Fleiri fréttir

Hluthafar vilja afskráninguna

Vinnslustöðin fer úr Kauphöllinni samkvæmt ákvörðun hluthafafundar. Næststærsti hluhafinn biður Kauphöllina að hafna eða fresta afkráningu.

Greiningadeild Kaupþings spáir 4,8% verðbólgu

Greiningardeild Kaupþings hefur endurskoðað spá sína til hækkunar og spáir nú 0,3% hækkun vísitölu neysluverðs í stað 0,2%, eftir því sem fram kemur í Hálf-fimm fréttum. Þar segir að endurskoðun frá fyrri spá megi rekja til hækkunar eldsneytisverðs í lok mánaðar.

Tekjur Íslendinga vegna upplýsingaiðnaðarins hafa sexfaldast

Útflutningstekjur Íslendinga vegna upplýsingaiðnaðarins hafa nær sexfaldast frá árinu 1996. Á árinu 2006 jukust útflutningstekjurnar um 30,4% miðað við fyrra ár, eftir því sem fram kemur í samantekt Bryndísar Pétursdóttur, sem birtist á vefsvæði Seðlabanka Íslands.

Varar við hægari hagvexti í Bandaríkjunum

„„Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, varar við hægingu á hagvexti í Bandaríkjunum á fjórða ársfjórðungi," að því er fram kom í máli Árna Jóns Árnasonar, sérfræðings hjá Askar Capital. Sindri Sindrason tók Árna Jón tali við lokun markaða í dag.

Áfram lækkun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa lækkaði enn einn daginn í dag en Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,07 prósent. Hún hefur hríðlækkað í vikunni, eða sem nemur tæpum tíu prósentum. Hún hefur lækkað um tæp 25 prósent frá því hún stóð hæst um miðjan júlí.

Áfram skellur á bandarískum fjármálamarkaði

Fjárfestar í Bandaríkjunum horfðu upp á áframhaldandi skell á fjármálamörkuðum vestanhafs í dag. Hlutabréf réttu lítillega úr kútnum fyrir vitnaleiðslu Ben Bernankes, seðlabankastjóra landsins, í gær eftir viðvarandi lækkun alla vikuna en fóru niður með hraði eftir að hann sagði líkur á minni hagvexti í Bandaríkjunum á þessum síðasta fjórðungi ársins vegna fjármálakrísunnar sem sett hefur stórt skarð í afkomutölur helstu fjármálafyrirtækja.

Lykilstarfsmenn Teymis fá kauprétti

Stjórn Teymis hf. hefur ákveðið að gefa út kauprétti að hlutafé í félaginu til lykilstarfsmanna samstæðunnar. Heildarupphæðin nemur rúmlega 65 milljónum kr.

Spá 0,4% hækkun á neysluverðsvísitölu

Greining Glitnis reiknar með að vísitala neysluverðs hækki um 0,4% milli október og nóvember en Hagstofa Íslands birtir mælingu sína á mánudagsmorgun.

Atlantic Petroleum enn á uppleið

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um 4,32 prósent við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag og stendur nú í hæstu hæðum. Félagið hefur verið á þeysireið þrátt fyrir óróleika á hlutabréfamörkuðum og rokið upp um rúm 330 prósent það sem af er árs.

Skipasmíðastöð Walesa seld

Samkeppnisyfirvöld í Póllandi hafa samþykkt að selja skipasmíðastöðina í borginni Gdansk til fyrirtækis í Úkraínu. Skipasmíðastöðin hefur fram til þessa verið í eigu pólska ríkisins og komst á spjöld sögunnar snemma á níunda áratug síðustu aldar en verkalýðsfélagið Samstaða var stofnuð innan hennar veggja með Lech Walesa í fararbroddi.

Kreppir að hjá Sothebys

Fjármálavandræðin á Wall Street hafa nú náð inn í virðulega sali uppboðsfyrirtækisins Sothebys.

Vonbrigði með samþættingu

Marel Food Systems væntir þess að sjá ábata vegna fyrirtækjakaupa í næsta uppgjöri. Hörður Arnarson, forstjóri félagsins, segir hins vegar ákveðin vonbrigði að ávinningur af samþættingu við AEW Delford og Scan­vaegt skuli ekki hafa komið fram á þriðja ársfjórðungi líkt og vænst hafi verið. Hann kynnti árshlutauppgjör félagsins í gærmorgun.

