Viðskipti erlent

Sampo hagnast um 250 milljónir evra fyrir skatta

Exista á fimmtungshlut í Sampo.
Exista á fimmtungshlut í Sampo. MYND/Vilhelm

Hagnaður finnska tryggingafélagsins Sampo á þriðja ársfjórðungi fyrir skatta nam 256 milljónum evra eftir því sem greinir frá í Morgunkorni Glitnis.

Þar kemur enn fremur fram að hagnaður fyrir skatta af fasteigna- og slysatryggingum hafi verið um 119 milljónir evra sem hafi verið talsvert undir spá Glitnis. Hún hljóðaði upp á 168 milljónir evra. Hagnaður af verðbréfasafni félagsins nam um 22 milljónum evra og var það lítillega undir væntingum Greiningar í Finnlandi vegna mikilla sviptinga á fjármálamörkuðum.

Glitnir segir að afkoman hafi þó heildina verið í takt við væntingar, en þess má geta að Exista á fimmtugshlut í félaginu. Bendir greining Glitnis á að talsverðar vonir séu bundnar við 7,1 prósents eignarhlut Sampo í Nordea því sænska ríkið stefnir að því að selja tæplega fimmtungshlut sinn í félaginu og gæti Sampo tekið þátt í kaupum á þeim hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×