Fleiri fréttir

Fjárfestar bjartsýnni á afkomu fjármálafyrirtækja

Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag í kjölfar nokkurra sveiflna þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi aukist vestra á milli mánaða í nóvember. Atvinnuleysi er komið í 6,7 prósent, sem er rétt undir svörtustu spám.

Árni er kominn í fyrsta sætið sem versti bankamaður heimsins

Árni Mathiesen fjármálaráðherra er kominn í fyrsta sætið í netkosningu The Huffington Post um hv er sé versti bankamaður heimsins. Fór Árni frammúr Alan Greenspan fyrrverandi seðlabankastjóra Bandaríkjanna núna síðdegis í dag.

Nýja Kaupþing verður viðskiptavaki Straums

Straumur hefur samið við Nýja Kaupþing um viðskiptavaka með hlutabréf í Straumi fyrir eigin reikning Nýja Kaupþings. Kaupþing Banki hf., Landsbanki Íslands hf. og Glitnir hf. hafa sagt upp viðskiptavakasamningum sínum við Straum.

FIH blandast inn í stærsta fjármálahneyksli Danmerkur

FIH bankinn, sem nú er í eigu íslenska ríkisins, blandast inn í stærsta fjármálahneyksli Danmerkur í ár, IT Factory málið. Bankinn er með veð í eignum JMI Invest sem aftur var stærsti eigandi IT Factory sem nú er gjaldþrota.

Gengið hefur styrkst um yfir 10% í dag

Gengi krónunnar heldur áfram að styrkjast og það sem af er degi hefur gengisvísitalan lækkað um 10,7%. Stendur vísitalan nú í tæpum 205 stigum.

Bilun olli rangt skráðu gengi hjá Byr

Vegna bilunar í kerfum Reuters í Bretlandi var gengi gjaldmiðla ranglega skráð á vef Byrs sparisjóðs. Sú misskráning átti einnig við vefi annarra sparisjóða í landinu.

Straumur slapp fyrir horn

Straumur hefur í dag lokið fjármögnun á 133 milljónum evra. eða 21 milljarði íslenskra króna. Fjármögnunin bætir lausafjárstöðu bankans og verður nýtt til að endurgreiða sambankalán að upphæð 200 milljónir evra sem gjaldfellur á þriðjudag í næstu viku.

Nokkuð dregur úr viðskiptahallanum

Samkvæmt nýbirtum tölum Seðlabankans var viðskiptajöfnuður á 3. ársfjórðungi neikvæður um 109,6 milljarða kr. Er það nokkru minni halli en á öðrum fjórðungi ársins, en þá mældist viðskiptahallinn 128 milljarða kr., sem er mesti viðskiptahalli í einum fjórðungi frá því Seðlabankinn hóf að taka saman ársfjórðungslegar greiðslujafnaðartölur árið 1990.

Svíar dæla milljörðum í atvinnulífið

Sænska ríkið ætla að dæla 8,3 milljörðum sænskra króna, jafnvirði nærri hundrað tuttugu og fimm milljörðum íslenskra króna, inn í sænskt atvinnulíf til að milda áhrif efnhagskreppunar á fyrirtæki og fjölskyldur. Þetta var tilkynnt í morgun.

Enginn banki með sama gengið á evrunni

Þegar farið er inn á heimasíður bankanna kemur í ljós að enginn þeirra er með sama gengi á evrunni. Munar allt að rúmum 12 kr. á genginu.

Icelandair minnkar hlut sinn í Travel Service

Icelandair Group hefur undirritað samkomulag um hlutafjárviðskipti við meðeigendur sína að flugfélaginu Travel Service í Tékklandi, sem felst í því að eignarhlutur Icelandair Group í Travel Service minnkar úr 80% í 66% af hlutafé félagsins.

Bakkavör hækkar - annað á niðurleið

Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur hækkað um 3,74 prósent í Kauphöllinni það sem af er dags. Gengi bréfanna hefur rokið upp síðasta mánuðinn, eða um 80 prósent.

Árni kominn í annað sætið yfir versta bankamann heimsins

Árni Mathiesen fjármálaráðherra er nú kominn í annað sætið í netkosningunni um versta bankamann heimsins. Hefur Árni hlotið 17% atkvæða en Alan Greenspan fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna er í fyrsta sæti með rúmlega 23% atkvæða.

Dollarinn kominn undir 130 krónur

Gengisvísitala krónunnar hefur styrkst um fimm prósent á gjaldeyrismarkaði í morgun og stendur hún í 218 stigum. Þessu samkvæmt hefur gengið styrkst um þrettán prósent frá því krónunni var fleytt í gær.

FME sektar Eimskip um 20 milljónir kr. vegna Innovate

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur gert Eimskip að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð 20 milljónir króna. Sektina fær félagið vegna frestunar á birtingu innherjaupplýsinga vegna fjárhagserfiðleika Innovate Holdings Ltd, dótturfélags Eimskips í Bretlandi síðastliðið vor.

Bakkabræður skutla Kvakki inn í Exista fyrir 50 milljarða kr.

