Fleiri fréttir

SPRON hefur hækkað um 2,0%

Íslenska úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,09% í morgun og stendur nú í 4.890 stigum. SPRON hefur hækkað um 2,0%.

Gift á mjög gráu svæði

„Þetta er allt á mjög gráu svæði. Gift á ekki að fjárfesta í einu eða neinu,“ segir Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður um Gift fjárfestingafélag sem stofnað var utan um eignir, skuldir og skuldbindingar Samvinnutrygginga í júní í fyrra.

Olíuverðið skaust í sögulegar hæðir

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í sögulegar hæðir í dag þegar það fór yfir 108 dali á tunnu. Enn einn skellur var á bandarískum hlutabréfamarkaði sem endurspeglar dræmar horfur fjárfesta í efnahagsmálum.

SPRON lækkaði um 3,88%

Íslenska úrvalsvísitalan lækkaði um 1,35%. Eik banki lækkaði mest, eða um 4,24%.

SPRON hefur lækkað um 2,14%

Íslenska úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,82% í dag. Foroya Banki hefur hækkað mest, eða um 0,67%. Össur banki hefur hækkað um 0,55% og Eimskipafélag Íslands um 0,52%. FL Group hefur hækkað um 0,44% og Marel um 0,34%.

Afkomuviðvörun hjá Flögu Group í morgun

Stjórn Flögu Group hf. tilkynnir í dag að félagið hefur ákveðið að færa virðisrýrnun á viðskiptavild sem mun hafa verulega neikvæð áhrif á afkomu fjórða ársfjórðungs og ársreikning ársins 2007.

Slæm byrjun í kauphöllinni

Markaðurinn í kauphöllinni byrjaði með niðursveiflu í morgun líkt og gerst hefur víðast um heiminn. Úrvalsvísitalan féll um 0,95% í fyrstu viðskiptum og stendur nú í 4.849 stigum.

Mánudagsmæða á öllum hlutabréfamörkuðum

Gengi hlutabréfa hefur lækkað á mörkuðum í Asíu og í Evrópu í dag. Fjárfestar í Asíu hafa vaxandi áhyggjur af stöðu efnahagsmála í Bandaríkjunum sem geti haft áhrif á helstu viðskiptalönd, sérstaklega í Asíu.

Búist við átakafundi hjá FL Group

Aðalfundur FL Group verður haldinn á þriðjudag. Búist er við því að hluthafar muni sauma að stjórnendum félagsins vegna mikils taps og gríðarlegs rekstrarkostnaðar.

Farþegar geta innritað sig á netinu

Icelandair býður viðskiptavinum sínum að innrita sig á netinu í öll flug frá landinu frá og með deginum í dag. Farþegar geta með því að fara inn á icelandair.is innritað sig í flug sitt um það bil sólarhring fyrir flug, eða með 22 klukkustunda fyrirvara.

Eimskip fái að gefa út hlutafé í erlendum gjaldmiðli

Aðalfundur HF. Eimskipafélags Íslands 2008 verður haldinn þriðjudaginn 18. mars á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, og hefst kl. 17.00. Þar verður meðal annars gerð tillaga að lagabreytingu sem gera mun stjórn félagsins kleift að gefa hlutafé félagsins út í erlendum gjaldmiðli, telji stjórnin það fýsilegt. Þá verður einnig kjörin ný stjórn auk þess sem þóknun fyrir stjórnarsetu verður ákveðin.

Líklegt að hlutabréfamarkaðurinn sé kominn á botninn

Líklegt er að hlutabréfamarkaðurinn sé kominn á botninn, að mati Valdimars Þorkelssonar sérfræðings hjá Askar Capital. Valdimar var gestur Sindra „Í lok dags“ í gær. Þar ræddu þeir meðal annars stöðu krónunnar og nýtt lán Kaupþings banka.

Dýrasta villa Danmerkur til sölu

Þrátt fyrir að fasteignamarkaðurinn víða um heim hafi tekið dýfur undanfarið er enn hægt að eyða dágóðum upphæðum í húsakaup, hafi maður áhuga. Nú er til sölu í Danmörku dýrasta einbýlishús sem sögur fara af þar í landi. Verðmiðinn er litlar 60 milljónir danskar, eða 846 milljónir íslenskra króna.

Smáfyrirtæki ræðst gegn SAS

Óli Tynes skrifar frá Svíþjóð. Agnarlítið fyrirtæki í Hróarskeldu í Danmörku hefur höfðað mál á hendur SAS flugfélaginu fyrir meintan þjófnað á einkaleyfi.

Seðlabankastjórarnir ósammála

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, er sagður undrast vaxtaákvörðunarstefnu evrópska seðlabankans. Bandaríski bankinn hefur lækkað stýrivexti ört frá því seint á síðasta ári, þar af um 1,5 prósent frá áramótum, til að komast hjá efnahagssamdrætti og fylla í lausafjárþurrðina sem hefur plagað banka og fjármálafyrirtæki. Evrópski bankinn hefur á sama tíma haldið stýrivöxtunum óbreyttum á sama tíma.

Kaupþing frestar bókhaldi í evrum

Kaupþing hefur frestað því til næsta árs að breyta starfrækslumynt bankans í evrur og dregið til baka umsókn þar að lútandi. Ekki reynir á úrskurð fjármálaráðherra. Á aðalfundi bankans í gær samþykktu hluthafar að færa hlutabréf bankans yfir í evrur.

