Viðskipti innlent

Actavis framleiðir samheitalyfs eins mest selda lyfs Evrópu

Róbert Wessmann, forstjóri Actavis.
Róbert Wessmann, forstjóri Actavis. MYND/Valgarður

Actavis hefur hafið framleiðslu á samheitalyfi eins söluhæsta lyfs Evrópu og er það komið í sölu í Þýskalandi. Um er að ræða geðlyfið Olanzapine sem er samheitalyf frumlyfsins Zyprexa, en það er söluhæsta lyf lyfjafyrirtækisins Eli Lilly.

Eftir því sem segir í tilkynningu frá Actavis er lyfið notað gegn geðklofa og og svokallaðri tvískautaröskun. Árleg sala frumlyfsins nam 282 milljörðum íslenskra króna miðað við fyrsta ársfjórðung 2007 og er það fjórða mest selda lyf í Evrópu og í Þýskalandi á árinu 2006.

Samheitalyfið Olanzapine var þróað á Íslandi og framleitt í lyfjaverksmiðju Actavis á Möltu. Einkaleyfi fyrir frumlyfinu átti að renna út eftir fjögur ár en þýskur dómstóll úrskurðaði einkaleyfi Eli Lilly í Þýskalandi ógilt fyrr á árinu sem opnaði leið fyrir markaðssetningu samheitalyfs þar í landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×