Viðskipti innlent

Skuldabréfatryggingar tífalt dýrari hér en í Svíþjóð

Skuldabréfatryggingar íslensku bankanna eru nú tífalt dýrari en hjá stærstu bönkunum í Svíþjóð. Þetta kemur fram í grein í viðskiptablaðinu Dagens Industri um erfiðleika íslenskra fjármálafyrirtækja þessa stundina.

Í blaðinu kemur fram að Íslendingar séu nú orðnir að annars flokks lántakendum á alþjóðamörkuðum. Ástæðan er sögð hið gífurlega tap sem orðið er hjá íslensku fjármálafyrirtækjunum undanfarnar vikur og mánuði.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×