Fleiri fréttir

Árangurslítill fundur í Alpabænum

Fimm daga ársfundi Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) í Alpabænum Davos í Sviss lauk á sunnudag. Fundurinn var með rólegra móti en fyrri ár og eru menn nokkuð sammála um að yfirskrift hans hafi ekki verið í neinu samræmi við innihaldið. Hún var: Uppbygging í kjölfar kreppu.

Þungt fram undan á fjármálamörkuðum

„Við verðum að vera vakandi fyrir því að hagvísar til næstu fjögurra mánaða eru mjög neikvæðir víða um heim,“ segir Robert Parker, varastjórnarformaður og stofnandi eignastýringarsviðs alþjóðalega risabankans Credit Suisse, í samtali við Markaðinn. Hann var staddur hér á landi í síðustu viku og fór yfir möguleikana fram undan með fagfjárfestum.

Fundið fé í útflutningi gamalla trukka

Útflutningur notaðra vinnuvéla hefur stóraukist vegna veikingar krónunnar. Gamlir trukkar sem áður fengust fyrir þrjú til fjögur hundruð þúsund krónur hafa síðan í haust skilað eigendum sínum nú sex til átta hundruð þúsund krónum í söluhagnað.

Álveislunni lokið

Rússneski olígarkinn Oleg Deripaska, ríkasti maður landsins, sem jafnframt er forstjóri og stærsti hluthafi álrisans Rusal, sagði á ársfundinum um helgina uppsveiflu í álgeiranum lokið í bili.

Styrking krónu ólíkleg

Til skemmri tíma litið er styrking krónunnar ólíkleg að mati Sven Schubert, greinanda Credit Suisse. Krónunni sé fremur hætt við veikingu. Í greiningu sem bankinn birti í gær er landinu þó talið til tekna að hér hafi orðið stjórnarskipti og að skipta eigi um stjórn í Fjármálaeftirlitinu. Eru

Fleiri strandhögg hjá Icelandic Glacial

Icelandic Water Holdings hefur gert samning um dreifingu og sölu á átöppuðu vatni úr Ölfusinu undir merkjum Icelandic Glacial við The Pantry, móðurfélag fjölmargra smávöruverslana í SA-hluta Bandaríkjanna. Undir móðurfélagið, sem er það þriðja umsvifamesta vestanhafs, heyra

FT bjartsýnt fyrir Íslands hönd

Bjartsýni gætir fyrir Íslands hönd í leiðara breska blaðsins Financial Times í dag. Þar er talið að framtíð Íslendinga liggi í Evrópusambandinu eða í myntsamstarfi við einhverja af hinum norrænu þjóðunum.

Treysti ekki Kaupþingsmönnum

Fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander fullyrti við breska fjármálaeftirlitið að stjórnendur Kaupþings væru ekki hæfir til að reka banka í Bretlandi. Fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings segir ummælin höfð eftir manni sem sé bitur eftir brottrekstur.

Kröfur í þrotabú Nyhedsavisen 1,5 milljarður kr.

Kröfur í þrotabú Nyhedsavisen nema nú 77 milljónum danskra kr. eða rúmlega 1,5 milljörðum kr. og ekki eru öll kurl komin til grafar. Á móti nema eignir þrotabúsins 4,3 milljónum danskra kr. eða tæplega 90 milljónum kr.

FME gerði athugasemdir við eignastýringu VBS

Fjármálaeftirlitið (FME) gerði athugasemdir við ófullnægjandi upplýsingar VBS Fjárfestingarbanka (VBS) til viðskiptavina um áhættu tengda einstökum fjármálagerningum.

Fréttaskýring: Norska krónan, kostir og gallar

Yfirlýsingar tveggja formanna norsku stjórnarflokkanna um að þær séu opnir fyrir því að koma á fót myntsambandi við Ísland hafa vakið mikla athygli ekki hvað síst í Noregi. En hverjir væru kostir og gallar slíks samstarfs fyrir Íslendinga?

Íbúðaverð á Vesturlandi hefur fimmfaldast frá 1990

Samkvæmt gögnum Fasteignaskrár Íslands um þróun íbúðaverðs eftir landshlutum frá árinu 1990 hefur íbúðaverð hækkað mest á Vesturlandi undanfarin 18 ár en þar hefur íbúðaverð tæplega fimmfaldast frá árinu 1990 sé miðað við meðalkaupverð á fermetra.

Búið að tryggja fjárhag Whistles

Búið er að tryggja fjárhag Whistles verslunarkeðjunnar í Bretlandi en óvissa ríkti um framtí'ð keðjunnar í framhaldi af hruni Glitnis s.l. haust. Glitnir var helsti viðskiptabanki Whistles.

Halvorsen opin fyrir myntsamstarfi Noregs og Íslands

Kristin Halvorsen fjármálaráðherra Noregs er opin fyrir myntsamstarfi milli Noregs og Íslands. Þetta kemur fram á vefsíðunni e24.no í dag. Segir Halvorsen í tölvupósti til síðunnar að hún muni ræða málið við Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra Íslands.

FME byggði upplýsingagjöf um bankana á staðreyndum

Fjármálaeftirlitið (FME) lagði sig fram við að sinna upplýsingabeiðnum til erlendra aðila um íslenska bankakerfið og veita þær upplýsingar sem hægt var innan ramma laga og var lögð áhersla á að setja fram staðreyndir. Hafi upplýsingarnar byggt á tölulegum staðreyndum hverju sinni.

