Fleiri fréttir

Al Gore ávarpaði gesti Landsbankans

Yfir fjögur hundruð fjárfestar, forstjórar og aðrir gestir hlýddu á orð Al Gore á orku- og umhverfisráðstefnu Merrion Capital, dótturfélags Landsbankans, í Dublin hinn 1. desember. Umhverfisvernd verður eitt af mikilvægustu verkefnum bankans á komandi árum, samkvæmt tilkynningu.

Óljóst hverjir eiga þrjátíu milljarða

Ákveðið var að slíta Eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingum í sumar. Til verður fjárfestingarsjóður með 30 milljarða króna í eigið fé. Sjálfseignarstofnunin Samvinnusjóðurinn verður stærsti hluthafinn. Um 50 þúsund aðilar eiga þar líka hlut, en óvíst er hversu mikið hver og einn á.

Farsíminn út á lífið

Sérstakir farsímar undir ákveðnum tískumerkjum þykja einkar vinsælir hjá konum þegar farið er út á lífið.

Sigur unninn í tveggja ára slag Marel eignast Stork Food Systems

Marel Food Systems samdi rétt fyrir mánaðamótin um yfirtöku á matvælavinnsluvélahluta iðnaðarsamstæðunnar Stork N.V. í Hollandi. Með yfirtökunni hefur Marel náð því marki sínu að verða leiðandi á sínu sviði í heiminum, á dreifðum markaði þar sem mikið samþættingarferli fer í hönd. Raunar verður félagið stærst í heimi.

489 milljónir króna fyrir kaupréttarsölu

Össur hf. hefur selt kauprétt að húsnæði félagsins að Grjóthálsi 5 fyrir 7,9 milljónir Bandaríkjadala. Það nemur rúmum 489 milljónum íslenskra króna. „Við höfum verið að leigja húsnæðið hér í tíu ár, frá því árið 1997. Í þeim leigusamningi var kaupréttarákvæði sem miðaðist við markaðsverð þess tíma. Síðan hefur það hækkað mjög í virði. Því var mjög hagstætt fyrir okkur að selja kaupréttinn,“ segir Sigurborg Arnarsdóttir, fjárfestatengill Össurar.

Hannes fær 60 milljónir í starfslokasamning

Hannes Smárason, fráfarandi forstjóri FL Group, fær 60 milljónir króna í starfslokasamning frá félaginu. Hannes hefur verið forstjóri félagsins síðan í október 2005 þegar Ragnhildur Geirsdóttir hætti. Þar á undan var hann starfandi stjórnarformaður frá árinu 2004.

Vilja slá á sögur um að allt sé að brenna

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður FL Group, segir að stjórnendur fyrirtækisins muni velja nýjar fjárfestingar félagsins vandlega á næstunni. Hann telur vel hægt að bæta rekstur félagsins á næstunni. Inni í félaginu séu mjög góðar fjárfestingar. Til dæmis séu þar kjölfestueign í Glitni og félagið eigi TM tryggingar að fullu.

Hlutur Hannesar í FL Group þynnist um 7%

Hannes Smárason er ekki lengur stærsti hluthafi FL Group. Með nýju útgefnu hlutafé upp á 64 milljarða hefur Baugur Group tekið við þeirri stöðu og fer nú með 35,9% hlut í félaginu. hlutur Hannesar fer úr 20,52% í 13,7%.

SPRON lækkaði um 6,94% í dag

Það var rauður dagur í Kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan lækkaði um 3,1%. Gengi hlutabréfa í SPRON lækkaði um 6,94%. Exista lækkaði um 5,69%, 365 hf lækkaði um 5,15%, Straumur-Burðarás um 4,29% og Glitnir um 3,65%.

Óheppilegt að loka í heilan dag

Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir að lögð sé áhersla á að stöðva viðskipti með bréf fyrirtækis í Kauphöllinni eins sjaldan og í eins stuttan tíma og mögulegt er. Viðskipti með bréf í FL Group voru stöðvuð í morgun og sagt að tilkynning frá félaginu væri væntanleg. Sú tilkynning barst hins vegar ekki fyrr en klukkan 16:45 eða við lokun markaða.

Jón Sigurðsson forstjóri FL Group

FL Group hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að Jón Sigurðsson taki við sem forstjóri af Hannesi Smárasyni.

