Viðskipti erlent

Keops-stjórar hætta hjá Landic Property

Tveir af fyrrum forstjórum danska fasteignafélagsins Keops hafa hætt störfum hjá Landic Property. Skarphéðinn Berg Steinarsson forstjóri Landic segir að ákveðið hafi verið að skera niður í yfirstjórn félagsins.

Stjórarnir sem hér um ræðir eru þeir Karsten Poulsen og Michael Rosenvold. Keops sameinaðist Landic fyrir hálfum öðrum mánuði en Atlas Ejendomme og Stoðir tilheyra einnig Landic.

"Sameining þessara félaga hefur gengið að óskum," segir Skarphéðinn Berg í tilkynningu um breytingarnar á yfirstjórn Landic. "Því ákváðum við að skera niður í yfirstjórninni og þeir Karsten og Michael ákváðu að leita á ný mið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×