Yfirtaka Nasdaq fýsilegri og líklegri 10. ágúst 2007 03:30 Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, Árni Mathiesen fjármálaráðherra og Jukka Ruuska, forstjóri norræna hluta OMX samstæðunnar, opna fyrir viðskipti í OMX Iceland kauphöllinni fyrr á árinu. MYND/Anton Brink Kauphöllin í Dubai hefur gert tilboð í hluti í kauphallarsamstæðunni OMX, sem Kauphöll Íslands heyrir undir ásamt kauphöllum á Norðurlöndunum og við Eystrasalt. Í mikla baráttu stefnir milli Kauphallarinnar í Dubai og hinnar bandarísku Nasdaq, sem á vordögum gerði yfirtökutilboð í OMX. Forstjóri Kauphallar Íslands telur yfirtöku Nasdaq bæði fýsilegri og líklegri. Tilboð Kauphallarinnar í Dubai hljóðar upp á 230 sænskar krónur á hlut og er því umtalsvert hærra en tilboð Nasdaq, sem bauð 208,1 sænskar krónur fyrir hvern hlut í OMX. Samkvæmt fréttum verður tilboð Kauphallarinnar í Dubai einungis virkt nái félagið að tryggja sér yfir fjórðungshlut í OMX samstæðunni. Kauphöllin í Dubai hefur nú þegar tryggt sér 4,9 prósenta hlut í OMX. Stjórn OMX samþykkti á sínum tíma tilboð Nasdaq og mælti með því að hluthafar gerðu slíkt hið sama. Áætlað var að samningar um samruna kauphallanna tveggja yrðu handsalaðir um áramót. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, telur ólíklegt að forsvarsmenn Kauphallarinnar í Dubai nái sínu fram. Til þess séu einfaldlega of veigamiklir viðskiptalegir og hagrænir hvatar fyrir hluthafa í OMX til að ganga að tilboði Nasdaq „Komið hefur fram að mikill metnaður er til að gera Kauphöllina í Dubai að stórri alþjóðlegri Kauphöll á borð við þær í London, New York, Nasdaq eða Tókýó. þeir hugsa þetta líklega sem eina leið að því markmiði sínu." Þórður segir hluthafa í OMX, sérstaklega þá sem fara með stærri eignarhluti, hugsa til fleiri þátta en eingöngu verðsins þegar tilboðin eru vegin og metin. Hann telur yfirtöku Nasdaq mun fýsilegri kost enda auðveldara að sjá samlegðarþætti; sérstaklega í ljósi stöðu Nasdaq sem alþjóðlegrar kauphallar með rætur í svipaðri viðskiptamenningu og þekkist á áhrifasvæði OMX „Með yfirtöku Nasdaq myndi opnast ný vídd fyrir OMX markaðina. Kauphöllin í Dubai er hins vegar að miklu leyti bundin við Arabalöndin, og því erfitt að sjá samlegðaráhrif eða virðisauka í fljótu bragði." Ljóst er að Kauphöllin í Dubai metur OMX umtalsvert hærra en Nasdaq. Samkvæmt tilboði Dubai-manna er heildarvirði OMX samstæðunnar um 253 milljarðar íslenskra króna, en til samanburðar er verðmæti OMX 227,9 milljarðar króna sé tekið mið af tilboði Nasdaq. Hlutabréf í OMX stóðu í rúmlega 229 sænskum krónum á hlut í gær. Þar sem stjórn OMX hefur lagt blessun sína yfir tilboð Nasdaq, má ætla að vilyrði margra stærstu hluthafa OMX til að ganga að tilboði Nasdaq liggi fyrir. Ekki er þó loku fyrir það skotið að Nasdaq hækki enn tilboð sitt, og freisti þess þannig að tryggja endanlega yfirráð sín yfir OMX samstæðunni. Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Kauphöllin í Dubai hefur gert tilboð í hluti í kauphallarsamstæðunni OMX, sem Kauphöll Íslands heyrir undir ásamt kauphöllum á Norðurlöndunum og við Eystrasalt. Í mikla baráttu stefnir milli Kauphallarinnar í Dubai og hinnar bandarísku Nasdaq, sem á vordögum gerði yfirtökutilboð í OMX. Forstjóri Kauphallar Íslands telur yfirtöku Nasdaq bæði fýsilegri og líklegri. Tilboð Kauphallarinnar í Dubai hljóðar upp á 230 sænskar krónur á hlut og er því umtalsvert hærra en tilboð Nasdaq, sem bauð 208,1 sænskar krónur fyrir hvern hlut í OMX. Samkvæmt fréttum verður tilboð Kauphallarinnar í Dubai einungis virkt nái félagið að tryggja sér yfir fjórðungshlut í OMX samstæðunni. Kauphöllin í Dubai hefur nú þegar tryggt sér 4,9 prósenta hlut í OMX. Stjórn OMX samþykkti á sínum tíma tilboð Nasdaq og mælti með því að hluthafar gerðu slíkt hið sama. Áætlað var að samningar um samruna kauphallanna tveggja yrðu handsalaðir um áramót. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, telur ólíklegt að forsvarsmenn Kauphallarinnar í Dubai nái sínu fram. Til þess séu einfaldlega of veigamiklir viðskiptalegir og hagrænir hvatar fyrir hluthafa í OMX til að ganga að tilboði Nasdaq „Komið hefur fram að mikill metnaður er til að gera Kauphöllina í Dubai að stórri alþjóðlegri Kauphöll á borð við þær í London, New York, Nasdaq eða Tókýó. þeir hugsa þetta líklega sem eina leið að því markmiði sínu." Þórður segir hluthafa í OMX, sérstaklega þá sem fara með stærri eignarhluti, hugsa til fleiri þátta en eingöngu verðsins þegar tilboðin eru vegin og metin. Hann telur yfirtöku Nasdaq mun fýsilegri kost enda auðveldara að sjá samlegðarþætti; sérstaklega í ljósi stöðu Nasdaq sem alþjóðlegrar kauphallar með rætur í svipaðri viðskiptamenningu og þekkist á áhrifasvæði OMX „Með yfirtöku Nasdaq myndi opnast ný vídd fyrir OMX markaðina. Kauphöllin í Dubai er hins vegar að miklu leyti bundin við Arabalöndin, og því erfitt að sjá samlegðaráhrif eða virðisauka í fljótu bragði." Ljóst er að Kauphöllin í Dubai metur OMX umtalsvert hærra en Nasdaq. Samkvæmt tilboði Dubai-manna er heildarvirði OMX samstæðunnar um 253 milljarðar íslenskra króna, en til samanburðar er verðmæti OMX 227,9 milljarðar króna sé tekið mið af tilboði Nasdaq. Hlutabréf í OMX stóðu í rúmlega 229 sænskum krónum á hlut í gær. Þar sem stjórn OMX hefur lagt blessun sína yfir tilboð Nasdaq, má ætla að vilyrði margra stærstu hluthafa OMX til að ganga að tilboði Nasdaq liggi fyrir. Ekki er þó loku fyrir það skotið að Nasdaq hækki enn tilboð sitt, og freisti þess þannig að tryggja endanlega yfirráð sín yfir OMX samstæðunni.
Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira