Viðskipti innlent

Einnig farið fram á greiðslustöðvun Baugs í Englandi

Meðal fjárfestinga BG Holding ehf. eru matvöruverslanirnar Iceland Foods, verslunarmiðstöðvar House of Fraser og leikfangaverslanir Hamleys.
Meðal fjárfestinga BG Holding ehf. eru matvöruverslanirnar Iceland Foods, verslunarmiðstöðvar House of Fraser og leikfangaverslanir Hamleys.
Skilanefnd Landsbanka Íslands hf. lagði í gær fram beiðni um greiðslustöðvun BG Holding ehf. fyrir enskan dómstól. BG Holding ehf. er dótturfélag Baugs Group hf. og meginstarfsemi þess er tengd fjárfestingum Baugs Group hf. í Bretlandi. Meðal fjárfestinga BG Holding ehf. eru matvöruverslanirnar Iceland Foods, verslunarmiðstöðvar House of Fraser og leikfangaverslanir Hamleys.

Skilanefnd Landsbanka Íslands hf., sem er stærsti kröfuhafi BG Holding ehf., og Baugur hafa um nokkra hríð leitað leiða til lausnar þeim fjárhagsvanda sem steðjar að BG Holding ehf, að fram kemur í tilkynningu skilanefndarinnar. Í þeim viðræðum naut skilanefndin aðstoðar PricewaterhouseCoopers í Bretlandi, og lögfræðistofunnar SJ Berwin sem skilanefndin réð til verksins.

,,Það var álit ráðgjafa skilanefndarinnar að hagsmunir framangreindra félaga BG Holding ehf. og kröfuhafa Landsbanka Íslands hf væru best tryggðir með því að fara þá leið að leggja fram beiðni um greiðslustöðvun BG Holding ehf. fyrir enskan dómstól," segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Jón Ásgeir: Pungspark frá Landsbankanum

„Þetta var eina leiðin fyrir okkur til að verja hagsmuni fyrirtækja okkar og annarra lánadrottna. Landsbankinn gaf okkur ekki annan kost,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs, um ástæður þess að félagið hefur farið fram á greiðslustöðvun.

Baugur óskar eftir greiðslustöðvun

Baugur Group hf. og nokkur dótturfélög þess fóru fram á það við Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun að félögunum yrði veitt heimild til greiðslustöðvunar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×