forstjórar fyrirtækja í eigu Baugs í Bretlandi hafi haft samband við sig furðu lostnir og spurt hvað væri eiginlega að gerast. Aðspurður um framtíð Baugs segir Jón Ásgeir að nú muni menn leita allra leiða til að bjarga því sem bjargað verður. „Það kemur síðan í ljós hvað verður í framhaldinu," segir Jón Ásgeir. Jón Ásgeir segir að þessi aðgerð muni ekki hafa nein áhrif á rekstur Haga eða 365 þar sem þau séu ekki í eigu Baugs heldur í eigu Gaums og fjölskyldu hans. Tengdar fréttir Einnig farið fram á greiðslustöðvun Baugs í Englandi Skilanefnd Landsbanka Íslands hf. lagði í gær fram beiðni um greiðslustöðvun BG Holding ehf. fyrir enskan dómstól. BG Holding ehf. er dótturfélag Baugs Group hf. og meginstarfsemi þess er tengd fjárfestingum Baugs Group hf. í Bretlandi. Meðal fjárfestinga BG Holding ehf. eru matvöruverslanirnar Iceland Foods, verslunarmiðstöðvar House of Fraser og leikfangaverslanir Hamleys. 4. febrúar 2009 10:29 Baugur óskar eftir greiðslustöðvun Baugur Group hf. og nokkur dótturfélög þess fóru fram á það við Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun að félögunum yrði veitt heimild til greiðslustöðvunar. 4. febrúar 2009 09:35 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Sjá meira
„Þetta var eina leiðin fyrir okkur til að verja hagsmuni fyrirtækja okkar og annarra lánadrottna. Landsbankinn gaf okkur ekki annan kost," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs, um ástæður þess að félagið hefur farið fram á greiðslustöðvun. „Þetta er pungspark frá Landsbankanum sem hefur það í för með sér að Bretar munu eignast nokkur af bestu fyrirtækjum í eigu Íslendinga á spottprís. Á meðan við ætlum að borga Icesave upp í topp þá gefum við á sama tíma Bretum fyrirtækin okkar. Ég er viss um að Philip Green dansar stríðsdans í stofunni heima hjá sér núna því hann á eftir að eignast stóran hluta af fyrirtækjum okkar nær ókeypis," segir Jón Ásgeir í samtali við Vísi. Aðspurður hvort hann viti hver ástæða Landsbankans fyrir þessum aðgerðum sé svarar hann: „Þú verður að spyrja skilanefnd Sjálfstæðisflokksins að því." Spurður nánar út í það segir Jón það varla tilviljun að þetta komi á sama tíma og Davíð Oddssyni sé sagt upp í Seðlabankanum. Hann segir að forstjórar fyrirtækja í eigu Baugs í Bretlandi hafi haft samband við sig furðu lostnir og spurt hvað væri eiginlega að gerast. Aðspurður um framtíð Baugs segir Jón Ásgeir að nú muni menn leita allra leiða til að bjarga því sem bjargað verður. „Það kemur síðan í ljós hvað verður í framhaldinu," segir Jón Ásgeir. Jón Ásgeir segir að þessi aðgerð muni ekki hafa nein áhrif á rekstur Haga eða 365 þar sem þau séu ekki í eigu Baugs heldur í eigu Gaums og fjölskyldu hans.
Tengdar fréttir Einnig farið fram á greiðslustöðvun Baugs í Englandi Skilanefnd Landsbanka Íslands hf. lagði í gær fram beiðni um greiðslustöðvun BG Holding ehf. fyrir enskan dómstól. BG Holding ehf. er dótturfélag Baugs Group hf. og meginstarfsemi þess er tengd fjárfestingum Baugs Group hf. í Bretlandi. Meðal fjárfestinga BG Holding ehf. eru matvöruverslanirnar Iceland Foods, verslunarmiðstöðvar House of Fraser og leikfangaverslanir Hamleys. 4. febrúar 2009 10:29 Baugur óskar eftir greiðslustöðvun Baugur Group hf. og nokkur dótturfélög þess fóru fram á það við Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun að félögunum yrði veitt heimild til greiðslustöðvunar. 4. febrúar 2009 09:35 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Sjá meira
Einnig farið fram á greiðslustöðvun Baugs í Englandi Skilanefnd Landsbanka Íslands hf. lagði í gær fram beiðni um greiðslustöðvun BG Holding ehf. fyrir enskan dómstól. BG Holding ehf. er dótturfélag Baugs Group hf. og meginstarfsemi þess er tengd fjárfestingum Baugs Group hf. í Bretlandi. Meðal fjárfestinga BG Holding ehf. eru matvöruverslanirnar Iceland Foods, verslunarmiðstöðvar House of Fraser og leikfangaverslanir Hamleys. 4. febrúar 2009 10:29
Baugur óskar eftir greiðslustöðvun Baugur Group hf. og nokkur dótturfélög þess fóru fram á það við Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun að félögunum yrði veitt heimild til greiðslustöðvunar. 4. febrúar 2009 09:35
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent