Viðskipti erlent

Morgan Stanley tapar 200 milljörðum kr.

Fjármálafyrirtækið Morgan Stanley hefur tilkynnt að það hafi tapað 3,7 milljörðum dollara eða yfir 200 milljörðum króna á undirmálslánum sínum í Bandaríkjunum.

Fyrirtækið segir einnig að það búist við því að tekjur þess minnki um 2,5 milljarða dollara á síðasta fjórðung ársins. Morgan Stanley er í hópi með öðrum þekktum fjármálafyrirtækjum sem tapað hafa stórt á undirmálslánunum svo sem Merill Lynch og Citigroup.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×