Eins og góður íþróttaleikur

„Dagurinn í dag eins var eins og góður íþróttaleikur,“ sagði Þorbjörn Atli Sveinsson, knattspyrnumaður og sérfræðingur hjá Greiningadeild Kaupþings. Hann var gestur Sindra Sindrasonar við lokun markaðar í dag.

Yfirráð Google á vefnum yfirfærast ekki á farsíma

Yfirráð Google yfir vefnum munu ekki yfirfærast á farsímamarkaðinn. Þetta segir John Forsyth forstöðumaður Symbian, sem hannaði það stýrikerfi sem knýr flesta farsíma í heiminum. Google skorti reynslu.

Úrvalsvísitalan rétt náði að hækka

Gengi Úrvalsvísitölunnar hækkaði lítillega eftir mjög sveiflukenndan dag í Kauphöllinni en vísitalan fór frá því að falla um rúm þrjú prósent í tveggja prósenta hækkun. Undir lok dags hafði gengi bréfa í Icelandair hækkað mest, eða um 3,6 prósent. Á hæla fyrirtækisins fylgdi Exista og Bakkavör.

Stýrivöxtum í Evrópu haldið óbreyttum

Seðlabanki Evrópu ákvað í dag að halda stýrivöxtum í þeim 13 ríkjum sem undir hann heyra óbreyttum í 4 prósentum. Tilkynningin kemur í kjölfar ákvörðunar breska seðlabankans sem einnig ákvað í dag að hreyfa ekki við vöxtunum. Stýrivextir í Bretlandi eru nú 5,75 prósent. Ákvörðun Evrópska bankans vekur athygli þar sem evran hefur styrkst að undanförnu og hefur aldrei verið sterkari gagnvart Bandaríkjadal.

Samruni námurisa úr sögunni?

Námurisinn Rio Tinto hafnaði í dag yfirtökutilboði frá BHP Billiton, stærsta námuvinnslufyrirtæki í heimi. Við samrunann hefði orðið til virði hins nýja félags orðið 45 þúsund milljarða króna virði.

Frekari sameiningar hjá sparisjóðum

Til stendur að sameina Sparisjóðinn í Keflavík og Sparisjóð Þórshafnar og nágrennis eftir því sem fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Landsbankinn reynir yfirtöku á breskum banka

Fjárfestingabankinn Close Brothers hefur hafnað 1,4 milljarða punda, eða um 175 milljarða króna yfirtökutilboði Cenkos og Landsbankans. Fram kemur á vefsíðu The Times að boðinu hefði verið hafnað í morgun en HSBC er sagður bakhjarl tilboðsins.

Snarpur viðsnúningur í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöllina tók skarpa beygju úr lækkanaferli síðustu fjóra daga en þau hafa nú hækkað mjög í verði. Úrvalsvísitalan hafði lækkað um 3,4 prósent í morgun en hefur nú snúist við og hækkað um rúm 2,5 prósent. Gengi bréfa í Icelandair hefur hækkað langmest, eða um rúm sex prósent.

Árið horfið úr bókum margra félaga í Kauphöllinni

Úrvalsvísitalan féll um 3,42 prósent skömmu eftir að viðskipti hófust í Kauphöllinni í morgun. Þetta er fjórði dagurinn í röð sem vísitalan lækkar en hún hefur farið niður um 11,4 prósent í vikunni. Fjármálafyrirtæki leiða lækkanalestina. Gengi bréfa í nokkrum fjármálafyrirtækjanna hefur ekki verið lægra síðan í byrjun síðasta hausts.

Olíuverðið á niðurleið

Heimsmarkaðsverð á framvirkum samningum á hráolíu lækkaði nokkuð á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að menn telja líkur á að eftirspurn eftir svartagullinu muni minnka í Bandaríkjunum á næstunni.

Morgan Stanley tapar 200 milljörðum kr.

Fjármálafyrirtækið Morgan Stanley hefur tilkynnt að það hafi tapað 3,7 milljörðum dollara eða yfir 200 milljörðum króna á undirmálslánum sínum í Bandaríkjunum.

Spenna fyrir opnun kauphallarinnar

Fjármálasérfræðingar og fjárfestar bíða þess nú í ofvæni hvað gerist þegar viðskipti hefjast í kauphöllinni fyrir hádegi, eftir að úrvalsvísitalann hefur hrapað um átta prósent á þremur undanförnum dögum.

