Viðskipti innlent

Búist við átakafundi hjá FL Group

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður FL Group, og Jón Sigurðsson forstjóri verða væntanlega spurðir spjörunum úr á þriðjudag.
Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður FL Group, og Jón Sigurðsson forstjóri verða væntanlega spurðir spjörunum úr á þriðjudag.

Aðalfundur FL Group verður haldinn á þriðjudag. Búist er við því að hluthafar muni sauma að stjórnendum félagsins vegna mikils taps og gríðarlegs rekstrarkostnaðar.

FL Group tapaði rúmum 60 milljörðum á síðasta ári vegna afleits gengis lykilfjárfestinga á borð við AMR og þýska bankans Commerzbank sem og Gltinis. Meiri gagnrýni hefur þó verið á himinháan rekstrarkostnað félagsins sem var rúmir 6 milljarðar á síðasta ári. Heimildir Vísis herma að smærri hluthafar muni krefjast þess að fá skýr svör og sundurliðaðan rekstrarkostnað sem og svör um hvernig félagið hyggist draga úr þessum kostnaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×