Viðskipti innlent

SPRON tapaði 850 milljónum á þriðja ársfjórðungi

Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, er ánægður með afkomu félagsins.
Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, er ánægður með afkomu félagsins. MYND/GVA

Hagnaður SPRON á fyrstu níu mánuðum ársins nam 9,3 milljörðum króna samkvæmt uppgjöri sem kynnt er í dag. Það er um fimm hundruð milljónum króna minni hagnaður en á sama tímabili í fyrra.

Félagið skilaði hins vegar tapi á þriðja ársfjórðungi upp 850 milljónir króna og segir í tilkynningu að það megi rekja til hræringa á fjármálamarkaði. Hagnaður SPRON á sama ársfjórðungi í fyrra reyndist hins vegar rúmir sjö milljarðar.

Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 41,6 prósent á ársgrundvelli. Hreinar rekstrartekjur námu alls 15,2 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins og hafa aldrei verið hærri.

Haft er eftir Guðmundi Haukssyni, forstjóra SPRON, að afkoman sé langt umfram væntingar. Grunnrekstur SPRON sé að styrkjast en á móti komi að gengishagnaður félagsins hafi lækkað á þriðja ársfjórðungi sem skýrist af þeim hræringum sem hafa verið á fjármálamörkuðum síðustu mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×