Viðskipti innlent

Forstjóri Baugs í Bretlandi sér möguleika í stöðunni

Gunnar Sigurðsson forstjóri Baugs Group í Bretlandi óttast ekki ástandið á fjármálamörkuðunum í dag heldur þvert á móti því hann telur ýmsa möguleika í stöðunni.

Þetta kemur meðal annars fram í ítarlegu viðtali sem viðskiptablaðið Börsen í Danmörku birtir í dag. Gunnar segir að þrátt fyrir umtalsvert tap á fjárfestingum Baugs í Bretlandi á síðasta ári einkum á eignarhlutum í versluanrkeðjum, ætli Baugur ekki að losa sig við þær fjárfestingar. Þær séu gerðar með langtímasjónarmið í huga og líklegra sé að Baugur bæti við þessar eignir sínar en selji þær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×