Illa unnin greining á Existu, segir stjórnarformaðurinn 23. janúar 2008 10:53 Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Existu. Hann segir greiningaraðila Enskilda ekki þekkja vel tili félagsins og gerast sekan um rangfærslur. Mynd/GVA „Þessar hugleiðingar greiningarmanns Enskilda eru illa unnar og fjarri öllum veruleika. Greiningarmaðurinn þekkir greinilega ekki vel til Exista og gerir sig þar að auki sekan um rangfærslur í útreikningum," segir Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Existu. Eins og fram hefur komið segir greiningardeild sænska bankans Enskilda lausafjárstöðu Existu verri en af sé látið og nemi hún 365 milljónum evra, jafnvirði 35,4 milljörðum íslenskra króna. Deildin miðar í umfjöllun sinni við fall á eignasafni Existu frá hæsta gildi síðasta sumar en þá stóð gengi hlutabréfa víðast hvar í hæstu hæðum. Þá segir í umfjölluninni sömuleiðis, að svo geti farið að Exista verði að selja eignir sínar í norska fjármálafyrirtækinu Storebrand og finnska tryggingafélaginu Sampo með afslætti. Þá er í umfjölluninni dregin frá hlutdeild Exista í hagnaði við sölu á Sampo. Slíkur viðbótarfrádráttur er rangur, samkvæmt upplýsingum frá Existu. Lýður segir Existu hafa nýverið sent frá sér tilkynningu um trausta lausafjárstöðu og verði uppgjör félagsins birt í næstu viku. „Við munum þá gera nákvæma grein fyrir stöðu félagsins," segir Lýður. Erlendur Hjaltason, forstjóri Existu sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir hálfum mánuði aðgang fyrirtækisins að lausafé nægja til að mæta endurfjármögnunarþörf félagsins nær allt árið. „Aðgangur okkar að lausu fé í árslok mætir endurfjármögnunarþörf félagsins til næstu 50 vikna og eru þá ekki taldar með auðseljanlegar eignir," sagði hann og benti á að endurfjármögnun á árinu nemi einungis um fjórðungi af heildarfjármögnun síðasta árs. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
„Þessar hugleiðingar greiningarmanns Enskilda eru illa unnar og fjarri öllum veruleika. Greiningarmaðurinn þekkir greinilega ekki vel til Exista og gerir sig þar að auki sekan um rangfærslur í útreikningum," segir Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Existu. Eins og fram hefur komið segir greiningardeild sænska bankans Enskilda lausafjárstöðu Existu verri en af sé látið og nemi hún 365 milljónum evra, jafnvirði 35,4 milljörðum íslenskra króna. Deildin miðar í umfjöllun sinni við fall á eignasafni Existu frá hæsta gildi síðasta sumar en þá stóð gengi hlutabréfa víðast hvar í hæstu hæðum. Þá segir í umfjölluninni sömuleiðis, að svo geti farið að Exista verði að selja eignir sínar í norska fjármálafyrirtækinu Storebrand og finnska tryggingafélaginu Sampo með afslætti. Þá er í umfjölluninni dregin frá hlutdeild Exista í hagnaði við sölu á Sampo. Slíkur viðbótarfrádráttur er rangur, samkvæmt upplýsingum frá Existu. Lýður segir Existu hafa nýverið sent frá sér tilkynningu um trausta lausafjárstöðu og verði uppgjör félagsins birt í næstu viku. „Við munum þá gera nákvæma grein fyrir stöðu félagsins," segir Lýður. Erlendur Hjaltason, forstjóri Existu sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir hálfum mánuði aðgang fyrirtækisins að lausafé nægja til að mæta endurfjármögnunarþörf félagsins nær allt árið. „Aðgangur okkar að lausu fé í árslok mætir endurfjármögnunarþörf félagsins til næstu 50 vikna og eru þá ekki taldar með auðseljanlegar eignir," sagði hann og benti á að endurfjármögnun á árinu nemi einungis um fjórðungi af heildarfjármögnun síðasta árs.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira