Fleiri fréttir Fréttaskýring: Hótun Davíðs loksins orðin opinber Hótun Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra í garð Geirs Haarde forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins er loksins orðin opinber. Davíð hótar Geir að kljúfa flokkinn ef Geir víkur honum úr sæti seðlabankastjóra. 4.12.2008 09:33 Hilco skipað til að reka bú The Pier eftir greiðslustöðvun Hilco, sem sérhæfir sig í að endurreisa fyrirtæki, hefur verið skipað til að reka áfram bú húsgagnakeðjunnar The Pier í Bretlandi eftir að Pier fór í greiðslustöðvun í gær. Pier er í eigu Lagersins sem er aftur í eigu Jákups Jacobsen, sem oftast er kenndur við Rúmfatalagerinn. 4.12.2008 09:17 Svíar lækka stýrivexti Sænski seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 175 punkta í dag og fara stýrivextir við það úr 3,75 prósentum í tvö. Þetta er langt umfram væntingar. Financial Times reiknar með hrinu stýrivaxtalækkana í Evrópu í dag. 4.12.2008 09:09 Davíð er mættur á fund viðskiptanefnar Davíð Oddsson seðlabankastjóri er mættur á fund viðskiptanefndar alþingis. Hann gekk þar inn nú skömmu fyrir klukkan níu í morgun. 4.12.2008 08:40 Heimsmarkaðsverð á olíu ekki verið lægra í fimm ár Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka og hefur nú ekki verið lægra í fimm ár. Verð á Norðursjávarolíunni er nú 44 dollarar fyrir tunnuna og WTI olían er komin undir 46 dollara tunnan. 4.12.2008 08:29 Veik króna hefur áhrif á vöruskiptin Vöruskipti við útlönd voru hagstæð um 2,4 milljarða króna í nóvember. 4.12.2008 06:00 Krónan á flot í bönkunum Krónan fer á flot í dag þegar hér hefst millibankamarkaður með hana á ný, samkvæmt nýjum reglum Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismarkað. 4.12.2008 06:00 Bandarískir bílaframleiðendur eygja von Gengi hlutabréfa hækkaði undir lok viðskiptadagsins í Bandaríkjunum en fjárfestar þykja bjartsýnir á að stjórnvöld vestra komi bílaframleiðendum til bjargar úr þeim fjárhagskröggum sem þeir sitja fastir í. Verði ekkert að gert hafa stjórnendur fyrirtækjanna lýst því yfir að fátt komi í veg fyrir að þau keyri í þrot á nýju ári. 3.12.2008 21:43 Einhver íslensku bankanna gæti orðið í eigu útlendinga Til greina kemur að einhver af íslensku bönkunum verði alfarið í eigu erlendra aðila að mati viðskiptaráðherra. Hann telur að mikill ávinningur geti orðið af því að þeir eignist hluti í bönkunum. 3.12.2008 19:00 Frjálsi Fjárfestingarbankinn þvingar fyrirtæki með myntkörfulán Frjálsi Fjárfestingarbankinn þvingar fyrirtæki sem eru í viðskiptum við bankann með myntkörfulán á gjalddaga, til að skuldbreyta lánunum í íslenskar krónur. Fréttastofu er kunnugt um á annan tug byggingaverktaka sem horfa fram á gjaldþrot vegna þessa. 3.12.2008 18:45 Sala á Kaupþing í Lúxemborg á vikvæmu stigi Unnt verður að greiða 112 til 150 milljarða króna til allra innlánseigenda Kaupþings í Lúxemborg, Belgíu og Sviss, náist samningar um sölu á bankanum. Viðræður standa yfir um söluna og eru sagðar á afar viðkvæmu stigi. 3.12.2008 18:30 Bakkavör toppaði daginn Gengi hlutabréfa í Bakkavör stökk upp um 17,15 prósent í 39 viðskiptum upp á 7,5 milljónir króna í Kauphöllinni í dag. Þetta er langmesta hækkun dagsins. 3.12.2008 16:34 Seðlabankinn setur krónuna á flot að nýju Seðlabanki Íslands mun setja krónuna á flot að nýju á morgun en þá hefst aftur millibankamarkaður með gjaldeyri hérlendis. 