Viðskipti erlent

Miklar lækkanir á bandarískum mörkuðum

Bandarísk hlutabréf féllu töluvert í verði í dag en við lokun kauphallarinnar á Wall Street hafði Dow Jones vísitalan fallið um 360.92 punkta, eða 2.64 prósent. S&P 500 vísitalan lækkaði einnig, um 2.94 prósent.

Þá féllu bréf í Washington Mutual, einum stærsta banka Bandaríkjanna um 17 prósent og hefur virði bréfa í bankanum ekki verið lægra í 7 ár. Lækkunin kemur í kjölfar yfirlýsingar frá bankanum þar sem sagði að von væri á frekara tapi á húsnæðislánum bankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×