Viðskipti innlent

Straumur ræður þrjá á skrifstofu sína í Stokkhólmi

MYND/Anton

Straumur hefur ráðið til starfa á skrifstofu bankans í Stokkhólmi þá Mats Ericsson forstöðumann sölusviðs markaðsviðskipta í Svíþjóð, Peter Bengtsson sölustjóra í markaðsviðskiptum og Peter Näslund yfirmann greiningar.

Fram kemur í tilkynningu bankans að ráðningarnar séu liður í þeirri stefnu Straums að verða leiðandi fjárfestingarbanki í Norður- og Mið-Evrópu og byggja upp öfluga starfsemi í Stokkhólmi.

Skrifstofan þar mun í fyrstu leggja megináherslu á markaðsviðskipti og fyrirtækjaráðgjöf með það að markmiði að byggja upp alhliða fjárfestingabankaþjónustu á svæðinu með áherslu á lítil og meðalstór fyrirtæki og fagfjárfesta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×