Viðskipti innlent

Atlantic tilbúið í frekari olíuleit við Færeyjar

Færeyska olíufélagið Atantic Petroleum sem skráð er í kauphöllinni hérlendis er tilbúið til að taka þátt í næsta útboði færeysku stjórnarinnar á leyfum til rannsóknarboranna innan færeysku efnahagslögsögunnar.

Útboðið fer fram í kringum áramótin og er það þriðja í röðinni sem Færeyingar efna til. Enn hefur ekki fundist vinnanleg olía í lögsögunni en Wilhelm Petersen forstjóri Atlantic er bjartsýnn um að það takist á endanum.

Atlantic er það fyrirtæki sem bestum árangri hefur skilað í ár í kauphöllinni. Hlutir í því hafa hækkað um nær 300% frá áramótum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×