3.12.2008 16:25 Kynlíf eykst verulega í fjármálakreppunni Kynlífsiðkunn hefur aukist verulega í fjármálakreppunni undanfarna mánuði. Enda er það oftast ókeypis og verulega ánægjuleg afþreyjing. 3.12.2008 16:01 Færeyingar fá 3G þjónustu frá Vodafone 3G farsímaþjónusta er nú í fyrsta sinn í boði í Færeyjum, eftir að Vodafone Færeyjar (dótturfélag Vodafone á Íslandi) hóf að bjóða slíka þjónustu í upphafi vikunnar. Hefur málið vakið talsverða athygli færeyskra fjölmiðla. 3.12.2008 15:41 Markaðir á Wall Street opna í rauðu Markaðir á Wall Street opnuðu með rauðum tölum í dag eins og vænst var. Dow Jones vísitalan hefur lækkað um 1,1% í fyrstu viðskiptum og Nasdag um 1,2%. Þá hefur S&P vísitalan lækkað um 2%. 3.12.2008 15:37 Debenhams og M&S aftur komnar í skotgrafirnar í Bretlandi Ný orrusta um viðskiptavini í jólavertíðinni milli verslunarkeðjanna Debenhams og Marks & Spencer hófst í dag. Debenhams tilkynnti um 20% afslátt af vörum sínum næstu þrjá daga og búist er við svari frá M&S á morgun. Baugur á hlut í Debenhams gegnum Unity. 3.12.2008 14:55 Íslensku bankastjórarnir komu til greina sem þeir verstu Bankastjórar gömlu bankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, þóttu koma vel til greina í umfjöllun Newsweek tímaritsins um versta bankastjóra allra tíma. 3.12.2008 13:26 Össur hf. hlaut bandarísk verðlaun Össur hf. hlaut á dögunum Charles D. Siegal verðlaunin frá Ráðgjafamiðstöð um réttindi fatlaðra (The Disability Rights Legal Center) í Bandaríkjunum. 3.12.2008 12:43 Bein fjárfesting er heimil samkvæmt gjaldeyrisreglunum Bein fjárfesting fellur ekki undir reglur Seðlabankans um gjaldeyrismál nema að mjög takmörkuðu leyti. 3.12.2008 12:10 Hópuppsagnir í nóvember náðu til 560 manns Þrátt fyrir að mun minna hafa verið um hópuppsagnir í nóvember heldur en í október misstu engu að síður 560 manns vinnuna í nóvember í hópuppsögnum, en alls bárust Vinnumálastofnun 12 tilkynningar um hópuppsagnir í mánuðinum. 3.12.2008 11:05 Meðallaun starfsmanna RUV eru 500.000 kr. á mánuði Meðallaun starfsmanna RUV nema rétt tæpum 6 milljónum kr. á ári eða 500.000 kr. á mánuði. Meðallaun helstu stjórnenda RUV, að Páli Magnússyni útvarpsstjóra frátöldum eru 9,4 milljónir á ári eða tæplega 800.000 kr. á mánuði. 3.12.2008 10:43 Bakkavör hækkast mest í byrjun dags Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur hækkað um 3,21 prósent í Kauphöllinni í fjórum viðskiptum upp á 1,2 milljónir króna. Þetta er mesta og önnur hækkun dagsins en á hæla félagsins fylgir Færeyjabanki, sem hefur hækkað um 1,54 prósent. 3.12.2008 10:13 Aldrei færri nýskráningar á bílum, frá upphafi mælinga Nýskráningar bíla í nóvember voru 123 og hafa þær ekki verið færri frá árinu 1995 eða frá því Hagstofan hóf að taka þessar tölur saman mánaðarlega. Þetta kemur fram í Hagvísum hagstofunnar. 12.231 bíll var nýskráður Frá janúar til nóvember á þessu ári og er það 42,3 prósenta fækkun frá sama tímabili í fyrra. Síðastliðna tólf mánuði hafa nýskráningar dregist saman um 38,7 prósent. 3.12.2008 09:55 General Motors ætlar að segja upp 31.500 manns Bílaframleiðandinn General Motors (GM) hefur tilkynnt að fyrir dyrum standi að segja upp 31.500 starfsmönnum fyrirtækisins. Jafnframt hefur GM sagt bandarískum stjórnvöldum að ef fyrirtækið fái ekki 4 milljarða dollara aðstoð í hvínandi hvelli blasi ekkert annað en gjaldþrot við. 3.12.2008 09:38 Krefjast upplýsinga um peningamarkaðssjóði fyrir dómstólum Hópur fyrrum eigenda hlutdeildarskírteina í peningamarkaðssjóði Landsbankans krefst upplýsinga um fjárfestingar sjóðsins vegna þeirrar miklu skerðingar sem varð á eign þeirra þegar sjóðnum var slitið. 