Fleiri fréttir

Fossvélar kaupa risajarðýtu

Vélasvið Heklu afhenti Fossvélum á Selfossi risajarðýtu af gerðinni Caterpillar D11R á starfssvæði Fossvéla við Ingólfsfjall á föstudaginn var. Þetta er önnur jarðýtan af þessari gerð sem selst hér á landi á þessu ári. Að jafnaði selur Caterpillar aðeins þrjár til fjórar svona vélar á ári í Evrópu, þannig að sala á tveimur vélum til Íslands á einu og sama árinu þykir tíðindum sæta.

Baugsmenn sagðir ráðgera yfirtöku í Moss Bros

Baugur ráðgerir yfirtökutilboð í bresku fataverslanakeðjuna Moss Bros, að því er dagblaðið Sunday Times greinir frá í dag. Heimildir blaðsins herma að Baugur muni á næstunni, sennilega í vikunni, leggja fram tilboð upp á 40 milljónir punda, eða rúma fimm milljarða íslenskra króna. Baugur á nú þegar 29 prósenta hlut í félaginu í gegnum fjárfestingafélagið Unity Investments sem er í eigu Baugs og Kevin Stanford.

Kaupþing, Exista og FL Group týndu 137 milljörðum í Kauphöllinni

Kaupþing, Exista og FL Group voru þau þrjú fyrirtæki sem rýrnuðu mest í Kauphöllinni í lækkunum vikunnar. Samanlagt minnkaði verðmæti fyrirtækjanna þriggja um 136,8 milljarða á fimm dögum, frá mánudegi og fram á föstudag. Verðmæti Marels jókst á sama tímabili um 1,1 milljarð og er það eina markverða hækkunin í vikunni.

365 lækkaði mest annan daginn í röð

Líkt og undanfarna daga var eitthvað um rauðar tölur við lokun Kauphallar í dag. 365 sem meðal annars rekur vísir.is lækkaði mest annan daginn í röð. Félagið lækkaði um 2,51% og stendur gengi félagsins nú í 1,94.

Íhuga að leggja niður Ísafold vegna "ritskoðunar" Jóns Helga

Útgáfufélagið Birtíngur íhugar alvarlega að leggja niður tímaritið Ísafold og sameina ritstjórn þess tímaritinu Nýtt Líf. Samkvæmt heimildum Vísis var þetta á meðal þess sem var rætt á fundi helstu stjórnenda útgáfufélagsins í morgun.

Forstjóri Coka Cola stígur úr forstjórastólnum

Neville Isdell, forstjóri og stjórnarformaður bandaríska gosdrykkjarisans Coca Cola, ætlar að gefa forstjórastólinn eftir um mitt næsta ári og mun Muhtar Kent, næstráðandi hans, taka við starfinu. Isdell mun eftir sem áður vera stjórnarformaður fyrirtækisins næstu tvö árin.

Róleg en jákvæð byrjun í kauphöllinni

Það varð róleg en jákvæð byrjun er kauphöllin opnaði í morgun. Nokkur fyrirtæki hækkuðu, ekkert lækkaði og úrvalsvísitalan hækkaði um rúmt prósent.

Keops-stjórar hætta hjá Landic Property

Tveir af fyrrum forstjórum danska fasteignafélagsins Keops hafa hætt störfum hjá Landic Property. Skarphéðinn Berg Steinarsson forstjóri Landic segir að ákveðið hafi verið að skera niður í yfirstjórn félagsins.

Evruskráning frestast

Ekki verður farin bráðabirgðaleið í skráningu hlutabréfa í evrum í Kauphöll Íslands. Þess í stað á endanleg lausn með aðkomu Seðlabanka Finnlands að vera tilbúin fyrir mitt næsta ár.

SA andvíg margþrepa skattkerfi

Samtök atvinnulífsins eru algerlega andvíg þeirri tillögu að taka upp margþrepa skattkerfi eins og Starfsgreinasambandið hefur lagt til. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórn samtakanna sem birt er á vef þeirra.

365 lækkaði um 7% í dag

Fjölmiðlafyrirtækið 365, sem rekur meðal annars visir.is, lækkaði mest allra félaga í Kauphöllinni í dag eða um 7,01%. Gengi félagsins er nú í fyrsta sinn komið undir 2 en það endaði í 1,99.

