Viðskipti erlent

Marshall-eyjar af svörtum lista

Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) hefur fjarlægt Marshall-eyjar af svörtum lista yfir þau lönd sem þykja ósamvinnuþýð í tenglsum við skattamál.

Marshall-eyjar eru annað landið í þessum mánuði sem fá útstrikun af listanum, á eftir Líberíu. Alls hafa nú 35 ríki fengið útstrikun af listanum eftir að hafa svarið þess eið að koma skattareglum sínum í viðunandi horf.

Einungis þrjú lönd sitja nú eftir á svarta listanum: Liechtenstein, Andorra og Mónakó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×