Franski bankinn kærir verðbréfaskúrkinn 25. janúar 2008 09:39 Daniel Bouton, forstjóri Societe Generale, er hann greindi frá málinu á blaðamannafundi í gær. Mynd/AFP Franski bankinn Societe Generale hefur höfðað mál á hendur Jerome Kerviel, miðlaranum sem sagt var upp störfum hjá bankanum fyrir óheimila spákaupmennsku sem olli því að jafnvirði 480 milljarða íslenskra króna gufuðu upp úr bókum bankans. Viðskipti voru stöðvuð til skamms tíma með hlutabréf í bankanum í gær eftir að tilkynnt var um málið en bankastjórnin uppgötvaði það um helgina. Hún hefur ekki sagt hvaða maður eigi hlut að máli en fjölmiðlar flögguðu því í gær að hann héti Jerome Kerviel, væri 31 árs og fyrrum aðstoðarframkvæmdastjóri yfir verðbréfa- og afleiðuviðskiptum bankans. Spákaupmennska Kerviels er eins sú umsvifamesta í sögunni. Til samanburðar er verðbréfaskúrkurinn Nick Leeson, sem með spákaupmennsku sinni með japanska jenið olli gjaldþroti Baringsbanka fyrir þrettán árum, smápeð í samanburði. Hann tapaði rétt um 92 milljörðum íslenskra króna að núvirði. Daniel Bouton, forstjóri Societe Generale, bað hluthafa afsökunar á því að innra eftirlit bankans hafi ekki orðið gjörningsins vart í tæka tíð og baðst lausnar frá starfi. Bankastjórnin tók það hins vegar ekki í mál en fjármálasérfræðingar segja framtíð hans óljósa, að sögn breska ríkisútvarpsins. Þeir segja sömuleiðis að þótt bankinn hafi gripið til aðgerða til að bæta eiginfjárstöðuna í skugga tapsins þá sé hann mjög viðkvæmur um þessar mundir og geti orðið yfirtöku að bráð. Gengi hlutabréfa í Societe Generale féll um 4,1 prósent eftir að viðskipti hófust með þau í kauphöllinni í París í gær. Það hefur gengið til baka að nokkru leyti í dag en gengið hækkaði um 2,7 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Morgunverðarfundur um gæðakerfi Kynningar Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Franski bankinn Societe Generale hefur höfðað mál á hendur Jerome Kerviel, miðlaranum sem sagt var upp störfum hjá bankanum fyrir óheimila spákaupmennsku sem olli því að jafnvirði 480 milljarða íslenskra króna gufuðu upp úr bókum bankans. Viðskipti voru stöðvuð til skamms tíma með hlutabréf í bankanum í gær eftir að tilkynnt var um málið en bankastjórnin uppgötvaði það um helgina. Hún hefur ekki sagt hvaða maður eigi hlut að máli en fjölmiðlar flögguðu því í gær að hann héti Jerome Kerviel, væri 31 árs og fyrrum aðstoðarframkvæmdastjóri yfir verðbréfa- og afleiðuviðskiptum bankans. Spákaupmennska Kerviels er eins sú umsvifamesta í sögunni. Til samanburðar er verðbréfaskúrkurinn Nick Leeson, sem með spákaupmennsku sinni með japanska jenið olli gjaldþroti Baringsbanka fyrir þrettán árum, smápeð í samanburði. Hann tapaði rétt um 92 milljörðum íslenskra króna að núvirði. Daniel Bouton, forstjóri Societe Generale, bað hluthafa afsökunar á því að innra eftirlit bankans hafi ekki orðið gjörningsins vart í tæka tíð og baðst lausnar frá starfi. Bankastjórnin tók það hins vegar ekki í mál en fjármálasérfræðingar segja framtíð hans óljósa, að sögn breska ríkisútvarpsins. Þeir segja sömuleiðis að þótt bankinn hafi gripið til aðgerða til að bæta eiginfjárstöðuna í skugga tapsins þá sé hann mjög viðkvæmur um þessar mundir og geti orðið yfirtöku að bráð. Gengi hlutabréfa í Societe Generale féll um 4,1 prósent eftir að viðskipti hófust með þau í kauphöllinni í París í gær. Það hefur gengið til baka að nokkru leyti í dag en gengið hækkaði um 2,7 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Morgunverðarfundur um gæðakerfi Kynningar Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira