Viðskipti erlent

James Murdoch valdamesti fjölmiðlamaður Bretlands

James Murdoch, sonur gamla mannsins Rupert Mordoch, verður valdamesti fjölmiðlamaður Bretlands í dag. Tilkynnt verður um að hann taki við yfirstjórn á News Corp. í landinu.

Undir News Corp. heyra fjölmiðlar á borð við The Times, Sunday Times og The Sun. Ítalskar sjónvarpsstöðvar og sjónvarpsstöðin Star TV í Asíu.

James hefur verið forstjóri sjónvarpsstöðvarinnar BSkyB og þykir hafa staðið sig vel í starfinu. Fréttaskýrendur telja að með þessari nýju stöðu fyrir James sé Rupert að koma á framfæri skilaboðum um að sonurinn muni taka við öllu Murdoch-veldinu í náinni framtíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×