Viðskipti erlent

Buffett kaupir hlut í Sviss Re

Hlutir í svissneska endurtryggingarfélaginu Sviss Re hafa hækkað verulega í morgun eftir að auðjöfurinn Warren Buffett keypti 3% hlut af því.

Sviss Re er stærsta endurtryggingarfélag í heiminum. Buffett er einnig í þeim bransa og það var endurtryggingarfélag hans, Berkshire Hathway sem keypti hlutinn í Sviss Re.

Samkvæmt kaupsamningnum mun Berkshire eignast 20% af eigum og viðskiptum Sviss Re á næstu fimm árum. Þegar fréttist af þessum kaupum hækkuðu hlutir í Sviss Re um rúm 9% en þeir höfðu dalað töluvert frá áramótum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×