Viðskipti innlent

Bjarni Ármanns íhugar að flytja til Noregs

Bjarni Ármannsson er líklegast að flytja til Noregs í sumar.
Bjarni Ármannsson er líklegast að flytja til Noregs í sumar.

Athafnamaðurinn Bjarni Ármannsson íhugar að flytja með fjölskyldu sína til Noregs. Þetta staðfesti hann í samtali við Vísi í morgun.

"Jú, það er rétt. Við hjónin erum að skoða vandlega þann möguleika að flytja til Noregs í sumar eða næsta haust. Það hefur engin endanleg ákvörðun verið tekin en ef af verður munum við flytja til Osló," segir Bjarni.

Og hann er ekki að hrekjast frá landinu nema síður sé. "Ég keypti hlut í Glitni Property Holding fyrir skömmu og er með nokkrar aðrar fjárfestingar í farvatninu. Við höfum verið mikið í Noregi og kunnum afskaplega vel við okkur þar. Lífið þar er friðsælt og þægilegt," segir Bjarni sem sér fram á góða daga hlaupandi upp skógivaxnar hlíðar eða skíðandi niður snæviþaktar brekkurnar.

Bjarni hefur verið fastagestur í Reykjavíkurmaraþoninu og lofar að mæta í ár þótt hann verði ef til vill fluttur til Noregs. "Ég hef tekið þátt í maraþoni í öðrum löndum þannig að það verður ekkert vandamál. Ég mæti í Reykjavíkurmaraþonið," segir Bjarni.

Fjölskyldan býr nú í glæsilegu einbýlishúsi í Bakkavör á Seltjarnarnesi en það hús verður ekki selt.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×