3.12.2008 09:22 Vöruskiptin áfram hagstæð Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir nóvember 2008 nam útflutningur 43,2 milljörðum króna og innflutningur 40,8 milljörðum króna. Vöruskiptin, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 2,4 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum. 3.12.2008 09:13 GM hættir framleiðslu Saab Saab er meðal þeirra bílategunda sem bandaríski bílarisinn General Motors hyggst hætta framleiðslu á haldi fyrirtækið á annað borð velli. 3.12.2008 08:56 Mörg góðgerðarsamtök í klemmu vegna hruns íslensku bankanna Tæplega 50 góðgerðarsamtök í Bretlandi eru í klemmu vegna hruns íslensku bankanna. Eitt þeirra, sjúkrahótelið Naomi House hefur þurft að leggja af heimahjúkrunarþjónustu við langveik og dauðvona börn vegna glataðra innistæðna hjá Singer & Friedlander banka Kaupþings í London. 3.12.2008 08:55 Jefferies Group í mál við Landsbankann hf. Fjármálafyrirtækið Jefferies Group hefur höfðað mál gegn Landsbankanum hf. fyrir dómstóli í London vegna vangoldinnar skuldar upp á 4,3 milljónir evra eða nær 800 milljóna kr.. 3.12.2008 08:26 Bréf hækka í Asíu Hlutabréf hækkuðu í verði á Asíumörkuðum í morgun og er það í fyrsta skipti í þessari viku sem það gerist. Skýringin er aðstoð seðlabanka nokkurra landa álfunnar við atvinnulífið, meðal annars í formi sveigjanlegri lánaskilyrða gagnvart viðskiptabönkum. 3.12.2008 07:21 Lífeyrissjóðir halda enn að sér höndum Verið er að yfirfara lífeyrisjóðalögin með tilliti til hugsanlegra breytingatillagna, að sögn Baldurs Guðlaugssonar, ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins. 3.12.2008 06:00 Bankaleynd er hluti af lýðræðinu Vandræði krónunnar tengjast trausti á stofnunum landsins, ekki myntinni einni. 3.12.2008 03:00 Leiðbeiningar í smíðum í ráðuneytinu „Þessi vinna er í gangi í ráðuneytinu. Leiðbeiningarnar og sú vinna sem liggur á bak við þær verða teknar til skoðunar,“ segir Böðvar Jónsson, aðstoðarmaður Árna Mathiesen fjármálaráðherra. 3.12.2008 00:01 Evruskráning tefst enn um sinn „Eins og reglur Seðlabankans um gjaldeyrisviðskipti eru núna þá eru þau hindrun fyrir skráningu hlutafjár í evrur," segir Einar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Verðbréfaskráningar Íslands. 3.12.2008 00:01 Fjármagnsflótti, flot og bankaleynd Íslenska krónan á sér formælendur fáa um þessar mundir eftir gríðarlegt gengisfall og setningu strangra fjármagnshafta henni til varnar. Það er því eðlilegt að nú sé hugað að því hvort heppilegt sé að landsmenn slái sína eigin mynt til framtíðar. Vandamálið í sinni einföldustu mynd er þó ekki krónan aðeins sjálf – þ.e. gengisáhætta. 3.12.2008 00:01 Hluthafar geta borið ábyrgð umfram hlutafé „Grundvallarregla hlutafélagalaganna er að hluthafar beri ekki ábyrgð á skuldbindingum félagsins. Ef félag verður gjaldþrota, þá geta kröfuhafar eingöngu leitað fullnustu í eigum félagsins. En í algjörum undantekningartilvikum, þá getur ábyrgð náð til hluthafa,“ segir Áslaug Björgvinsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hún flutti erindi um hluthafaábyrgð í háskólanum í gær. Þar fór hún meðal annars yfir tilvik og dóma þar sem hluthafar voru taldir bera ríkari ábyrgð en sem nemur meginreglu hlutafélagalaganna. Þetta á við í einkamálarétti, gagnvart kröfuhöfum við gjaldþrot hlutafélaga. Í þessu felst að sá sem á kröfu á hlutafélag getur átt á hættu að fá ekki kröfu greidda, verði félag gjaldþrota. 