Hannes seldi fyrir sjö milljarða í FL Group

Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóri FL Group, hefur selt 4,51% af hlut sínum í FL Group. Vísir greindi fyrst frá þessu í morgun í tengslum við kaup Pálma Haraldssonar á 6,87% hlut í FL Group en FL Group flaggaði viðskiptin í Kauphöllinni nú fyrir skömmu.

365 hefur lækkað mest í dag

Það sem af er degi hafa átta félög lækkað í Kauphöllinni og sjö hækkað. Langmesta lækkunin er hjá 365 ehf, 7,94 prósent. FL FL Group hefur lækkað um 3,75 prósent og Teymi um 2,30 prósent.

Hvað eru þessir menn að tala um?

Orðabók viðskiptalífsins. Nú þegar umræðan um viðskiptalífið er í hámarki er ekki úr vegi að fara yfir tungumálið sem "þessir menn" tala. Alveg nákvæmlega eins menn mæta í fjölmiðla og tala alveg nákvæmlega sama tungumálið sem enginn skilur, nema þessir menn sem eru alveg nákvæmlega eins.

Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu

Bankastjórn evrópska seðlabankans ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum. Flestir höfðu reiknað með þessari niðurstöðu þrátt fyrir að verðbólga hafi ekki mælst meiri í sex ár og gengi evrunnar með sterkasta móti. Á móti vegur yfirvofandi ótti manna við minnkandi hagvöxt í skugga lausafjárkreppunnar sem sett hefur skarð í afkomu fjölmargra banka í álfunni.

Tapa 1,9 milljörðum á sölu í FL Group

Athafnamennirnir Magnús Ármann, Kevin Stanford og Þorsteinn M. Jónsson töpuðu 1,9 milljarði á því að selja 2,31% hlut Sólmons ehf í FL Group í morgun á 3,4 milljarða. Kaupandi var, samkvæmt heimildum Vísis, athafnamaðurinn Pálmi Haraldsson.

Óvænt stýrivaxtalækkun í Bretlandi

Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, lækkaði óvænt stýrivexti í dag um 25 punkta og verða stýrivextir því eftirleiðis 5,5 prósent. Flestir fjármálasérfræðingar höfðu reiknað með því að bankinn myndi halda vöxtunum óbreyttum en höfðu í æ ríkari mæli hallast að því síðustu daga að bankinn myndi lækka þá í skugga fjármálakreppu og ótta við að dregið gæti úr einkaneyslu í stað þess að halda þeim óbreyttum og sporna gegn því að verðbólga aukist frekar.

Jólabónus fyrir lykilmenn Glitnis

Glitnir hefur keypt 500.000 hluti í bankanum og selt aftur til lykilmanna í bankanum. Hlutirnir voru keyptir á genginu 23,20 kr. en seldir til starfsmannanna á 15,5 kr.

Mosagræn byrjun í kauphöllinni

Viðskipti í kauphöllinni hófust með uppsveiflu í morgun ef FL Group er undanskilið en þar féllu bréfin um 2,1% í fyrstu viðskiptum dagsins.

Pálmi kaupir tæp 7% í FL Group

Vísir hefur heimildir fyrir því að athafnamaðurinn Pálmi Haraldsson í Fons hafi keypt rétt tæp 7% í FL Group á genginu 16,10 í morgun. Alls greiddi Pálmi 10,4 milljarða fyrir 6,8% hlut. Þar með er Pálmi orðinn fimmti stærsti hluthafinn í félaginu.

Hluthafafundur hjá FL Group 14. desember

FL Group gaf frá sér tilkynningu í gærkvöld þar sem fram kom að hluthafafundur félagsins verður haldin 14. desember næstkomandi. Þar verður væntanlega nýleg hlutafjáraukning upp á 64 milljarða samþykkt sem og ný stjórn kjörin.

Roman fjárfestir í gullnámu

Fjárfestingarfélag í eigu Roman Abramovich hefur fest kaup á 40% hlut í námufélaginu Highland Gold fyrir 24 milljarða króna.

