Viðskipti erlent

Japanar taka sprettinn

Hlutabréf tóku sprettinn upp á við eftir að viðskipti hófust í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag.

Nikkei-vísitalan hækkaði um tæp 3,9 prósent eftir afhroð fyrstu tvo daga vikunnar. Til samanburðar féll hún um 5,65 prósent í gær.

Hlutabréf tóku víða kipp í Evrópu í gær eftir að bandaríski seðlabankinn lækkaði stýri- og daglánavexti um 75 punkta í þeim tilgangi að koma í veg fyrir samdráttarskeið og efnahagskreppu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×