Fleiri fréttir

Björgólfur fellur á lista Forbes þrátt fyrir jafnmiklar eignir

Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður er í 307. sæti á nýjum lista Forbes yfir ríkustu menn heims og nema eignir hans 3,5 milljörðum dollara, eða um 227 milljörðum króna. Hefur hann fallið úr 249. sæti eða um 58 sæti frá því í fyrra en þá voru eignir hans metnar jafnmiklar.

Vísitala afurða í stóriðju lækkar um 16,8 prósent

Vísitala framleiðsluverð var 3,1 prósenti lægra í janúar á þessu ári en á sama tíma í fyrra, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Verðvísitala afurði í stóriðju lækkaði um 16,8 prósent á meðan vísitala sjávarafurða hækkaði um 3,4 prósent og matvælaframleiðslu um 4,3 prósent. Gengi krónunnar spilar stóra rullu í afurðaverðinu.

Bill Gates er ekki lengur ríkasti maður heimsins

Bill Gates stofnandi Microsoft er dottinn af stallinum sem ríkasti maður heims eftir að hafa trónað þar undanfarin 13 ár. Samkvæmt árlegum lista Forbes tímaritsins er ofurfjárfestirinn Warren Buffett nú ríkasti maður heims.

SpKef tapar á seinni hluta ársins

Hagnaður dróst saman um 60 prósent milli ára hjá Sparisjóðnum í Keflavík (SpKef) samkvæmt nýbirtu uppgjöri. Eftir skatta nam hagnaður sjóðsins árið 2007 tæplega 1,9 milljörðum króna, en var 4,8 milljarðar árið áður.

Lánshæfishorfur ríkisins versna

Horfum varðandi Aaa-lánshæfi íslenska ríkisins hefur verið breytt úr stöðugum í neikvæðar samkvæmt nýju mati alþjóðlega matsfyrirtækisins Moody‘s. Einkunnin er sú hæsta mögulega.

Peningaskápurinn ...

Eins og kunnugt er hafnaði breskur dómsstóll frávísunarkröfu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í meiðyrðamáli hans og Jóns Ólafssonar í vikubyrjun.

Deilt um umboð stjórnarformanns til tugmilljóna viðskipta

Ágreiningur er uppi um hvort Rúnar Sigurpálsson, fyrrverandi stjórnarformaður fjárfestingafélagsins Estia,hafi haft umboð til að framkvæma tugmilljóna viðskipti fyrir hönd félagsins í september á síðasta ári. Tapið af þeim viðskiptum nemur 40 milljónum.

Ekki ráðgert að lækka laun Jóns

Forstöðumaður samskiptasviðs FL Group segist ekki gera ráð fyrir að breytingar verði á launakjörum Jóns Sigurðssonar, forstjóra FL Group, á næstunni þar sem sem stutt er síðanr gengið var frá nýjum ráðningarsamningi.

Olíuframleiðslan óbreytt þrátt fyrir verðhækkanir

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um rúma þrjú prósent og fór í 102 dali á tunni í dag eftir að Samtök olíuútflutningsríkja (OPEC) ákváðu á fundi sínum í Vín í Austurríki að halda framleiðslunni óbreyttri.

Lánshæfishorfur ríkisins versna

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's hefur fært lánshæfishorfur ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar. Ástæðan er nýleg lækkun á lánshæfismati íslensku bankanna. Staða ríkissjóðs er sögð sterk enda skuldir þess nánast engar.

Verðbólga mælist 3,5 prósent innan OECD

Verðbólga mældist 3,5 prósent innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í janúar, samkvæmt upplýsingum stofnunarinnar, sem birtar voru í dag. Verðbólgan hér var 5,8 prósent á sama tíma. Mesta verðbólgan var í Tyrklandi en minnst í Japan,

Kaupþing og aðrir bankar á uppleið

Gengi Kaupþings hækkaði um rúm 1,7 prósent við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdu allir íslensku bankarnir og fjármálafyrirtækin en gengi þeirra allra hefur hækkað um rúmt prósent.

Nýr framkvæmdastjóri til Bakkavarar

Richard Howes hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs Bakkavör Group og tekur hann við af Hildi Árnadóttur sem hefurm starfað hjá félaginu frá árinu 2004.

Dollarinn stígur upp af botninum

Gengi bandaríkjadals hefur styrkst lítillega í dag gagnvart evru, sem hefur veikst lítilleg á móti. Dollarinn var í sögulegum botni gagnvart evrunni á mánudag og kostaði ein evra þá 1,528 dali og hafði aldrei verið dýrari. Væntingar um hugsanlega veikingu evrunnar á næstu misserum eiga sinn þátt í þróuninni.

Peningastefna sem ekki svarar kostnaði

Aðferð Seðlabanka Íslands við að halda verðbólgu í skefjum er ekki lækning heldur frestun. Ragnar Árnason hagfræðiprófessor segir mikilvægt að huga nú að fjármálastöðugleika og hefja lækkun stýrivaxta.

Bankahólfið: I’m from the government

Líklega fagna því margir, sem fram kemur í Financial Times í gær, að Geir H. Haarde forsætis­ráðherra ætlar að kynna sterka stöðu íslensks efnahagslífs erlendis.