Dæmdur til að greiða fimm milljónir í þóknun fyrir hlutabréfakaup

Pálmi Haraldsson, oftast kenndur við eignarhaldsfélagið Fons, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur til að greiða Sigurði Braga Guðmundssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Plastprents, fimm milljónir króna fyrir milligöngu um kaup á um fimmtungshlut í Plastprenti árið 2004.

Kaupþing frestar evruskráningu

Stjórn Kaupþings hefur ákveðið að fresta breytingu á starfrækslugjaldmiðli sínum úr krónu í evru fram til næstu áramóta. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu fyrirtækisins.

Landsbankinn hækkaði um 3,01%

Íslenska úrvalsvísitalan hækkaði um 2,09%. Foroya Banki hækkaði mest, eða um 5,63%. Landsbankinn hækkaði um 3,01%.

SPRON hefur lækkað mest

Íslenska úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,5% það sem af er degi. SPRON hefur lækkað mest, eða um 4,03%. Foroya Banki hefur lækkað um 3,52%.

Neyðarlínan semur við Vodafone

Neyðarlínan hefur samið við Vodafone um að fyrirtækið veiti Neyðarlínunni heildarfjarskiptaþjónustu næstu þrjú árin. Samningur þess efnis var handsalaður á hálendi Íslands, samhliða því að samgönguráðherra opnaði fyrir GSM þjónustu Vodafone á Kili.

Þingmenn rannsaka laun forstjóranna á Wall Street

Bandaríska þingið ætlar að fara í saumana á launakjörum forstjóranna á Wall Street. Á tíma og félögin á Wall Street tapa milljörðum dollara halda forstjórar þeirra áfram að fá bónusa í milljónum dollara talið.

Gengi SPRON aldrei lægra

Gengi hlutabréfa í SPRON hefur fallið um rúm fjögur prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Gengið stendur í 5,0 krónum á hlut og hefur það aldrei verið lægra. Úrvalsvísitalan hefur ekki verið lægri síðan um miðjan nóvember árið 2005.

Stjórnarformaður Kaupþings í hádegisviðtalinu á Stöð 2

Sigurður Einarsson stjórnarformaður Kaupþings er gesturinn í hádegisviðtali Stöðvar 2 í dag. Aðalfundur Kaupþings er haldinn í dag og af því tilefni skrifar Sigurður grein í Fréttablaðið þar sem hann fer yfir stöðu bankans.

Óbreyttir stýrivextir í Japan í skugga gengisfalls

Japanski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentum þrátt fyrir lausafjárþurrð og mikla gengislækkun í kauphöllinni í Tókýó. Nikkei-vísitalan féll um 3,3 prósent í morgun.

Sýn Moody's á bankana óbreytt

Lánshæfishorfum Íbúðalánasjóðs var breytt í neikvæðar úr stöðugum hjá alþjóðlega matsfyrirtækinu Moody‘s um leið og það sama var gert varðandi lánshæfi ríkisins á miðvikudag.

Ásgeir í lok dags

Ásgeir Jónsson forstöðumaður Greiningadeildar Kaupþings ræddi við Sindra Sindrason í lok dags.

Miklar breytingar á stjórn FL Group

Árni Hauksson, Eiríkur Jóhannsson og Katrín Pétursdóttir munu taka sæti í stjórn FL Group á aðalfundi félagsins sem fram fer þann 11. mars næstkomandi.

Færeyski bankinn hækkaði mest

Færeyski bankinn hækkaði mest í Kauphöllinni í dag. Frá opnun markaðar í morgun og þar til hann lokaði nú seinni partinn hækkaði félagið um 1,82% og er gengi bankans nú 139,5.

Saga Capital tapaði 825 milljónum í fyrra

Rekstrartap Saga Capital vegna ársins 2007 nam 825 milljónum króna. Samkvæmt tilkynningu frá félaginu endurspeglar tapið annars vegar stofnkostnað, sem var að stærstum hluta gjaldfærður á árinu, og hins vegar erfið skilyrði á innlendum og erlendum mörkuðum.

Uppgjör í erlendri mynt án afskipta hins opinbera

Viðskiptaráð segir mikilvægt að fyrirtækjum verði gert kleift að færa uppgjör sitt í erlendum gjaldmiðli án afskipta hins opinbera. Þetta kemur fram í skoðun sem ráðið hefur sent frá sér.

Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu

Evrópski seðlabankinn ákvað um hádegisbil í dag að halda stýrivöxtum á evrusvæðinu óbreyttum í 4 prósentum. Þetta er í samræmi við spár en þvert á vaxtaþróunina í Bandaríkjunum og í Kanada. Þar hafa seðlabankar lækkað vextina umtalsvert í kjölfar lausafjárþurrðar og hrakspár um hugsanlegan efnahagssamdrátt. Þá hafa Bretar sömuleiðis lækkað stýrivexti af sömu sökum þrátt fyrir að hafa ákveðið að halda þeim óbreyttum í dag.

Vídeóvél með 40 GB hörðum diski

Nú eru komin til sögunnar videó upptökuvél með hörðum diski og því ekki þörf á að nota spólur fyrir upptöku. Um er að ræða Canon upptökuvél, HG10, sem er með 40 GB hörðum diski. Það er því hægt að taka upp 15 klukkustundir af efni á vélina í háskerpugæðum.

Stýrivextir óbreyttir í Bretlandi

Englandsbanki ákvað eftir fund sinn í dag að halda stýrivöxtum í Bretlandi óbreyttum í 5,25 prósentum. Þetta er í samræmi við væntingar markaðsaðila.

Sjá næstu 50 fréttir