3.12.2008 00:01 Ráðherra orkumála? Tilkynning forsætisráðherra um tólf aðgerðir til að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja vakti nokkra athygli í gær. Glöggir menn tóku þó eftir litlu atriði í tilkynningunni, sem kann að boða mikil tíðindi. Þar kemur nefnilega fram að iðnaðar- og orkumálaráðherra hafi átt sæti í nefndinni sem mótaði tillögurnar. Hefur sá ráðherratitill ekki sést áður í opinberum tilkynningum og þykir benda til þeirra áherslna sem Össur Skarphéðinsson vill beita sér fyrir í ráðuneytinu. Hefði ekki mátt bæta við olíumálaráðherra? 3.12.2008 00:01 Óhagkvæmni eða spilling Hrun bankanna hefur í grundvallaratriðum breytt valdahlutföllum í íslensku viðskiptalífi. Ríkið á nú alla stóru bankana. Mörg fyrirtæki landsins skulda þessum ríkisbönkum meira en þau hafa burði til þess að borga. Ein stærsta ákvörðunin sem stjórnvöld standa frammi fyrir nú er hvaða leið þau ætla að velja til þess að taka á vanda skuldugra fyrirtækja. Hér þurfa stjórnvöld að hafa tvö markmið að leiðarljósi. Annars vegar er mikilvægt að þau leitist við að skapa skilyrði fyrir hámarks verðmætasköpun í hagkerfinu í framtíð. Hins vegar þurfa þau að leitast við að lágmarka spillingu. Það sem gerir þetta mál erfitt er að þessi tvö markmið stangast á að einhverju leyti. 3.12.2008 00:01 Stjörnuflug frá Lundúnum „Við tókum að markaðssetja okkur í Bretlandi fyrir rúmu ári,“ segir Gísli Reynisson, stjórnarformaður Nordic Partners. Félagið hefur í rúm þrjú ár starfrækt einkaþotuleiguna IceJet. 3.12.2008 00:01 Vill ekki gefa upp hverjir keyptu Viðskiptablaðið Haraldur Johannessen ritstjóri Viðskiptablaðsins vill að svo stöddu ekki gefa upp hverjir það eru sem standa að baki kaupum á Viðskiptablaðinu. Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum var það Útgáfufélagið Myllusetur ehf sem keypti Viðskiptablaðið en skráður eigandi þess er Haraldur. 2.12.2008 21:49 Stímfjárfestar tapa hundruðum milljóna Fjárfestarnir sem lögðu út í Stím ævintýrið hafa hver um sig tapað hundruðum milljóna króna. Hlutahafahópur Stíms samanstendur af þremur vestfirskum vinum, föður eins þeirra og þremur fjármálafyrirtækjum. 2.12.2008 18:45 SPRON uppfylllir ekki kröfur um eiginfjárhlutfall banka SPRON uppfyllir ekki lengur alþjóðlegar kröfur um eiginfjárhlutfall banka. Forstjóri SPRON segir unnið að endurskipulagningu í samstarfi við Fjármálaeftirlitið. 2.12.2008 18:30 Erlendir bankar vilja breyta skuldum í hlutafé hjá SPB Erlendir bankar sem eru lánadrottnar Sparisjóðabankans (SPB) hafa sýnt því töluverðan áhuga að skuldum þeirra verði að einhverju marki breytt í hlutafé í SPB. Nú er að störfum sérstakur stýrihópur á vegum erlendu bankanna þar sem þetta er m.a. til umræðu. 2.12.2008 15:02 Kauphöll breytir viðmiðum fyrir viðskiptarofa Viðmiðum fyrir viðskiptarofa í kauphöllinni hefur frá og með 2. desember 2008 verið breytt úr 10% í 15% fyrir hlutabréf félaga sem flokkast undir smáhluti og hluti sem lítill seljanleiki er með. 2.12.2008 14:50 Sjá næstu 50 fréttir