Stjórn Exista hf. samþykkti á fundi sínum í gær að hefja viðræður við einkahlutafélag í eigu Ágústs Guðmundssonar og Lýðs Guðmundssonar um kaup Exista á öllu hlutafé í Kvakki ehf. og í framhaldi af því að nýta heimild hluthafafundar Exista frá 30. október sl. um að auka hlutafé í félaginu um 50 milljarða hluta til greiðslu fyrir hluti í Kvakki ehf.

Fiskur og ál falla í verði

Aðalútflutningsvörur okkar, fiskur og ál, hríðfalla í verði í erlendum gjaldeyri talið. Tonnið af áli hefur lækkað úr þrjú þúsund og fjögur hundruð dollurum í sumar niður í rúma sextán hundruð dollara núna.

Gríðarleg aukning innlána hjá Byr

Ragnar Z. Guðjónsson forstjóri Byr segir bankann hafa fundið fyrir gríðarlegri aukningu á innlánum eftir hrun stóru viðskiptabankanna þriggja. Hann vill ekki gefa upp neina tölu í því sambandi en segir mikið af nýjum viðskiptavinum hafa komið til Byr undanfarið.

Líkur á auknu atvinnuleysi í Bandaríkjunum

Eftir tiltölulega rólegan dag á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag tók gengið dýfu skömmu fyrir lokun viðskipta. Tölur um atvinnuleysi vestra í síðasta mánuði verða birtar á morgun og skýrir það dýfuna að mestu.

Exista stefnir á Íslandsmet í tapi

Tap Exista á árinu 2008 gæti orðið allt að 400 milljarðar króna. Það væri nýtt Íslandsmet en fyrra met á FL sem í fyrra tapaði 67 milljörðum króna.

Krónan styrktist um tæp fjögur prósent

Gengi krónunnar styrktist um tæp 3,9 prósent á gjaldeyrismarkaði í dag og endaði gengisvísitalan í 239,94 stigum. Þegar mest lét styrkist hún um rúm sex prósent.

Atorka rauk upp í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Atorku rauk upp um 30,9 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er langmesta hækkun dagsins. Hafa ber í huga að aðeins þrjú viðskipti upp á rúmar 203 þúsund krónur standa á bak við stökkið.

Íslenskt brennivín lækkar í verði

Íslenskt brennivín hefur nú lækkað um rúm 6% að meðaltali í verslunum ÁTVR. Þessi lækkun ætti að koma sér vel fyrir skötuveislurnar í desember, enda er skatan vandétin ef ekki fylgir brennivín.

Krónan styrktist um tæp 6%

Óhætt er að segja að hið takmarkaða flot á krónunni í dag hafi tekist vel. Nú klukkan þrjú hefur krónan styrkst um tæp 6% frá í morgun og sendur gengisvísitalan í 234 stigum.

Íslenskar fjölskyldur á framfæri Hjálpræðishersins á Fjóni

Á milli 15 og 20 íslenskar fjölskyldur sem búsettar eru í Óðinsvéum á Fjóni hafa fengið aðstoð frá Hjálpræðishernum í borginni. Samkvæmt frásögn af málinu í blaðinu Fyens Stiftstidende hafa þessar fjölskyldur lent í fjárhagserfiðleikum vegna bankahrunsins á Íslandi.

Moody´s lækkar lánshæfi ríkissjóðs

Matsfyrirtækið Moody's lækkaði í dag lánshæfiseinkunnir Ríkissjóðs Íslands fyrir erlendar og innlendar skuldbindingar í Baa1 úr A1. Horfur eru neikvæðar.

SpKef, Byr og SPRON vilja sameinast

Stjórnir Sparisjóðsins í Keflavík, Byrs sparisjóðs og SPRON hafa undirritað viljayfirlýsingu þess efnis að hefja undirbúning og vinnu sem miðar að því að sameina sparisjóðina.

Evrópski seðlabankinn lækkar stýrivexti

Evrópski seðlabankinn hefur fetað í fótspor seðlabanka Englands og Svíþjóðar og lækkað stýrivexti. Vextirnir fara við þetta úr 3,25 prósentum í 2,5 prósent.

Breskir stýrivextir ekki lægri í 314 ár

Englandsbanki lækkaði stýrivexti sína um 100 punkta og fara vextirnir við það úr þremur prósentum í tvö. Þeir voru síðast lækkaðir svo mikið í einu skrefi árið 1939, eða um svipað leyti og seinni heimsstyrjöldin skall á.

Laun hækkuðu um 2,2% frá fyrri ársfjórðungi

Laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu um 1,1% að meðaltali á þriðja ársfjórðungi 2008 og laun opinberra starfsmanna hækkuðu um 4,8%. Þetta þýðir hækkun launavísitölu um 2,2% á þessum tíma. Frá fyrra ári hækkuðu laun um 9,4%, þar af um 8,9% á almennum vinnumarkaði og um 10,7% hjá opinberum starfsmönnum.

Velkomin til Austur-Þýskalands

Gengi krónunnar hefur styrkst um 0,18 prósent frá því hún var sett á flot í morgun og hangir gengisvísitalan við 250 stigin. Skilaskylda setur mark sitt á viðskipti með krónuna, sem eru aðeins brot af því sem var fyrir bankahrunið.

Sjá næstu 50 fréttir