Hlutafé aukið um 64 milljarða í FL Group

Hlutafé í FL Group verður aukið um 64 milljarða og eigið fé félagsins verður 180 milljarðar eftir hlutafjáraukningu í félaginu sem samþykkt var í dag. FL Group kaupir hlut í öflugum fasteignafélögum fyrir 53,8 milljarða króna en allar eignirnar eru keyptar af Baugi Group.

Gnúpur mun fylgjast með á hliðarlínunni

Fjárfestingafélagið Gnúpur, sem á 17,5% á FL Group og er sem stendur annar stærsti hluthafi félagsins, mun ekki taka þátt í hlutafjáraukningunni sem fyrirhugað er að kynna seinna í dag. Þetta hefur Vísir eftir áreiðanlegum heimildum innan Gnúps.

Enn lækkar í kauphöllinni

Miklar lækkanir hafa verið í Kauphöllinni það sem af er degi. Gengi bréfa SPRON hafa lækkað mest eins og staðan er þessa stundina, eða um 6,35 prósent. Exista fylgir þar á eftir en bréf í því fyrirtæki hafa lækkað um 6,08 prósent í dag. Þar á eftir fylgja bréf í 365 hf. sem hafa lækkað um 5,58 prósent.

Samson selur hlut sinn í búlgörsku fasteignafélagi

Fasteignafélagið Landmark í Búlgaríu, sem meðal annars var í eigu Samson Properties, hefur verið selt stjórnendum félagsins á nærri 19 milljarða króna. Þetta eru stærstu fasteignaviðskipti í sögu Búlgaríu eftir því sem segir í tilkynningu vegna sölunnar.

Al Gore gestur hjá dótturfyrirtæki Landsbankans

Al Gore, nóbelsverðlaunahafi og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna var gestur á Orku- og umhverfisráðstefnu Merrion Capital, dótturfyrirtækis Landsbankans þann 1. desember síðastliðinn í Dublin á Írlandi. 400 gestir hlýddu á framsöguræðu varaforsetans sem bar yfirskriftina „Græn hugsun: Efnahagsstefna fyrir 21. öldina.“

JP/Politiken tapar yfir milljarði króna

Blaðaútgáfan JP/Politikens Hus reiknar með að tapa yfir milljarði króna á þessu ári. Tapið er að mestu tilkomið vegna útgáfu fríblaðsins 24timer.

Blóðrauð byrjun í Kauphöllinni

Kauphöllin opnaði í morgun með mikilli niðursveiflu. Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,91 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins og stendur nú í 6.722 stigum.

Viðskipti stöðvuð með hlutafé FL Group

Samkvæmt fréttabréfinu TravelPeople er Hannes Smárason hættur sem forstjóri FL Group. Samkvæmt tilkynningu kauphallarinnar hafa viðskipti með hlutafé FL Group verið stöðvuð og að frétt sé væntanleg.

Stórir hluthafar í FL Group falla frá forkaupsrétti

Stærstu hluthafar FL Group og stjórn funduðu langt fram á nótt í húsi lögmannsstofunnar Logos í Efstaleiti. Hvorki Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður félagsins, eða Hannes Smárason forstjóri vildu tjá sig við Vísi að loknum fundinum.

RBS afskrifi 250 milljarða

Búist er við að stjórn Royal Bank of Scotland afskrifi um tvo milljarða punda, eða nálægt 250 milljörðum króna, vegna undirmálslánakreppunnar á Bandaríkjamarkaði.

Jón Ásgeir til fundar við Pálma vegna FL Group

Eftir að óformlegum fundi helstu lykilstjórnenda og eigenda FL Goup, sem haldinn var í höfuðstöðvum Baugs við Túngötu, lauk fyrr í kvöld hélt Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður FL Group, rakleiðis til fundar við Pálma Haraldsson eiganda Fons.

Viðskiptahallinn helst óbreyttur

Allt útlit er fyrir að viðskiptahallinn á þriðja ársfjórðungi verði svipaður og á öðrum ársfjórðungi. Nú þegar hafa komið fram tölur um vöruskiptahalla sem sýna að hann er svipaður milli ársfjórðunga, eftir því sem fram kemur í Hálf-fimm fréttum Kaupþings í dag.

FL niður um tæp átta prósent

FL Group lækkar enn flugið í Kauphöllinni en gengi bréfa í fyrirækjunu hefur lækkað um tæp átta prósent í dag. Gengið stendur nú í 19,3 sem er lækkun upp á 7,89 prósent. Úrvalsvísitalan hefur lækkað í dag um tæp tvö prósent.

