Fleiri fréttir

Hlutabréf lækka í Evrópu en hækka í Japan

Gengi hlutabréfa lækkaði lítillega við opnun viðskipta á fjármálamörkuðum í Evrópu í dag. Þetta kemur í kjölfar lækkunar á markaði í Bandaríkjunum í gær. Gengi Nikkei-vísitölunnar hækkaði hins vegar lítillega við lokun viðskipta í kauphöllinni í Japan. Flestar vísitölur hækkuðu í gær eftir skell á föstudag að bandaríska hlutabréfamarkaðnum undanskildum.

Einkaneysla eykst áfram

Sú mikla veltuaukning sem varð í dagvöruverslun í mars síðastliðnum, þegar virðisaukaskattur var lækkaður og vörugjöld afnumin, hefur haldið áfram að aukast hvern mánuð og einkaneysla heldur áfram.

Hannes fer upp fyrir Gnúp

Stærstu hluthafarnir í FL Group halda áfram að auka hlut sinn í félaginu. Oddaflug B.V., sem er í eigu Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, festi kaup á eins prósents hlut í FL fyrir helgi. Kaupverðið nam tæpum 2,1 milljarði króna.

Vísitölur lækkuðu í Bandaríkjunum

Vísitölur lækkuðu lítillega á bandarískum hlutabréfamörkuðum í dag þrátt fyrir hækkun við upphaf viðskipta. Vísitölur í Evrópu hækkuðu sömuleiðis, þar á meðal Úrvalsvísitalan í Kauphöll Íslands, sem hækkaði um 1,32 prósent og endaði í 8.099 stigum.

Hagnaður Blackstone þrefaldast

Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Blackstone Group skilaði hagnaði upp á 774 milljónir bandaríkjadala, rétt tæplega 51 milljarð íslenskra króna, á öðrum fjórðungi ársins. Þetta er þrefalt meiri hagnaður en á sama tíma fyrir ári. Fasteignafjárfestingarnar skiluðu langmestum hagnaði.

Methagnaður hjá Sparisjóði Keflavíkura

Sparisjóðurinn í Keflavík hagnaðist um rúma 4,6 milljarða krónar á fyrri helmingi ársins samanborið við rétt rúman milljarð króna á sama tíma í fyrra. Aukningin nemur 338,7 prósentum á milli ára en hagnaður sparisjóðsins hefur aldrei verið meiri á einum árshelmingi.

Vextir munu snarlækka á næsta ári

Greiningadeild Glitnis býst við að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum í 13,3%. Næsta vaxtaávörðun verður tekin þann 6. september. Glitnir telur að stýrivaxtalækkunarferlið hefjist í mars á næsta ári og vextir verði komnir í 9,25% í árslok 2008

Hagræðing fyrir viðskiptavini

Síminn og 365 miðlar hafa gert með sér samning um frekari dreifingu sjónvarpsefnis. Á síðasta ári undirrituðu forsvarsmenn Símans og 365 miðla samning um aðgang 365 miðla að Sjónvarpi Símans. Nýlega gerðu þeir með sér annan samning, sem hefur töluverða hagræðingu í för með sér fyrir viðskiptavini Símans.

Føroyja Banki hagnast um milljarð á hálfu ári

Nettóhagnaður Føroya Banka nam rúmum milljarði íslenskra króna á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við 460 milljónir á sama tímabili í fyrra. Føroyja Banki var skráður í Kauphöllina á Íslandi fyrr í sumar. Hagnaðurinn á öðrum ársfjórðungi var nokkru yfir væntingum.

Úrvalsvísitalan yfir 8.000 stigum á ný

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,34 prósent og fór í 8.100 stig skömmu eftir opnun viðskipta í Kauphöll Íslands í dag. Vísitalan lækkaði um 3,47 prósent á föstudag og fór undir 8.000 stigin. Hún hafði ekki verið lægri síðan um miðjan maí í fyrra.

Kauphallarfulltrúar ræða málin

Fulltrúar norrænu kauphallarsamstæðunnar OMX og kauphallarinnar í Dubai ætla að funda í dag og ræða um hugsanlegt tilboð hinna síðastnefndu í meirihluta bréfa í OMX. Fréttastofa Associated Press segir geta stefnt í yfirtökubaráttu á milli kauphallarinnar í Dubai og bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq um OMX.