Gengi Century Aluminum hækkar í byrjun dags

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hefur hækkað um 4,43 í einum viðskiptum í Kauphöllinni eftir viðvarandi lækkun síðustu daga. Þá hefur gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri hækkað um 2,11 prósent.

Baugur ætlar að halda í breskar eignir sínar

Baugur ætlar að halda í breskar eignir sínar þrátt fyrir að hafa sagt upp helmingi starfsmanna sinna á skrifstofunni í London samkvæmt frétt um málið í blaðinu Guardian í dag.

Macy´s boðar 7.000 uppsagnir

Bandaríska verslunarkeðjan Macy´s tilkynnti í gær að 7.000 uppsagnir væru yfirvofandi þar á bæ eftir að spár um stórlækkaðar tekjur á yfirstandandi fjárhagsári litu dagsins ljós.

Hækkun á Asíumörkuðum

Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í verði í morgun og leiddu bréf banka og hátæknifyrirtækja hækkunina. Hana má að einhverju leyti rekja til hertra aðgerða stjórnvalda í Ástralíu og Japan í átt að því að draga úr áhrifum efnahagslægðarinnar, til dæmis lækkaði seðlabanki Ástralíu stýrivexti í landinu og hafa þeir ekki verið lægri í rúma fjóra áratugi.

Enn lækkar Century Aluminum

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, féll um 6,9 prósent í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Straumi, sem féll um 3,57 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa í Bakkavör um 1,08 prósent, Össurar um 0,63 prósent, Færeyjabanka um 0,43 prósent og Marel Food Systems um 0,31 prósent.

Kínverjar vilja legga 15 milljarða dollara í Rio Tinto

Kínverjar hafa áhuga á að leggja 15 milljarða dollara, eða um 1.800 milljarða kr. í námurisann Rio Tinto sem m.a. rekur álverið í Straumsvík. Þessi fjármagnsinnspýting yrði í formi hlutabréfakaupa á mörkuðunum í London og Sidney.

Verð á þorski til eigin vinnslu lækkar um 10%

Á fundi Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna í dag, 2. febrúar, var ákveðið að lækka verð á slægðum og óslægðum þorski, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila, um 10%.

Woolworths vakin upp frá dauða sem netverslun

Verslunarkeðjan Woolworths sem varð gjaldþrota í lok síðasta árs verður vakin upp frá dauða sem netverslun. Baugur átti hlut í Woolworths er keðjan varð gjaldþrota en síðustu af 807 verslunum keðjunnar voru seldar í síðasta mánuði.

ÍLS fær heimild til að lána til leiguíbúða

Félags- og tryggingamálaráðherra hefur sett tvær reglugerðir um starfsemi Íbúðalánasjóðs. Helstu nýmæli felast í nýjum lánaflokki sem heimilar lánveitingar til endurbóta og viðhalds á leiguíbúðum, rýmri heimildum til að veita fötluðum einstaklingum aukalán vegna sérþarfa og heimild til veðlánaflutninga milli leiguíbúða sem eru í eigu sama lántakenda.

Century Aluminum fellur um rúm sjö prósent

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hefur fallið um 7,34 prósent í dag, bréf Straums lækkað um 1,79 prósent og bréf Bakkavarar um 0,54 prósent. Önnur hreyfing er ekki á hlutabréfamarkaði á fyrsta stundarfjórðunginum.

Metmánuður á Akranesi hjá Íslandsmarkaði

Í janúarmánuði var landað á Íslandsmarkað á Akranesi samtals 420 tonnum af bolfiski sem var boðið upp fyrir rúmar 90 milljónir króna. Þetta er met hjá markaðinum í einum mánuði.

Von Habsburg styrkir íslenskt listalíf um 100 milljónir kr.

Listaverkasafnarinn Francesca von Habsburg mun selja 30 af listaverkum sínum á uppboði í London daganna 12. og 13. febrúar. Söluandvirðið sem er áætlað yfir 100 milljónir kr. ætlar von Habsburg að nota til að styrkja íslenska nútímalist.

Nokia hótar að yfirgefa Finnland

Nokia, stærsti framleiðandi heimsins á farsímum, hótar því nú að flytja alla starfsemi sína frá Finnlandi. Þetta er sökum þess að stjórnvöld í Finnlandi hika nú við að samþykkja löggjöf sem gefur atvinnurekendum aðgang að tölvupóstum starfsmanna sinna.

Lækkun á Asíumörkuðum í morgun

Hlutabréf á Asíumörkuðum lækkuðu í verði í morgun og gætti þeirrar lækkunar mest hjá fjármála- og hátæknifyrirtækjum.

Rúm tíu prósent bandarískra bílaumboða gætu lokað

Meira en tíundi hluti bandarískra bílaumboða gæti þurft að leggja niður alla starfsemi og loka dyrunum á þessu ári ef fer sem horfir. Þetta kom fram á ráðstefnu þarlendra bílasala sem nýlega var haldin í New Orleans.

Ætla að skipta um yfirstjórn seðlabankans

Í verkefnalista nýrrar ríkisstjórnar kemur fram að skipt verði um yfirstjórn Seðlabanka Íslands og lögum um Seðlabankann breytt þannig að skipaður verði einn seðlabankastjóri sem ráðinn verður á faglegum forsendum.

Sjá næstu 50 fréttir