Viðskipti erlent

Stýrivöxtum í Evrópu haldið óbreyttum

Seðlabanki Evrópu ákvað í dag að halda stýrivöxtum í þeim 13 ríkjum sem undir hann heyra óbreyttum í 4 prósentum. Tilkynningin kemur í kjölfar ákvörðunar breska seðlabankans sem einnig ákvað í dag að hreyfa ekki við vöxtunum. Stýrivextir í Bretlandi eru nú 5,75 prósent. Ákvörðun Evrópska bankans vekur athygli þar sem evran hefur styrkst að undanförnu og hefur aldrei verið sterkari gagnvart Bandaríkjadal.

Búist hafði verið við því að bankinn myndi hækka vextina um hálft prósent en eftir áföll sumarsins á mörkuðum hefur verið ákveðið að halda vöxtunum í fjórum prósentum út fram í desember hið minnsta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×