FL Group lækkaði um 26 milljarða

Gengi hlutabréfa í FL Group jafnaði sig lítillega við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag eftir 18,18 prósenta fall við upphaf dags. Lægst fór gengið í 15,65 krónur á hlut en endaði í 16,35 krónum. Lækkunin kemur í kjölfar mikilla hræringa innan veggja fyrirtækisins, svosem með brotthvarfi Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, og hræringum með hlutabréf félagsins. Gengi annarra félaga féll sömuleiðis hratt.

Jón yngsti forstjórinn í Kauphöllinni

Jón Sigurðsson, nýráðinn forstjóri FL Group, er yngsti forstjórinn í Kauphöllinni. Hann er 29 ára gamall, einu ári yngri en Magnús Jónsson, forstjóri Atorku og tveimur árum yngri en Lárus Welding, forstjóri Glitnis.

Framleiðni umfram væntingar í Bandaríkjunum

Framleiðni jókst um 6,3 prósent í Bandaríkjunum á þriðja ársfjórðungi, þar af um 0,5 prósent í október, samkvæmt útreikningum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Þetta er talsvert meira en sérfræðingar á fjármálamarkaði höfðu reiknað með en flestir höfðu gert ráð fyrir lítilli sem engri breytingu á milli mánaða.

„Baugur ekki að bjarga okkur“

Jón Sigurðsson forstjóri FL Group var í hádegisviðtalinu á Stöð 2 rétt í þessu. Þar var hann meðal annars spurður hvort Baugur hefði komið fyrirtækinu til bjargar.

Reglur í vinnslu um stöðvun viðskipta í kauphöllinni

Engar sérstakar reglur eru um hvenær stöðva ber viðskipti í kauphöllinni ef bréf lækka eða hækka umfram það sem eðlilegt getur talist. Þórður Friðjónsson forstjóri kauphallarinnar segir að slíkar reglur séu í vinnslu hjá OMX.

Hannes hefur tíu daga til að finna 6,3 milljarða

Æskilegt er Hannes Smárason ljúki fjármögnun á hlutafjárkaupum sínum í Geysi Green Energy á næstu dögum. Þetta kom fram í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, stjórnarformanns FL Group á fundi með fjárfestum í morgun.

Langversta byrjun í kauphöllinni frá upphafi

Upphaf viðskipta í kauphöllinni í morgun er það langversta í sögu kauphallarinnar. Þótt lækkanirnar frá í morgun hafi að hluta gengið til baka og markaðurinn sé að jafna sig hefur úrvalsvísitalan lækkað um rúm 3,5% nú undir hádegið. Er hækkun ársins þar með gengin til baka.

Bresk eign Baugs og FL Group niður um sextán prósent

Gengi hlutabréfa í bresku herrafatakeðjunni Moss Bros féll um rúm sextán prósent við upphaf viðskiptadagsins í bresku kauphöllinni í dag eftir að fyrirtækið greindi frá því að ólíklegt væri að félagið næði markmiðum sínum á árinu. Unity Investments, félag í eigu Baugs, FL Group og breska fjárfestisins Kevin Stanfords, á nærri 30 prósenta hlut í keðjunni.

FL Group niður um 18 prósent við opnun markaða

Gengi hlutabréfa í FL Group féll um 18,18 prósent skömmu eftir upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er ekkert einsdæmi því SPRON féll á sama tíma um rúm átta prósent, Exista um tæp sjö og Glitnir um tæp fjögur prósent.

Seðlabanki Kanada lækkar stýrivexti

Kanadíski seðlabankinn ákvað í gær að lækka stýrivexti um 25 punkta í 4,25 prósent vegna óvissuástands í efnahagslífinu. Þetta er fyrsta stýrivaxtalækkun bankans í fjögur og hálft ár.

Stærstu hluthafar eru tólf milljarða í mínus

Ef þrír af fjórum stærstu hluthöfum FL Group seldu hluti sína í félaginu nú á gengi nýrrar hlutafjáraukningar 14,7 myndu þeir vera tæpa tólf milljarða í mínus. Hannes Smárason, Gnúpur og félagarnir Magnús Ármann og Þorsteinn M. Jónsson væru í virkilega vondum málum ef markaðurinn myndi meta gengi félagsins á sama hátt og gert var í hlutafjáraukningunni.

Sjá næstu 50 fréttir