Viðskipti innlent

Þjóðverjar bæta við krónubréfaútgáfuna

Þýska bankasamstæðan KfW heldur áfram að gefa út krónubréf og gaf í gær út bréf fyrir 4 milljarða kr að nafnvirði með gjalddaga í febrúar 2010.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Glitnis. Þar segir að KfW er einn stærsti útgefandi erlendra skuldabréfa í íslenskum krónum og hefur alls gefið út krónubréf fyrir 65 milljarðakr. Ekki er útlit fyrir að Þjóðverjar séu orðnir afhuga krónubréfum en um er að ræða aðra útgáfu þeirra í janúar.

Alls hefur KfW gefið út fyrir 5 milljarða kr í mánuðinum. Þetta er í samræmi við það sem Horst Seissinger yfirmaður markaðsviðskipta hjá KfW sagði í viðtali í Viðskiptablaðinu fyrir skömmu en þar kom fram að eftirspurn meðal krónubréfa meðal þýskra fjárfesta væri enn mikil og mun meiri en gera hefði mátt ráð fyrir í ljósi vaxandi áhættufælni á mörkuðum.

Þjóðverjar eru þó ekki þeir einu sem enn sjá tækifæri í krónubréfum því mikill gangur hefur verið í nýjum útgáfum frá upphafi árs og stendur heildarútgáfa janúarmánaðar nú í 59 milljarða kr.

Bilið á milli gjalddaga og nýrrar útgáfu krónubréfa í janúar minnkar nú stöðugt. Alls gjaldfalla krónubréf að nafnvirði 65 milljarðar kr. að viðbættum vöxtum á gjalddaga innan mánaðarins






Fleiri fréttir

Sjá meira


×