Fréttaskýring: Hótun Davíðs loksins orðin opinber Hótun Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra í garð Geirs Haarde forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins er loksins orðin opinber. Davíð hótar Geir að kljúfa flokkinn ef Geir víkur honum úr sæti seðlabankastjóra. 4.12.2008 09:33
Hilco skipað til að reka bú The Pier eftir greiðslustöðvun Hilco, sem sérhæfir sig í að endurreisa fyrirtæki, hefur verið skipað til að reka áfram bú húsgagnakeðjunnar The Pier í Bretlandi eftir að Pier fór í greiðslustöðvun í gær. Pier er í eigu Lagersins sem er aftur í eigu Jákups Jacobsen, sem oftast er kenndur við Rúmfatalagerinn. 4.12.2008 09:17
Svíar lækka stýrivexti Sænski seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 175 punkta í dag og fara stýrivextir við það úr 3,75 prósentum í tvö. Þetta er langt umfram væntingar. Financial Times reiknar með hrinu stýrivaxtalækkana í Evrópu í dag. 4.12.2008 09:09
Davíð er mættur á fund viðskiptanefnar Davíð Oddsson seðlabankastjóri er mættur á fund viðskiptanefndar alþingis. Hann gekk þar inn nú skömmu fyrir klukkan níu í morgun. 4.12.2008 08:40
Heimsmarkaðsverð á olíu ekki verið lægra í fimm ár Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka og hefur nú ekki verið lægra í fimm ár. Verð á Norðursjávarolíunni er nú 44 dollarar fyrir tunnuna og WTI olían er komin undir 46 dollara tunnan. 4.12.2008 08:29
Veik króna hefur áhrif á vöruskiptin Vöruskipti við útlönd voru hagstæð um 2,4 milljarða króna í nóvember. 4.12.2008 06:00
Krónan á flot í bönkunum Krónan fer á flot í dag þegar hér hefst millibankamarkaður með hana á ný, samkvæmt nýjum reglum Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismarkað. 4.12.2008 06:00
Bandarískir bílaframleiðendur eygja von Gengi hlutabréfa hækkaði undir lok viðskiptadagsins í Bandaríkjunum en fjárfestar þykja bjartsýnir á að stjórnvöld vestra komi bílaframleiðendum til bjargar úr þeim fjárhagskröggum sem þeir sitja fastir í. Verði ekkert að gert hafa stjórnendur fyrirtækjanna lýst því yfir að fátt komi í veg fyrir að þau keyri í þrot á nýju ári. 3.12.2008 21:43
Einhver íslensku bankanna gæti orðið í eigu útlendinga Til greina kemur að einhver af íslensku bönkunum verði alfarið í eigu erlendra aðila að mati viðskiptaráðherra. Hann telur að mikill ávinningur geti orðið af því að þeir eignist hluti í bönkunum. 3.12.2008 19:00
Frjálsi Fjárfestingarbankinn þvingar fyrirtæki með myntkörfulán Frjálsi Fjárfestingarbankinn þvingar fyrirtæki sem eru í viðskiptum við bankann með myntkörfulán á gjalddaga, til að skuldbreyta lánunum í íslenskar krónur. Fréttastofu er kunnugt um á annan tug byggingaverktaka sem horfa fram á gjaldþrot vegna þessa. 3.12.2008 18:45
Sala á Kaupþing í Lúxemborg á vikvæmu stigi Unnt verður að greiða 112 til 150 milljarða króna til allra innlánseigenda Kaupþings í Lúxemborg, Belgíu og Sviss, náist samningar um sölu á bankanum. Viðræður standa yfir um söluna og eru sagðar á afar viðkvæmu stigi. 3.12.2008 18:30
Bakkavör toppaði daginn Gengi hlutabréfa í Bakkavör stökk upp um 17,15 prósent í 39 viðskiptum upp á 7,5 milljónir króna í Kauphöllinni í dag. Þetta er langmesta hækkun dagsins. 3.12.2008 16:34
Seðlabankinn setur krónuna á flot að nýju Seðlabanki Íslands mun setja krónuna á flot að nýju á morgun en þá hefst aftur millibankamarkaður með gjaldeyri hérlendis. 3.12.2008 16:25