Útlán Íbúðalánasjóðs 6,3 milljarðar í júlí

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu rúmum 6,3 milljörðum króna í síðasta mánuði. Af þeim voru 600 milljónir króna vegna leiguíbúðalána en almenn útlán voru 5,7 milljarðar króna, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Meðallán var tæplega 9,4 milljónir króna.

Verðbólgan í lágmarki

Vísitala neysluverðs í ágúst 2007 hækkaði um 0,04% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði um 0,37%. Verðbólga á ársgrundvelli er 3,4%.

Tónlist í sólgleraugunum

Nú er aldeilis hægt að hlusta á tónlist í sólinni. Þar sem tölvur og tæknibúnaður verður sífellt fyrirferðarminni var aðeins tímaspursmál þangað til einhverjum dytti í hug að framleiða sólgleraugu með innbyggðum mp3-spilara.

40 Gb á sekúndu

Intel hefur tekist að Þróa aðferð sem gerir gagnaflutninga allt að fjórum sinn um hraðari en nú. Þeim hefur tekist að búa til nýjan sílikon-leisimótara sem gerir þar til gerðum búnaði kleyft að senda 40 Gb á sekúndu eftir ljósleiðara.

Hvönn hindrar krabbamein

Fyrirtæki dr. Sigmundar Guðbjarnasonar vinnur að gerð heilsubótarefnis úr hvönn sem getur haft áhrif á Alzheimer og gleymsku. Sigmundur segir hvönnina geta minnkað líkur á krabbameini og ristruflunum.

Kínverjar segjast ekki munu ráðast á dollarann

Kínverjar reyndu í dag að slá á orðróm um að þeir hyggist selja gífurlega af dollurum úr gjaldeyrisvarasjóði sínum. Gjaldeyrisvarasjóður Kína er sá stærsti í heimi, ein komma þrjár trilljónir dollara. Langstærstur hluti hans er í bandaríkjadollurum. Kínverjar gætu því haft stórfelld áhrif á gengi dollarans og raunar á peningamarkaði um allan heim.

Heilbrigðiseftirlitið hakkað

Tyrkneskir tölvuþrjótar létu til skarar skríða á nýjan leik í gær og brutust inn á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Þegar farið var inn á síðuna haust.is blakti þar tyrkneski þjóðfáninn á svörtum grunni og hljómaði þjóðleg tónlist undir.

Hlutur Bakkabræðra í Exista rýrnaði um 19 milljarða

Bakkabræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir fóru ekki varhluta af lækkuninni á mörkuðum í vikunni. Eignarhaldsfélag þeirra, Bakkabraedur Holding B.V., á 45,2% hlut í fjármálafyrirtækinu Exista sem lækkaði um 9% í vikunni. Verðmæti hlutabréfa þeirra bræðra rýrnaði við það um 19 milljarða, fór úr 189 milljörðum í 170 milljarða.

Peningaskápurinn ...

Ríkisstarfsmenn sitja gjarnan undir góðlátlegum glósum um að vera lausari við en þeir sem helga líf sitt einkageiranum. Ekki ætlar höfundur þessa dálks í að setjast í dómarasæti í þeim efnum. Hitt er annað mál að blaðamaður hringdi í Seðlabankann einn rigningardag í þessari viku og bað um að fá að ræða við starfsmann á gjaldeyrissviði.

Gagnageymslurnar þurfa ekki sæstreng

Gagnageymslufyrirtæki flytja frekar gögn með flugvél en í gegnum sæstreng. Forstjóri Data Íslandia fagnar þó áformum um lagningu nýrra sæstrengja. Ísland er tilvalinn staður fyrir gagnageymslu, segir bandarískur sérfræðingur.

Ríkisreikningur: Hagvöxtur var 2,6% á síðasta ári

Hagvöxtur á Íslandi mældist 2,6% á árinu 2006 en hann var rúmlega 7% tvö ár á undan. Samkvæmt niðurstöðutölum ríkisreiknings fyrir árið 2006 nam afgangur á rekstrarreikningi 82 milljörðum króna samanborið við 113 milljarða afgang árið áður.

