Viðskipti innlent

Gift á mjög gráu svæði

Sigurður G. Guðjónsson undrast fjárfestingar hjá Gift að undanförnu.
Sigurður G. Guðjónsson undrast fjárfestingar hjá Gift að undanförnu. MYND/PJETUR

„Þetta er allt á mjög gráu svæði. Gift á ekki að fjárfesta í einu eða neinu," segir Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður um Gift fjárfestingafélag sem stofnað var utan um eignir, skuldir og skuldbindingar Samvinnutrygginga í júní í fyrra.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa stjórnarmenn Giftar rætt mögulega þátttöku félagsins í hlutafjárútboði á þrjátíu prósentum

heildarhlutafjár Skipta, móðurfélags Símans. Útboðið hófst í gær.

Gift er þriðji stærsti hluthafinn í Existu, stærsta eigenda Skipta. Sigurður segir margt óljóst í kringum félagið. „Fyrst eiga menn að klára hver er eignarhlutur hvers og eins í Eignarhaldsfélagi Samvinnutrygginga. Síðan hefði átt að boða til hluthafafundar í Gift og fá það á hreint hverjir eiga það

félag. Ég held að tryggjendur hjá Samvinnutryggingum fyrir tuttugu árum hafi ekki falið nokkrum framsóknarmönnum hvað átti að gera við peningana."

Stjórn Giftar skipa Guðsteinn Einarsson, Benedikt Sigurðarson, Helgi S. Guðmundsson, Sigurjón Rafnsson og Ólafur Friðriksson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×