Viðskipti innlent

SPRON upp um 9,8 prósent

Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON.
Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON.

Íslenska úrvalsvísitalan hefur hækkað um 3,51 prósent í dag. Færeyska olíufélagið Atlantic Petroleum hefur hækkað mest, eða um 10,67 prósent.

Þar á eftir kom SPRON sem hækkaði um um 9,84 prósent og FL Group sem hækkaði um 6,04 prósent. Eimskipafélag Íslands hefur hækkað um 4,98 prósent og Kaupþing banki um 4,42 prósent.

Eina fyrirtækið sem hefur lækkað í dag er Icelandic Group sem hefur lækkað um 1,12 prósent. Icelandic Group hefur lækkað um alls 31,25 prósent frá áramótum og hafa einungis Exista og Flaga Group lækkað meira.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×