Viðskipti innlent

Landsbankinn og Andri Már verðlaunaðir fyrir markaðsstarf

Andri Már Ingólfsson er markaðsmaður ársins.
Andri Már Ingólfsson er markaðsmaður ársins. MYND/GVA

Landsbankinn var valinn markaðsfyrirtæki ársins og Andri Már Ingólfsson, stofnandi Heimsferða, markaðsmaður ársins á árlegri verðlaunahátíð ÍMARK, félags íslensks markaðsfólks.

Þetta var í sautjánda sinn sem verðlaunin voru veitt en það var Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem afhenti verðlaunin fyrir hönd ÍMARK.

Auk Landsbankans voru Glitnir og Iceland Express tilnefnd til verðlaunanna markaðsfyrirtæki ársins. Þóttu öll þessi fyrirtæki hafa sýnt frábæran árangur hvert á sínu sviði og síðastliðið ár verið viðburðarríkt.

Þá kom fram í álit dómnefndar að Heimsferðir Andra hefðu vaxið stöðugt frá stofnun þess fyrir 15 árum. Fyrirtækið hefði hafið útrás og keypt erlendar ferðaskrifstofur og móðurfélagið Primera flytti nú rúmlega eina milljón farþega á ári. Primera er í dag þriðja stærsta ferðaskrifstofan á Norðurlöndunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×