Viðskipti erlent

Fjárfestar bjartsýnni á afkomu fjármálafyrirtækja

Miðlarar taka við pöntunum frá fjárfestum á hlutabréfamarkaði á Wall Street í Bandaríkjunum.
Miðlarar taka við pöntunum frá fjárfestum á hlutabréfamarkaði á Wall Street í Bandaríkjunum. Mynd/AP

Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag í kjölfar nokkurra sveiflna þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi aukist vestra á milli mánaða í nóvember. Atvinnuleysi er komið í 6,7 prósent, sem er rétt undir svörtustu spám.

Atvinnuleysi jókst í flestum geirum, að sögn Associated Press-fréttastofunnar.

Dagurinn byrjaði reyndar ekki efnilega og var almennt reiknað með áframhaldandi lækkun. Þegar á leið snerist þróunin yfir í hægfara uppsveiflu, ekki síst eftir að fjármálafyrirtækið Hartford Financial Services Group sagðist í afkomuspá sinni reikna með öllu betra ári í bókum sínum en gert hafi verið ráð fyrir fram til þessa.

Associated Press hefur eftir Kim Caughey, greinanda hjá Fort Pitt Capital Group, að bjartsýni hafi aukist í röðum fjárfesta í kjölfarið og hafi þeir keypt hlutabréf í fjármála- og tryggingafyrirtækjum.

S&P 500-hlutabréfavísitalan hækkaði um 3,65 prósent, Dow Jones-vísitalan um 3,09 prósent og Nasdaq-tæknivísitalan um 4,4 prósent.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×