Kynlíf eykst verulega í fjármálakreppunni Kynlífsiðkunn hefur aukist verulega í fjármálakreppunni undanfarna mánuði. Enda er það oftast ókeypis og verulega ánægjuleg afþreyjing. 3.12.2008 16:01
Færeyingar fá 3G þjónustu frá Vodafone 3G farsímaþjónusta er nú í fyrsta sinn í boði í Færeyjum, eftir að Vodafone Færeyjar (dótturfélag Vodafone á Íslandi) hóf að bjóða slíka þjónustu í upphafi vikunnar. Hefur málið vakið talsverða athygli færeyskra fjölmiðla. 3.12.2008 15:41
Markaðir á Wall Street opna í rauðu Markaðir á Wall Street opnuðu með rauðum tölum í dag eins og vænst var. Dow Jones vísitalan hefur lækkað um 1,1% í fyrstu viðskiptum og Nasdag um 1,2%. Þá hefur S&P vísitalan lækkað um 2%. 3.12.2008 15:37
Debenhams og M&S aftur komnar í skotgrafirnar í Bretlandi Ný orrusta um viðskiptavini í jólavertíðinni milli verslunarkeðjanna Debenhams og Marks & Spencer hófst í dag. Debenhams tilkynnti um 20% afslátt af vörum sínum næstu þrjá daga og búist er við svari frá M&S á morgun. Baugur á hlut í Debenhams gegnum Unity. 3.12.2008 14:55
Íslensku bankastjórarnir komu til greina sem þeir verstu Bankastjórar gömlu bankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, þóttu koma vel til greina í umfjöllun Newsweek tímaritsins um versta bankastjóra allra tíma. 3.12.2008 13:26
Össur hf. hlaut bandarísk verðlaun Össur hf. hlaut á dögunum Charles D. Siegal verðlaunin frá Ráðgjafamiðstöð um réttindi fatlaðra (The Disability Rights Legal Center) í Bandaríkjunum. 3.12.2008 12:43
Bein fjárfesting er heimil samkvæmt gjaldeyrisreglunum Bein fjárfesting fellur ekki undir reglur Seðlabankans um gjaldeyrismál nema að mjög takmörkuðu leyti. 3.12.2008 12:10
Hópuppsagnir í nóvember náðu til 560 manns Þrátt fyrir að mun minna hafa verið um hópuppsagnir í nóvember heldur en í október misstu engu að síður 560 manns vinnuna í nóvember í hópuppsögnum, en alls bárust Vinnumálastofnun 12 tilkynningar um hópuppsagnir í mánuðinum. 3.12.2008 11:05
Meðallaun starfsmanna RUV eru 500.000 kr. á mánuði Meðallaun starfsmanna RUV nema rétt tæpum 6 milljónum kr. á ári eða 500.000 kr. á mánuði. Meðallaun helstu stjórnenda RUV, að Páli Magnússyni útvarpsstjóra frátöldum eru 9,4 milljónir á ári eða tæplega 800.000 kr. á mánuði. 3.12.2008 10:43
Bakkavör hækkast mest í byrjun dags Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur hækkað um 3,21 prósent í Kauphöllinni í fjórum viðskiptum upp á 1,2 milljónir króna. Þetta er mesta og önnur hækkun dagsins en á hæla félagsins fylgir Færeyjabanki, sem hefur hækkað um 1,54 prósent. 3.12.2008 10:13
Aldrei færri nýskráningar á bílum, frá upphafi mælinga Nýskráningar bíla í nóvember voru 123 og hafa þær ekki verið færri frá árinu 1995 eða frá því Hagstofan hóf að taka þessar tölur saman mánaðarlega. Þetta kemur fram í Hagvísum hagstofunnar. 12.231 bíll var nýskráður Frá janúar til nóvember á þessu ári og er það 42,3 prósenta fækkun frá sama tímabili í fyrra. Síðastliðna tólf mánuði hafa nýskráningar dregist saman um 38,7 prósent. 3.12.2008 09:55
General Motors ætlar að segja upp 31.500 manns Bílaframleiðandinn General Motors (GM) hefur tilkynnt að fyrir dyrum standi að segja upp 31.500 starfsmönnum fyrirtækisins. Jafnframt hefur GM sagt bandarískum stjórnvöldum að ef fyrirtækið fái ekki 4 milljarða dollara aðstoð í hvínandi hvelli blasi ekkert annað en gjaldþrot við. 3.12.2008 09:38
