Viðskipti innlent

Vélmenni raðar lyfjum og sækir

Sigrún Karlsdóttir, leyfishafi Apótekarans Holtagörðum, afhendir Kristjáni Aðalsteinssyni blóm en hann var fyrsti viðskiptavinur apóteksins.
Sigrún Karlsdóttir, leyfishafi Apótekarans Holtagörðum, afhendir Kristjáni Aðalsteinssyni blóm en hann var fyrsti viðskiptavinur apóteksins.

Vélmenni afgreiðir í apótekinu sem hefur verið opnað í nýju verslunarmiðstöðinni í Holtagörðum í Reykjavík. Vélmennið sér um að skipuleggja og raða lyfjum inn á lager og sækir lyf fyrir lyfjafræðing og skilar til afgreiðslumanns á örskammri stundu.

Í tilkynningu frá Apótekaranum segir að þessi nýja tækni muni auka öryggi í afgreiðslu lyfja og spara mikla vinnu í apótekinu við skipulagningu lagers, minnka þörf á lagerplássi og flýta afgreiðslu lyfja. Hér er um að ræða fyrsta vélmennaapótekið sem opnar á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×