Álag á skuldatryggingar heldur áfram að falla

Álag á skuldatryggingar íslensku viðskiptabankanna heldur áfram að falla og á þeirri viku sem liðin er síðan að Kaupþing tilkynnti um lok fjármögnunar á hollenska bankanum NIBC hefur álag íslensku bankanna fallið um rúmlega um 100 púnkta að meðaltali.

Bank of Scotland afskrifar 2 milljarða punda vegna undirmálslána

Reiknað er með að stjórn Royal Bank of Scotland muni í þessari viku gera grein fyrir hversu mikið bankinn þarf að afskrifa vegna undirmálslánakrísunnar á Bandaríkjamarkaði. Talið er að afskriftirnar muni í heild nema um tveimur milljörðum pund eða yfir 250 milljörðum kr.

Gengi FL Group hefur fallið um tæp 6%

Gengi hlutabréfa í FL Group stendur nú í 19,5 og hefur því lækkað um 5,98 prósent í morgun. Lægst fór það hins vegar í 19,3 krónur í síðustu viku. Verðmæti félagsins er nú 183,9 milljarðar, var í morgun 194.1 milljarðar og hefur því rýrnað um 10,2 milljarða frá því í morgun. Gengi fjárfestingafyrirtækja og banka hefur lækkað í dag að SPRON, Glitni og Eik banka undanskildum.

Mismunandi skoðanir á veikindafjarvistum á Norðurlöndunum

Í nýjasta tölublaði Atvinnulífs á Norðurlöndum er fjallað um rannsókn á veikindafjarvistum á Norðurlöndunum út frá ólíkum sjónarmiðum. Þar kemur fram að skoðanir á veikindafjarvistum eru mjög mismunandi milli Norðurlandanna.

Hlutafjárútboði Marel lokið

Lokuðu útboði Marel Food Systems á nýjum hlutum lauk á föstudag en nýir hlutir svara til tæplega átta prósenta heildarhlutafjár Marel. Lífeyrissjóðir tryggðu sér tvo þriðju hluta af nýja hlutafénu og afgangurinn féll öðrum fjárfestum í skaut.

FL Group í viðræðum við þriðja aðila

FL Group hefur á síðustu dögum átt í viðræðum við „þriðja aðila“, sem fela meðal annars í sér mat á ýmsum fjárfestingakostum og fjármögnun þeirra, með það að markmiði að efla enn frekar eignasafn félagsins og fjárhagslegan styrk.

Tölvuleikjarisar sameinast

Hugbúnaðarfyrirtækin Activision og Blizzard, sem framleiða nokkra af þekktustu tölvu- og netleikjum heims, hafa ákveðið að sameinast undir einu þaki og nýju sameinuðu nafni, Activision Blizzard. Breska ríkisútvarpið segir samrunann geta hrist upp leikjatölvubransanum.

Framtíð FL Group rædd á fundi á Túngötunni

Nýlokið er fundi í höfuðstöðvum Baugs Group á Túngötunni. Hann var á milli þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, stjórnarformanns FL Group, Hannesar Smárasonar, forstjóra félagsins og Jóns Sigurðssonar aðstoðarforstjóra.

Glæta í Bandaríkjunum

Beðið er með eftirvæntingu eftir að sjá hvað gerist í Bandaríkjunum þegar markaðirnir opna á morgun.

Aukið hlutafé Baugs í FL Group nægir ekki eitt og sér

Líkt og Morgunblaðið greindi fyrst frá í gærmorgun hafa stjórnendur Baugs Group í samráði við aðra stærstu hluthafa FL Group ákveðið að hækka hlutafé félagsins um 60 milljarða á næstunni. Líklegt er þó að það dugi ekki til því þörf er á nýjum hluthöfum sem eru fjárhagslega sterkari heldur en stærstu hluthafar félagsins í dag.

SAS í vanda út af kínverskum flugfreyjum

Kínverskar flugfreyjur sem SAS flugfélagið réði til starfa í þeim flugvélum sínum sem fljúga milli Danmerkur og Kína geta kostað félagið tugi milljóna króna í sektum.

Facebook dregur í land með kaupupplýsingar

Stjórnendur Facebook vefsins hafa látið undan þrýstingin notenda og leyft þeim að stýra betur hvort upplýsingar um kauphegðan þeirra eru birtar öllum sem nota vefinn.

Sjá næstu 50 fréttir