Krefjast upplýsinga um peningamarkaðssjóði fyrir dómstólum Hópur fyrrum eigenda hlutdeildarskírteina í peningamarkaðssjóði Landsbankans krefst upplýsinga um fjárfestingar sjóðsins vegna þeirrar miklu skerðingar sem varð á eign þeirra þegar sjóðnum var slitið. 3.12.2008 09:22
Vöruskiptin áfram hagstæð Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir nóvember 2008 nam útflutningur 43,2 milljörðum króna og innflutningur 40,8 milljörðum króna. Vöruskiptin, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 2,4 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum. 3.12.2008 09:13
GM hættir framleiðslu Saab Saab er meðal þeirra bílategunda sem bandaríski bílarisinn General Motors hyggst hætta framleiðslu á haldi fyrirtækið á annað borð velli. 3.12.2008 08:56
Mörg góðgerðarsamtök í klemmu vegna hruns íslensku bankanna Tæplega 50 góðgerðarsamtök í Bretlandi eru í klemmu vegna hruns íslensku bankanna. Eitt þeirra, sjúkrahótelið Naomi House hefur þurft að leggja af heimahjúkrunarþjónustu við langveik og dauðvona börn vegna glataðra innistæðna hjá Singer & Friedlander banka Kaupþings í London. 3.12.2008 08:55
Jefferies Group í mál við Landsbankann hf. Fjármálafyrirtækið Jefferies Group hefur höfðað mál gegn Landsbankanum hf. fyrir dómstóli í London vegna vangoldinnar skuldar upp á 4,3 milljónir evra eða nær 800 milljóna kr.. 3.12.2008 08:26
Bréf hækka í Asíu Hlutabréf hækkuðu í verði á Asíumörkuðum í morgun og er það í fyrsta skipti í þessari viku sem það gerist. Skýringin er aðstoð seðlabanka nokkurra landa álfunnar við atvinnulífið, meðal annars í formi sveigjanlegri lánaskilyrða gagnvart viðskiptabönkum. 3.12.2008 07:21
Lífeyrissjóðir halda enn að sér höndum Verið er að yfirfara lífeyrisjóðalögin með tilliti til hugsanlegra breytingatillagna, að sögn Baldurs Guðlaugssonar, ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins. 3.12.2008 06:00
Bankaleynd er hluti af lýðræðinu Vandræði krónunnar tengjast trausti á stofnunum landsins, ekki myntinni einni. 3.12.2008 03:00
Leiðbeiningar í smíðum í ráðuneytinu „Þessi vinna er í gangi í ráðuneytinu. Leiðbeiningarnar og sú vinna sem liggur á bak við þær verða teknar til skoðunar,“ segir Böðvar Jónsson, aðstoðarmaður Árna Mathiesen fjármálaráðherra. 3.12.2008 00:01
Evruskráning tefst enn um sinn „Eins og reglur Seðlabankans um gjaldeyrisviðskipti eru núna þá eru þau hindrun fyrir skráningu hlutafjár í evrur," segir Einar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Verðbréfaskráningar Íslands. 3.12.2008 00:01
Fjármagnsflótti, flot og bankaleynd Íslenska krónan á sér formælendur fáa um þessar mundir eftir gríðarlegt gengisfall og setningu strangra fjármagnshafta henni til varnar. Það er því eðlilegt að nú sé hugað að því hvort heppilegt sé að landsmenn slái sína eigin mynt til framtíðar. Vandamálið í sinni einföldustu mynd er þó ekki krónan aðeins sjálf – þ.e. gengisáhætta. 3.12.2008 00:01
Hluthafar geta borið ábyrgð umfram hlutafé „Grundvallarregla hlutafélagalaganna er að hluthafar beri ekki ábyrgð á skuldbindingum félagsins. Ef félag verður gjaldþrota, þá geta kröfuhafar eingöngu leitað fullnustu í eigum félagsins. En í algjörum undantekningartilvikum, þá getur ábyrgð náð til hluthafa,“ segir Áslaug Björgvinsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hún flutti erindi um hluthafaábyrgð í háskólanum í gær. Þar fór hún meðal annars yfir tilvik og dóma þar sem hluthafar voru taldir bera ríkari ábyrgð en sem nemur meginreglu hlutafélagalaganna. Þetta á við í einkamálarétti, gagnvart kröfuhöfum við gjaldþrot hlutafélaga. Í þessu felst að sá sem á kröfu á hlutafélag getur átt á hættu að fá ekki kröfu greidda, verði félag gjaldþrota. 3.12.2008 00:01