Miklar lækkanir á bandarískum mörkuðum

Bandarísk hlutabréf féllu töluvert í verði í dag en við lokun kauphallarinnar á Wall Street hafði Dow Jones vísitalan fallið um 360.92 punkta, eða 2.64 prósent. S&P 500 vísitalan lækkaði einnig, um 2.94 prósent.

VGK-Hönnun styrkir HR

Verkfræðistofan VGK-Hönnun og Háskólinn í Reykjavík hafa gert með sér samkomulag til þriggja ára sem felur í sér fjárhagslegan stuðning að upphæð 22,5 milljónir króna til tækni- og verkfræðideildar HR.

Hagnaður Marels um 2,7 milljarðar

Hagnaður Marels á fyrstu níu mánuðum ársins nam 2,7 milljónum evra, eða um 230 milljónum króna, og nánast fjórfaldaðist á milli ár. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu félagsins til Kauphallar Íslands. Hagnaður félagsins á sama tíma í fyrra reyndist um 60 milljónir króna.

Finnur Ingólfsson: Lækkunin ekki í takt við virði Icelandair

Athafnamaðurinn Finnur Ingólfsson seldi rúmlega 15% hlut sinn í Icelandair 31. ágúst síðastliðinn. Í dag er gengi bréfa félagsins 30,5% lægra en þegar Finnur seldi og má því leiða líkum að Finnur hafi selt á hárréttum tíma.

Risatap hjá General Motors

Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors (GM), annar umsvifamesta fyrirtækið á þessu sviði á eftir Toyota, tapaði 39 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 2.273 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma í fyrra nam tap fyrirtækisins litlum 147 milljónum dala. Þetta er stærsta tap í sögu bílaframleiðandans.

Kínverjar vilja losa sig við dollara

Gengi dollars gagnvart everu hefur aldrei verið lægra en nú þarf að borga 1,47 dollara fyrir evru. Og þetta mun fara versnandi á næstunni því Kínverjar ætla að draga úr dollaraeign sinni. Það var varaformaður kínverska þingsins, Cheng Siwei, sem lét þessa bombu falla á fundi í vikunni.

Munur milli punds og dals ekki meiri í 26 ár

Gengi breska pundsins rauk í dag í hæstu hæðir gagnvart bandaríkjadal, sem hefur lækkað ört í kjölfar stýrivaxtalækkunar bandaríska seðlabankans í síðustu viku. Þegar mest lét fengust 2,1052 dalir fyrir hvert pund. Gengi evrunnar hefur sömuleiðis ekki verið sterkara gagnvart dalnum.

Fjöldi félaga fellur í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Icelandair féll um sex prósent og fór í 22,3 krónur á hlut skömmu eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Gengi bréfa í félaginu hefur aldrei verið lægra. Fjöldi félaga í Kauphöllinni tók sömuleiðis á sig skell og féll Úrvalsvísitalan um tæp 2,4 prósent. Einungis tvö færeysk félög og SPRON hafa hækkað í dag.

Toyota á góðri keyrslu

Hagnaður japanska bílaframleiðandans Toyota nam 450,9 milljörðum jena, jafnvirði rúmra 233 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi, sem er annar fjórðungur félagsins. Til samanburðar nam hagnaðurinn 405,7 milljörðum jena á sama tíma í fyrra og nemur aukningin því 11 prósentum á milli ára.

Olíuverð í hæstu hæðum

Verð á hráolíu rauk upp í 98 dali á fjármálamörkuðum í Asíu í nótt en verðið hefur aldrei verið hærra. Helsta ástæðan fyrir hækkuninni nú er lækkun á gengi bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum og áhyggjur manna um að olíuframleiðendur nái ekki að anna eftirspurn eftir svartagullinu í vetur. Þá spilar veðurfar inn í en stormur á Norðursjó varð til þess að brestur varð á olíuframleiðslu.

Atlantic tilbúið í frekari olíuleit við Færeyjar

Færeyska olíufélagið Atantic Petroleum sem skráð er í kauphöllinni hérlendis er tilbúið til að taka þátt í næsta útboði færeysku stjórnarinnar á leyfum til rannsóknarboranna innan færeysku efnahagslögsögunnar.

Sjá næstu 50 fréttir