Viðskipti innlent

Spenna fyrir opnun kauphallarinnar

Fjármálasérfræðingar og fjárfestar bíða þess nú í ofvæni hvað gerist þegar viðskipti hefjast í kauphöllinni fyrir hádegi, eftir að úrvalsvísitalann hefur hrapað um átta prósent á þremur undanförnum dögum.

Það þýðir að markaðsverðmæti skráðra fyrirtækja hefur hrapað um 285 milljarða á samam tíma, eða um níu þúsund og fimm hundruð milljónir króna á dag.

Mest er lækkunin í fjármálafyrirtækjum, eða um 200 milljarðar og af þeim hefur Kaupþing lækkað mest, eða um tæp 13 prósent, sem jafngildir umþaðbil 106 milljarða króna lækkun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×