Ráðherra orkumála? Tilkynning forsætisráðherra um tólf aðgerðir til að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja vakti nokkra athygli í gær. Glöggir menn tóku þó eftir litlu atriði í tilkynningunni, sem kann að boða mikil tíðindi. Þar kemur nefnilega fram að iðnaðar- og orkumálaráðherra hafi átt sæti í nefndinni sem mótaði tillögurnar. Hefur sá ráðherratitill ekki sést áður í opinberum tilkynningum og þykir benda til þeirra áherslna sem Össur Skarphéðinsson vill beita sér fyrir í ráðuneytinu. Hefði ekki mátt bæta við olíumálaráðherra? 3.12.2008 00:01
Óhagkvæmni eða spilling Hrun bankanna hefur í grundvallaratriðum breytt valdahlutföllum í íslensku viðskiptalífi. Ríkið á nú alla stóru bankana. Mörg fyrirtæki landsins skulda þessum ríkisbönkum meira en þau hafa burði til þess að borga. Ein stærsta ákvörðunin sem stjórnvöld standa frammi fyrir nú er hvaða leið þau ætla að velja til þess að taka á vanda skuldugra fyrirtækja. Hér þurfa stjórnvöld að hafa tvö markmið að leiðarljósi. Annars vegar er mikilvægt að þau leitist við að skapa skilyrði fyrir hámarks verðmætasköpun í hagkerfinu í framtíð. Hins vegar þurfa þau að leitast við að lágmarka spillingu. Það sem gerir þetta mál erfitt er að þessi tvö markmið stangast á að einhverju leyti. 3.12.2008 00:01
Stjörnuflug frá Lundúnum „Við tókum að markaðssetja okkur í Bretlandi fyrir rúmu ári,“ segir Gísli Reynisson, stjórnarformaður Nordic Partners. Félagið hefur í rúm þrjú ár starfrækt einkaþotuleiguna IceJet. 3.12.2008 00:01
Vill ekki gefa upp hverjir keyptu Viðskiptablaðið Haraldur Johannessen ritstjóri Viðskiptablaðsins vill að svo stöddu ekki gefa upp hverjir það eru sem standa að baki kaupum á Viðskiptablaðinu. Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum var það Útgáfufélagið Myllusetur ehf sem keypti Viðskiptablaðið en skráður eigandi þess er Haraldur. 2.12.2008 21:49
Stímfjárfestar tapa hundruðum milljóna Fjárfestarnir sem lögðu út í Stím ævintýrið hafa hver um sig tapað hundruðum milljóna króna. Hlutahafahópur Stíms samanstendur af þremur vestfirskum vinum, föður eins þeirra og þremur fjármálafyrirtækjum. 2.12.2008 18:45
SPRON uppfylllir ekki kröfur um eiginfjárhlutfall banka SPRON uppfyllir ekki lengur alþjóðlegar kröfur um eiginfjárhlutfall banka. Forstjóri SPRON segir unnið að endurskipulagningu í samstarfi við Fjármálaeftirlitið. 2.12.2008 18:30
Erlendir bankar vilja breyta skuldum í hlutafé hjá SPB Erlendir bankar sem eru lánadrottnar Sparisjóðabankans (SPB) hafa sýnt því töluverðan áhuga að skuldum þeirra verði að einhverju marki breytt í hlutafé í SPB. Nú er að störfum sérstakur stýrihópur á vegum erlendu bankanna þar sem þetta er m.a. til umræðu. 2.12.2008 15:02
Kauphöll breytir viðmiðum fyrir viðskiptarofa Viðmiðum fyrir viðskiptarofa í kauphöllinni hefur frá og með 2. desember 2008 verið breytt úr 10% í 15% fyrir hlutabréf félaga sem flokkast undir smáhluti og hluti sem lítill seljanleiki er með. 2.12.2008 14:50