Viðskipti innlent

Starfsfólki í fjármálageiranum mun fækka um 10-15%

Starfsfólki í fjármálageiranum mun fækka um 10-15% á þessu ári, að mati Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns Kaupþings. Í hádegisviðtali Markaðarins sagðist Sigurður þó ekki gera sérstaklega ráð fyrir því að fólki verði sagt upp störfum heldur sé starfsmannaveltan þetta mikil og óvíst að fólk verði ráðið í stað þeirra sem hætti.

Sigurður Einarsson sagðist ekki geta tjáð sig um það hvort að fjárfestar frá Katar og Dubai myndu fjárfesta í Kaupþingi en raddir þessa efnis hafa verið háværar að undanförnu. Sigurður ítrekaði þó að íslenska krónan þyrfti að víkja til þess að hingað gætu komið erlendir fjárfestar.

Þá sagði Sigurður að laun stjórnar Kaupþings og æðstu stjórnenda myndu ekki lækka. Ef að félagið vildi hafa hæfileikaríka óháða stjórnendur innanborðs þyrftu þeir að fá vel umbunað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×