Viðskipti innlent

Héraðsdómur tekur ósk Baugs fyrir á morgun

Héraðsdómur Reykjavíkur mun á morgun taka fyrir ósk Baugs Group og nokkurra dótturfélaga þess að þeim verði veitt heimild til greiðslustöðvunar.

Baugur óskaði eftir heimildinni við héraðsdóm í gærmorgun en samkvæmt upplýsingum frá dómnum mun málið verða tekið fyrir á morgun.

Í tilkynningu frá Baugi frá því í gær segir að óskað hafi verið eftir greiðslustöðvuninni til að vernda eignir fyrirtækjanna sem og allra lánardrottna þeirra.

Á meðal dótturfélaga Baugs sem einnig hafa óskað eftir greiðslustöðvun er BG Holding ehf. en Landsbankinn óskaði eftir því í gær fyrir breskum dómstólum að BG Holding yrði veitt heimild til greiðslustöðvunar þar í landi.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×