77 milljarðar króna geymdir í skattaparadísum

Rannsókn Indriða H. Þorlákssonar, fyrrverandi ríkisskattstjóra, sýnir að stór hluti erlendrar hlutabréfaeignar í skráðum íslenskum félögum er í rauninni innlendur. Verðmæti hlutabréfa sem geymd eru í skattaskjólum nemur hátt í áttatíu milljarða íslenskra króna miðað við núverandi markaðsvirði.

Útlendingarnir horfa til baklands bankanna

Seðlabanki Íslands kannar möguleika á að efla gjaldeyrisforða bankans, leita eftir samstarfi við seðlabanka í löndum þar sem íslenskir bankar eru umsvifamiklir og hugsanlega að efla eða styrkja lausafjárreglur sem gilda um bankana. Þetta kom fram í nýlegu erindi Ingimundar Friðrikssonar seðlabankastjóra.

Vinsælast að snæða á Vox

Flestir fara á Vox í hádeginu, samkvæmt könnun Markaðarins. Sushi-ið vinnur á, segir matreiðslumeistarinn.

Tækifæri fyrir Ísland

Íslensk orkufyrirtæki, verkfræðistofur og fleiri aðilar hafa mikla þekkingu á því að bjóða í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa og tækifæri á því sviði eru mörg.

Spákaupmaðurinn: Svali í skatta­forsælunni

Það er fátt betra en að gera sér ferð ýmist til Kýpur eða Karíbahafsins á frostavetrum eins og nú. Þetta er lífsnauðsynlegt. Ekki aðeins þar sem klofgræjan var komin fast við frostmark heima heldur er veturinn tilvalinn til að endurnýja búsetuna á eyjunum og heilsa upp á þá sem þar búa.

Aukning loðnukvóta skilar sex milljörðum

Hrognin í loðnunni sem veiðist nú við Íslandsstrendur eru verðmæt afurð. Helstu kaupendur eru Rússar og Japanar. Vinsældir sushis í heiminum hafa aukið eftirspurnina.

Áfram lækkanir í Kauphöllinni

Úrvalsvísitalan hélt áfram að lækka í Kauphöllinni í dag og þegar mörkuðum var lokað laust eftir klukkan fjögur hafði hún lækkað um 1,44 prósent og stóð í 4.816 stigum.

Stjórn FL Group vill helmingi lægri laun

Stjórn FL Group gerir tillögu um að þóknun til stjórnarmanna félagsins vegna næsta rekstrarárs lækki um helming. Þetta kemur fram í fundarboði vegna aðalfundar FL Group, sem haldinn verður þann 11. mars næstkomandi.

Gengi Kaupþings banka hefur hækkað lítillega

Íslenska úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,49% í dag. Bréf í Kaupþing banka hafa hækkað um 0,96%. Glitnir banki hefur hækkað um 0,89% og FL Group hefur hækkað um 0,43%.

Kaupþing fær lán með lægra skuldatryggingarálagi

Kaupþing banki hf. hefur lokið við nokkrar lokaðar skuldabréfasölur alls að fjárhæð 1,1 milljarð evra eða sem svarar rúmum 110 milljörðum kr. til fjárfesta í Bandaríkjunum og Evrópu. Athygli vekur að skuldatrygingaálagið er töluvert lægra en núverandi álag bankans á markaði að því er segir í tilkynningu.

Grænn morgunn í kauphöllinni

Markaðurinn í kauphöllinni byrjaði í plús í morgun og hefur útvalsvísitalan hækkað um 0,85% í fyrstu viðskiptum dagsins. Stendur vísitalan í 4.873 stigum.

Sjælsö Gruppen skilar 14 milljarða króna hagnaði

Þrátt fyrir mikið umrót á fasteignamarkaðinum í Danmörku tókst fasteignafélaginu Sjælsö Gruppen að skila hagnaði, fyrir skatt, upp á um 14 milljarða króna á síðasta ári. Eignarhaldsfélagið Samson er stór hluthafi í Sjælsø Gruppen gegnum félagið SG Nord Holding A/S.

Velta með skuldabréf sjaldan verið meiri

Velta með skuldabréf hélt áfram að vera mikil í febrúar og nam hún 372 milljörðum króna í mánuðinum og er mánuðurinn sá annar veltumesti frá upphafi.

Sigurður Kári vill verða ráðherra

Það gæti verið góður kostur fyrir Íslendinga að taka upp svissneskan franka, að mati Sigurðar Kára Kristjánssonar alþingismanns.

Buffet segir Bandaríkin í kreppu

Warren Buffet, þriðji ríkasti maður jarðarinnar, segir að kreppuástand sé í Bandaríkjunum um þessar mundir. Hann segir að hver heilvita maður hljóti að sjá að krepputímar séu uppi þó að venjulega sé miðað við að verg landsframleiðsla minnki tvo ársfjórðunga í röð, en það hefur ekki gerst enn.

Rólegur mánudagur í Kauphöllinni

Það hefur verið frekar rólegt í Kauphöllinni það sem af er degi. Eftir klukkutíma seinkun á opnun markaðar í morgun hafa 19 félög lækkað.

Umboðsfyrirtæki keypt fyrir 30 milljónir punda

Umboðsskrifstofan James Grant hefur keypt umboðsfyrirtækið sem stendur að baki Simon Cowell fyrir um 30 milljónir punda. James Grant er meðal annars með Wayne Rooney á sínum snærum.

Sjá næstu 50 fréttir