Gert ráð fyrir að verðbólga lækki í 3,5%

Greiningardeildir Landsbankans og Kaupþings spá hækkun vísitölu neysluverðs í ágúst um 0,1%. Gangi spáin eftir lækkar tólf mánaða verðbólga úr 3,8% í 3,5% á milli mánaða. Vegvísir Landsbankans segir að tólf mánaða verðbólga hafi ekki verið svo lág í tvö ár, eða frá því í júlí 2005. Hagstofa Íslands greinir frá breytingum á vísitölu neysluverðs fyrir opnun markaða á mánudag.

Hagnaður Marels 7,4 milljónir evra

Hagnaður matvælavinnsluvélafyrirtækisins Marel nam 7,4 milljónum evra, jafnvirði 670,8 milljónum íslenskra króna, á öðrum fjórðungi ársins samanborið við 797 þúsund evrur, 71,9 milljónir króna, á sama tíma í fyrra. Þetta er nokkuð yfir væntingum.

Stækkun gegn gjaldi

Aðeins fáeinum klukkutímum eftir að Microsoft kynnti Skydrive net-geymsluna sína, tilkynnti Google að hægt væri að kaupa stækkun á geymsluplássi fyrir Gmail og Picasa.

Mikil lækkun Úrvalsvísitölunnar

Úrvalsvísitalan lækkaði um 3,47 prósent í Kauphöllinni í dag og endaði hún í 7.993 stigum við lokun viðskipta. Viðlíka lækkun á vísitölunni hefur ekki sést síðan í byrjun apríl í fyrra en þá voru miklar hræringar á íslenskum hlutabréfamarkaði. Gengi bréfa í Evrópu hafa sömuleiðis lækkað mikið í dag. Lækkunin heldur áfram á bandarískum hlutabréfamarkaði.

Mosaic Fashions úr Úrvalsvísitölunni

Breska tískuvörukeðjan Mosaic Fashions verður fjarlægt úr Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar á mánudag í kjölfar þess að félagið Tessera Holding ehf og tengdir aðilar hafa eignast 99,8 prósent í félaginu. Fyrirtækið var skráð á markað fyrir tveimur árum.

Áfram lækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði

Lækkun hélt áfram þegar opnað var fyrir viðskipti á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um rúm 0,7 prósent, Standard & Poor um 0,8 prósent og Nasdaq-vísitalan um rúmt prósent. Lækkun hefur verið víða á hlutabréfamarkaði víða um heim. Seðlabankar í Bandaríkjunum og Evrópu hafa brugðist við með því að opna sjóði sína og veita fjármálafyrirtækjum vilyrði fyrir lánum á góðum kjörum til að koma í veg fyrir lausafjárskort.

Úrvalsvísitalan undir 8.000 stigum

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 3,47 prósent í Kauphöllinni í dag og stendur nú í 7.994 stigum. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan um miðjan maí. Gengi allra félaga í Kauphöllinni hafa ýmist staðið í stað eða lækkað. Gengi bréfa í Exista hafa lækkað mest, eða um 5,49 prósent.

Enn þrengir að bandarískum lánafyrirtækjum

Gengi bréfa í bandaríska fjármálafyrirtækinu Countrywide Financial Corporation féll um 17,5 prósent í Bandaríkjunum í dag. Markaðir vestanhafs opna senn og bíða fjárfestar eftir því hvort lækkun á hlutabréfamarkaði þar í landi haldi áfram. Gengi bréfa í fyrirtækinu hefur lækkað um rúm 30 prósent síðan á vordögum.

Fjárfestar halda að sér höndum

Úrvalsvísitalan hefur verið á hraðri niðurleið það sem af er degi og hefur ekki verið lægri síðan um miðjan maí. Vísitalan hafði lækkað um 3,33 prósent í dag og stendur vísitalan í 8.004 stigum. Krónan hefur veikst um tæp tvö prósent í dag og stóð í 121,9 stigum um hádegi. Sérfræðingur hjá Glitni segir fjárfesta halda að sér höndum á hlutabréfamarkaði.

Exista með fimmtung í Sampo

Exista flaggaði í finnsku kauphöllinni í dag 20 prósenta hlut í A-hluta finnska fjármála- og tryggingafyrirtækinu Sampo. Fyrirtækið átti áður 19,93 prósent í Sampo. Kaupin eru háð samþykki fjármálaeftirlitsstofnana.

