Viðskipti erlent

Apar jafngóðir og sérfræðingar á fjármálamarkaðinum?

Eru apar jafngóðir og sérfræðingarnir á fjármálamarkaðinum? Merkilegt nokk hafa fleiri rannsóknir leitt í ljós að svo er.

Api með bundið fyrir augun og látinn kasta pílu í dart-kringlu með nöfnum félaga í kauphöllinni í New York. Í ljós kom að hann var næstum jafngóður og fjármálasérfræðingar í að velja þau félög sem síðan stóðu sig vel á markaðinum.

Þetta kemur fram í bók prófessorsins Burton Malkiel A Random Walk Down Wall Street. Raunar hafa fleiri rannsóknir leitt í ljós að apar eiga næstum jafngott með að velja "réttu" hlutabréfin til að kaupa hverju sinni og þeir sem eiga að hafa mest vit á málefninu.

Malkiel vill meina að hinn litli munur þarna á milli felist í að sérfræðingarnir hafi áhrif á markaðinn með ráðgjöf sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×