Viðskipti erlent

Carlsberg og Heineken kaupa stærstu bruggverksmiðju Bretlands

MYND/365

Bruggverksmiðjurnar Carlsberg og Heineken hafa komist að samkomulagi um kaupin á stærstu bruggverksmiðju Bretlands, Scottish and Newcastle. Kauptilboðið hljóðar upp á 800 pens á hlut eða samtals um 900 milljarða króna. Mikil barátta hefur staðið um kaupin á Scottish and Newcastle en stjórn þeirra bruggverksmiðju hefur fallist á tilboð Carlsberg og Heineken og segist sátt við verðið sem er í boði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×