Mikil lækkun í Kauphöllinni

Úrvalsvísitalan lækkaði um þrjú prósent við opnun viðskipta í Kauphöllinni nú klukkan tíu og stendur nú í 8.032 stigum. Þetta er í takt við niðursveiflu á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum en lækkanir í Asíu og Evrópu hafa verið á svipuðu róli.

Hagnaður Milestone 27,2 milljarðar króna

Fjármálafyrirtækið Milestone hagnaðist um 27,2 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 1,9 milljarða á sama tíma fyrir ári. Milestone seldi 13 prósenta hlut í Glitni í byrjun apríl fyrir 54 milljarða króna. Félagið og tengdir aðilar eiga enn um sjö prósent í bankanum.

Ókyrrð á fjármálamörkuðum

Mikil ókyrrð ríkir á helstu fjármálamörkuðum í Asíu og Evrópu og féll verð á hlutabréfum um allt að fjögur prósent í morgun. Í Japan féll Nikkei vísitalan um 2,5 prósent og þá féll verð á hlutabréfum á mörkuðum í Hong Kong og Singapore um tvö til fjögur prósent.

Eitt stærsta húsnæðislánafyrirtæki Bandaríkjanna gjaldþrota

Eitt stærsta húsnæðislánafyrirtæki Bandaríkjanna, American Home Mortgage, lýsti yfir gjaldþroti í gær. Gjaldþrot fyrirtækisins kemur í kjölfar mikillar lækkunar á fasteignaverði í Bandaríkjunum á undanförnum mánuðum. Þá hafa vextir á húsnæðislánum farið hækkandi þar vestra og vanskil aukist.

Markaðir lækkuðu víða

Markaðir lækkuðu bæði austan hafs og vestan í gær vegna þrenginga sem rekja má til samdráttaráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði. Hlutabréfamarkaður hér fór ekki varhluta af lækkunum þar sem Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,61 prósent.

Metafkoma dugði ekki

Commerzbank, annar stærsti banki Þýskalands, skilaði methagnaði á fyrri hluta ársins sem markaðist af miklum innri vexti og vexti á þóknunar- og fjárfestingartekjum.

Yfirtaka Nasdaq fýsilegri og líklegri

Kauphöllin í Dubai hefur gert tilboð í hluti í kauphallarsamstæðunni OMX, sem Kauphöll Íslands heyrir undir ásamt kauphöllum á Norðurlöndunum og við Eystrasalt. Í mikla baráttu stefnir milli Kauphallarinnar í Dubai og hinnar bandarísku Nasdaq, sem á vordögum gerði yfirtökutilboð í OMX. Forstjóri Kauphallar Íslands telur yfirtöku Nasdaq bæði fýsilegri og líklegri.

Sampo vill sænskan bankasamruna

Stjórnendur finnska fjármálafyrirtækisins Sampo Group, sem er að fimmtungshluta í eigu Existu, vilja sjá bankasamruna í Svíþjóð. Björn Wahlroos, forstjóri Sampo, segir að sér lítist vel á slá Nordea, stærsta fjármálafyrirtæki Norðurlanda, saman við Handelsbanken.

Marshall-eyjar af svörtum lista

Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) hefur fjarlægt Marshall-eyjar af svörtum lista yfir þau lönd sem þykja ósamvinnuþýð í tenglsum við skattamál.

Peningaskápurinn ...

Á fréttavef Landssambands kúabænda, www.naut.is, er fjallað um hækkanir sem orðið hafa á kjörvöxtum verðtryggðra skuldabréfalána viðskiptabankanna þriggja, sem nú eru sagði 8,1 prósent hjá Glitni, 8,35 hjá Landsbanka Íslands og 8,5 prósent hjá Kaupþingi.

Tímamótauppgvötvanir á erfðafræði gláku

Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsaðilar þeirra hafa gert tímamótauppgvötvanir á erfðafræði sjúkdómsins gláku. Gláka er ein af algengustu orsökum blindu. "Okkur þykir þessi uppgötvun spennandi fyrir ýmsar sakir en hér höfum við fundið stökkbreytingar sem skýra öll tilfelli sjúkdóms," segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.

Alger viðsnúningur í rekstri 365

Sölutekjur 365 miðla námu 5.495 milljónum króna á fyrri helmingi ársins sem er aukning um 127 milljónir króna eða 2,4% frá sama tímabili í fyrra. Uppgjör annars ársfjórðungs var kynnt í dag.

Sjá næstu 50 fréttir