Viðskipti erlent

Kreppir að hjá Sothebys

Fjármálavandræðin á Wall Street hafa nú náð inn í virðulega sali uppboðsfyrirtækisins Sothebys.

Hlutabréf í fyrirtækinu féllu um þriðjung í gær sökum ótta um að fjárfestar væru byrjaðir að halda að sér höndunum við kaup á dýrum listaverkum.

Á uppboði í vikunni náðist ekki að selja 20 af 70 munum sem boðnir voru upp og þeir sem á annað borð seldust fóru langt undir matsverði. Meðal verka sem ekki tókst að selja var málverk eftir Van Gogh sem hann málaði aðeins örfáum dögum fyrir sjálfsmorð sitt árið 1890.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×