Viðskipti innlent

Fjármálaeftirlitið staðfesti samruna Sparisjóðs Skagafjarðar og Siglufjarðar

Jónas F. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Jónas F. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.

Fjármálaeftirlitið hefur staðfest samruna Sparisjóðs Skagafjarðar og Siglufjarðar undir nafni þess síðarnefnda. Stofnfjáreigendur samþykktu samrunann síðasta sumar. Ákvörðunin var umdeild og meðal annars kom fram gagntillaga á fundi Sparisjóðs Skagafjarðar þar sem átti að koma í veg fyrir sameininguna. Í frétt Morgunblaðsins frá því 13. ágúst síðastliðinn kemur jafnframt fram að þeir sem hefðu stýrt Sparisjóði Mýrasýslu og Kaupfélagi Skagfirðinga hefðu verið sakaðir um að beita óvönduðum meðölum til að knýja fram samrunann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×