Viðskipti innlent

Exista lækkaði mest

Íslenska úrvalsvísitalan lækkaði um 4,48% í dag. Exista lækkaði um 11,03% og stendur markaðsverð þess í 132,9 milljörðum. Exista hefur lækkað um rétt tæpa 95 milljarða frá áramótum.  Sparisjóður Reykjavíkur og Nágrennis lækkaði um 7,57% í dag og Eimskipafélag Íslands um 6,42%. Bakkavör Group hf. lækkaði um 5,29% og Kaupþing banki um 4,88%. Atlantic Petroleum lækkaði um 4,15% og Alfesca hf um 0,15%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×