Viðskipti erlent

Eitt stærsta húsnæðislánafyrirtæki Bandaríkjanna gjaldþrota

Eitt stærsta húsnæðislánafyrirtæki Bandaríkjanna, American Home Mortgage, lýsti yfir gjaldþroti í gær. Gjaldþrot fyrirtækisins kemur í kjölfar mikillar lækkunar á fasteignaverði í Bandaríkjunum á undanförnum mánuðum. Þá hafa vextir á húsnæðislánum farið hækkandi þar vestra og vanskil aukist.

Rekstur American Home Mortgage hefur farið sífellt versnandi frá áramótum. Í upphafi árs unnu mörg þúsund manns hjá fyrirtækinu en í síðustu viku voru starfsmenn þess 750 talsins. Mikið fall á fasteignaverði í Bandaríkjunum undanfarna mánuði olli titringi á fjármálamörkuðum í síðustu viku með þeim afleiðingum að verðbréf féllu víða í verði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×